Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 96

Fréttablaðið - 10.10.2009, Síða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er laugardagurinn 10. október 2009, 283. dagur ársins. 8.03 13.15 18.25 7.52 12.59 18.06 Þegar ég var unglingur brast á með pönki. Það var uppreisn gegn tildri og yfirborðsmennsku diskósins. Ég var alls ekki eina íslenska ungmennið frá borgara- legu millistéttarheimili sem pönkið heillaði. Við gengum ekki í rifnum fötum af því að við höfðum ekki efni á nýjum, eins og upphafsmenn pönksins í fátækrahverfum Stóra- Bretlands, heldur af því að í því fólst, að okkar mati, einhvers konar yfirlýsing. Leður jakkinn, sígildur einkennisbúningur uppreisnar- seggsins, hefði auðvitað þótt fágæt munaðarvara í því umhverfi sem pönkið spratt úr. Fyrir rest voru pönkaragellurnar síst farnar að verja minni fjármunum í hárvörur (fyrir hana kambinn) og augnmáln- ingu (biksvarta) en diskódísirnar. Byltingin étur börnin sín. UM þessar mundir tröllríða svo- kölluð „krútt“ öllu því sem heit- ast og flottast þykir. Í því felst að tónlist skal vera gersneydd allri aggressjón og klæðnaður í senn hlýlegur og fátæklegur. Prjóna- húfur, sem helst eiga að líta út fyrir að hafa verið gerðar í handa- vinnutíma í tíu ára bekk, eru eitt helsta einkennið ásamt grófum ullar kápum og vettlingum. Af þessum sökum standa margir í þeirri meiningu að krúttin séu óháð tískustraumum og stefnum, þau taki sjálfstæðar ákvarðanir um klæðaburð sinn í stað þess að fylgja fyrir mælum. EF fatnaður krúttanna er skoðað- ur nánar verður þó auðvitað strax ljóst að þar gilda mjög strangar reglur. Það hve staðlaður og sam- ræmdur klæðaburðurinn er bend- ir enn fremur til þess að reglum þessum sé framfylgt af fyllstu hörku, tískulögreglan sé síst afslappaðri en áður fyrr, jafnvel þótt fagurfræðilegar forsendur útlitseftirlitsins kunni að virðast nýstárlegar. VEGNA þess hve bannið við öllu nýlegu og ríkmannlegu – og reyndar öllu sem ekki lítur út fyrir að hafa annaðhvort fengist hjá Rauða krossinum eða Hjálp- ræðishernum – er skilyrðislaust, telja ýmsir enn fremur að krútt- in séu betur í stakk búin en aðrir til að takast á við kreppuna. Þetta er náttúrlega eins og hvert annað kjaftæði. Það gerir engan hæfari til að mæta fátækt, sem hefur aðal- lega hangið á kaffihúsum sötrandi latte á 450 krónur bollann brimandi netið á mörghundruð þúsund króna kjöltutölvu, að finnast ógeðslega flott að vera eins og niðursetningur til fara og Sigur Rós skemmtileg. Kjaftæðið um krúttin MARTORP hillueining B84×D38, H44cm. Svarbrúnt 7.990,- OKTÓBERTILBOÐ 165,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.