Draupnir - 01.05.1902, Page 27

Draupnir - 01.05.1902, Page 27
DRAUPNIR. 27 grönn klædd í hvítan búning, sem var skreyttur með breiðum fjólubláum borða, hrafnsvarta hár- ið, sem stirndi á, var í stórum hnút uppi á höfðinu og á enninu, yfir blæjunni glitraði í gullspöng með stórum bláum steini í miðjunni, og silfurofnu iljaskósböndin lögðu sig svo fag- urlega um öklana og smáu fæturna á henni að jafnvel þeir, sem oftast eru blindir fyrir hinni dularfullu fegurð urðu sér ósjálfrátt svo hrifn- ir, að þeir fóru að hvíslast á um ])að, hvað hún þó væri töfrandi fögur, og í hvert skifti, sem vindurinn feykti klæðum hennar til þannig að limaburðurinn sást, lá eitthvað svo einkennilega fagurt, og kvennlegt í göngu- laginu, sem ekki er hægt að lýsa með neinum orðum, og þegar hún gekk frarn hjá mér fann ég einhvern hressandi gust eins og ilm af dýr- indis smyrslum. Aldrei hefir nokkur kona töfr- að mig eins og hún, mig var að dreyma hana i alla nótt, skínandi hvita hálsinn á henni og hrafnsvörtu lokkana, — guðdómlega veldi, hvað hún þó er fögur! En þú skilur mig ekki Myr- max; það væri því eins heppilegt fyrir mig að tala um þetta við steinana og trén á veginum. Allir ungu mennirnir sem mættu henni sneru sér við — engum þeirra nægði að sjá hana um leið og hún fór fram hjá. I þessari borg þar, sem yngismeyjarnar eyða lífinu í þröngum kvennabúrum mætir maður ekki þrisvar sinn-

x

Draupnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.