Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 8
8 23. október 2009 FÖSTUDAGUR 1 Hvenær á að taka endur- skoðaða áætlun Íslands fyrir á stjórnarfundi AGS? 2 Hvað hefur Liverpool nú tapað mörgum leikjum í röð? 3 Hvaða íslenska söngkona reynir nú fyrir sér í sænska Eurovision? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 ÞEIR SPARA MEST SEM SKRÁ SIG STRAX -15% Dekkja-, smur- og viðgerðaþjónusta Reiknaðu hvað þú sparar og skráðu þig á N1.is. Skráðu þig í Sparitilboð N1 og lækkaðu rekstrarkostnað bílsins um tugi þúsunda króna á næstu 12 mánuðum. Rúðuþurrkur NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá FÓLK „Auðvitað er þetta ansi stuttur fyrirvari, en maður hleypur nú til fyrir góða kúnna,“ segir Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá RB-Rúmum í Hafnarfirði. Fyrirtækið lauk í gær við smíði á rúmi fyrir hæsta mann heims, hinn tyrkneska Sultan Kösen, sem kom til landsins í gær í tilefni af útkomu nýjustu heimsmetabókar Guinness. Fréttablaðið sagði frá því í gær að GÁ Húsgögn hefðu sérsmíðað stól fyrir Kösen. Rúmið sem RB-Rúm smíðuðu fyrir kappann er 1,60 metrar á breidd og 2,70 metrar á lengd en Kösen er sjálfur tæplega tveir og hálfur metri á hæð. Rúminu og stólnum var komið fyrir í herbergi á Hótel Loftleiðum í gær, en þar mun Kösen dvelja meðan á heim- sókn hans stendur. - kg Sérsmíðaður stóll og rúm fyrir hávaxnasta mann heims á Hótel Loftleiðum: Rúm Kösens 1,60 sinnum 2,70 UPPBÚIÐ RÚM Starfsmaður Hótels Loftleiða mátaði rúm Sultans Kösen í gær og eins og sést er plássið yfrið. FRÉTTABLAÐIÐ PJETUR FJÁRMÁL Eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga hefur sent sex sveitarfélögum erindi vegna slæmrar fjárhagsstöðu sem fram kemur í ársreikningum fyrir árið 2008. Skuldir á íbúa þar eru frá því að vera tvöfalt hærri en að með- altali í landinu í að vera tæplega þrefalt hærri. Sveitarfélögin eru: Álftanes, Fjarðabyggð, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Hafnarfjarðarbær og Grundarfjarðarbær. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að sveitarfélögin gætu orðið fleiri. Staða Álftaness er verst, en heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins nema um tveimur milljónum króna á íbúa. Sama tala á landinu er að meðaltali 700 þúsund. Álftnesingar skulda því tæplega þrefalt meira en landsmenn að meðaltali. Í bréfi nefndarinnar til sveitarfélagsins segir að ekki verði annað séð en að fjármál sveitarfé- lagsins stefni í óefni. Skuldir og skuldbindingar Fjarðabyggðar nema 1.750 þús- und krónum á hvern íbúa, 1.598 í Reykjanesbæ, 1.349 í Hafnar- firði, 1.444 í Borgarbyggð og 1.337 í Grundarfirði. Inni í þessum tölum eru í ein- hverjum tilvikum skuldbindingar vegna rekstrarleigusamninga. Með því er átt við það þegar einkaaðilar reisa eða kaupa mannvirki og bæj- arfélagið gerir leigusamninga til láns tíma. Þessar skuldbindingar eru hæstar í Reykjanesbæ, tæpir tólf milljarðar króna, en þar seldi bæjarfélagið ýmis mannvirki. Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar Álftaness, segir stöðuna staðfestingu á gagnrýni á störf fyrri meirihluta, en meiri- hlutaskipti urðu þar á dögun- um. Hann segir landakaup skýra slæma skuldastöðu að mestu leyti og þá sé rekstrarleiga nýrrar sundlaugar íþyngjandi. Lán sveitarfélagsins voru geng- istryggð og rekstrarleigan er það einnig. „Með skatttekjum eigum við að geta rekið grunnþjónustu sveitarfélagsins. En leiðrétting varðandi gengið verður að koma frá ríkisstjórninni.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir rekstur ársins 2008 valda sérstökum vand- ræðum nú. Gjöld hafi verið töluvert umfram tekjur og svo hafi bæjar- félagið brugðist fljótt við atvinnu- leysi og aukið framkvæmdir. - kóp Staða sex sveitarfé- laga þykir alvarleg Sex sveitarfélög eru til skoðunar hjá nefnd um fjármál sveitarfélaga. Skuldir á íbúa eru þar margfalt hærri en á landsvísu. Álftnesingar skulda þrefalt meira en landsmenn að meðaltali og þykir þar stefna í óefni. HEILBRIGÐISMÁL Barn á höfuðborgar- svæðinu sýktist nýverið af völdum skógarmítils. Sýkingin greindist í tæka tíð og gengst barnið undir viðeigandi meðferð. Ef sýking af völdum skógarmítils greinist ekki geta hlotist af alvar- leg veikindi. Veiran leggst á tauga- kerfið og getur skaðað bæði mænu og heila. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins á ekkert af þessu við um tilvikið sem greinst hefur hér; talið er víst að barnið nái sér að fullu. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að skógarmítill hafi tekið sér bólfestu á Íslandi með hlýnandi loftslagi. Honum hafi um leið fjölgað mjög annars staðar á Norðurlöndunum. Erling segir að í ljósi aðstæðna hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær sýkingar- tilfelli kæmi upp. Kveðst hann ótt- ast að heilbrigðiskerfið sé almennt ekki búið undir að takast á við þetta nýja vandamál. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, deilir þeim áhyggjum með Erling. Hefur hún lagt fram fyrirspurn um málið til heilbrigðisráðherra. „Þetta er vandamál sem er að festa rætur og ég tel mikilvægt að heilbrigð- isþjónustan geti greint þau tilvik sem koma upp og almenningur sé á varðbergi,“ segir Siv. - bþs Smádýr sem geta haft áhrif á heilsu fólks hafa numið hér land vegna hlýnunar: Barn sýktist af völdum skógarmítils REYKJANESBÆR Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir reksturinn árið 2008 valda miklum vanda nú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLAR Um hundrað manns hafa sótt um að gerast „marijú- ana-gagnrýnendur“ fyrir banda- ríska dagblaðið Westword, sem kemur út í Denver í Colorado í Bandaríkjunum. Colorado er eitt 14 ríkja Bandaríkjanna sem leyfa sölu á kannabisefnum til lækn- inga. Gagnrýnandinn þarf því að vera haldinn kvilla, geti fengið lyfin löglega og borgi þau sjálfur. „Þetta snýst ekki um að meta gæði lyfsins, heldur um að meta gæði stofnunarinnar [sem selur það],“ segir í tilkynningu: „Við getum ekki verið með gagnrýn- anda sem er skakkur allan tím- ann.“ BBC greinir frá þessu. - kóþ Auglýst eftir gagnrýnanda: Margir vilja meta marijúana SKÓGARMÍTILL Skógarmítill er blóðsuga á spendýr- um sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa, sem er oftast meðalstórt eða stórt spendýr. Lífshætt- ir skógarmítils á Íslandi eru ókannaðir en flestir hafa fundist á mönnum og hundum. Skógarmítlar hafa fundist hér frá því snemma sumars. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: