Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 2
2 31. október 2009 LAUGARDAGUR
STJÓRNSÝSLA Félagsmenn í Lög-
reglufélagi Vestfjarða vilja að
Ísland hætti þátttöku í Schengen-
samstarfinu og taki í staðinn upp
vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist
áður en til Schengen-aðildar kom
2001.
Ályktun þess efnis var sam-
þykkt á aðalfundi félagsins á mið-
vikudag og skorað á ríkisstjórn og
Alþingi að skoða málið.
Gylfi Þór Gíslason, lögreglumað-
ur á Ísafirði og formaður lögreglu-
félagsins, segir að aðild að Scheng-
en hafi ekki gefið góða raun. Fólk
sem hingað komi í þeim tilgangi að
fremja afbrot eigi greiða leið inn
í landið. Hann segir að lögreglan
hafi ekki mannafla til að stemma
stigu við vaxandi glæpastarfsemi
í landinu og því verði að bregð-
ast við með ein-
hverjum hætti.
Þó að fjölga
þyrfti fólki í
landamæraeft-
irliti myndi það
álag sem fylg-
ir löggæslu og
öðru umstangi
vegna glæpa
minnka.
Gylfi telur
einsýnt að með
sjálfstæðu og öflugu landamæra-
eftirliti yrði hægt að stöðva tals-
vert af því fólki sem kemur til
landsins til að fremja glæpi. Sú
skipulagða glæpastarfsemi sem
talin er hafa skotið hér rótum
kunni að hafa gert það í skjóli
frjálsu fararinnar.
Á aðalfundinum var jafnframt
ályktað um rafbyssur og ákvörðun
ríkislögreglustjóra um að sérsveit-
armenn einir noti slík valdbeiting-
artæki hörmuð.
„Þetta er spurning um öryggi.
Við getum lent í að fást við brjál-
aða menn og getum kannski ekki
annað en beðið eftir sérsveitar-
mönnum,“ segir Gylfi. Óskað er
skýringa ríkislögreglustjóra á
ákvörðuninni. Aðalfundurinn skor-
ar jafnframt á dómsmálaráðherra
að hætta við fyrirhugaðan niður-
skurð hjá lögreglu enda komi hann
niður á öryggi lögreglumanna og
þjónustu þeirra við landsmenn.
bjorn@frettabladid.is
Lögreglumenn vilja
Ísland úr Schengen
Lögreglufélag Vestfjarða telur að glæpum gæti fækkað með úrsögn Íslands úr
Schengen. Skipulögð glæpastarfsemi kunni að hafa skotið rótum og þrifist í
skjóli aðildar. Vestfirðingarnir vilja að almennir lögreglumenn beri rafbyssur.
GYLFI ÞÓR
GÍSLASON
Ekki bíða!
Eignastýring - Fjárfestingar - Fyrirtækjaráðgjöf - Séreignarsparnaður
audur.is
Séreignarsparnaði þínum er
örugglega vel varið hjá Auði.
Hafðu samband í síma 585 6500
og leyfðu okkur að segja þér
hvers vegna.
Opinn kynningarfundur
mánudaginn 2. nóv. kl. 17:15,
Borgartúni 29, 3. hæð
Í LEIFSSTÖÐ Lögreglumenn á Vestfjörðum telja farsælla að Ísland hætti í
Schengen og efli í staðinn eigið landamæraeftirlit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kjarni Schengen-samstarfsins er annars vegar að tryggja frjálsa för einstakl-
inga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna
gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi.
Upphaflega var stofnað til Schengen-samstarfsins árið 1985 með samningi
Benelúxlandanna, Frakklands og Þýskalands um að fella niður eftirlit með
ferðum manna yfir sameiginleg landamæri og styrkja um leið eftirlit gagnvart
öðrum ríkjum.
Tíu ríki bættust við í mars 2001: Norðurlöndin, Austurríki, Grikkland, Ítalía,
Portúgal og Spánn.
Í desember 2007 urðu níu ríki til viðbótar aðilar að sameiginlegu landa-
mæraeftirliti Schengen-svæðisins: Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland,
Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland. Heimild: Utanríkisráðuneytið
24 RÍKI EIGA AÐILD AÐ SCHENGEN
Bakþankar á nýjum stað
Í dag verða þær breytingar á röð efnis
í Fréttablaðinu að Bakþankar færast
til og verða hér eftir á sömu síðu og
teiknimyndasögur blaðsins. Á bakið
koma í staðinn fréttir af fólki í stuttu
máli.
FRÉTTABLAÐIÐ
DÓMSMÁL Nítján ára gömul stúlka
hefur verið dæmd til þriggja
mánaða fangelsisvistar, skilorðs-
bundinnar til tveggja ára, fyrir
manndráp af gáleysi.
Stúlkan ók bíl ölvuð, of hratt
og með einn farþega umfram
hámarksfjölda og missti stjórn á
bílnum í beygju á Hafnarfjarð-
arvegi þannig að hann valt. Einn
farþega hennar lést í slysinu,
tveir slösuðust töluvert og tveir
til viðbótar minni háttar. Segir í
dómnum að stúlkan hafi sýnt af
sér stórfellt og vítavert gáleysi, en
jafnframt skuli líta til þess að hún
var ung að árum og hafði hreint
sakavottorð. Stúlkan er svipt öku-
réttindum í átján mánuði. - sh
Ung stúlka dæmd á skilorð:
Sek um mann-
dráp af gáleysi
VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson
og fjölskylda þurfa að útvega sjö
og hálfan milljarð í nýtt hluta-
fé til að halda félaginu 1998 ehf.,
en það er móðurfélag Haga sem
aftur á Bónus. Eigendurnir hafa
tæpa fjóra mánuði til verksins,
að öðrum kosti tekur Kaupþing
félagið yfir.
Þetta kom fram í fréttum
Stöðvar 2 í gær. Þar sagði einnig
að vinnan væri komin af stað;
þrír fjárfestar muni hver um sig
leggja fram tvo og hálfan millj-
arð króna í félagið. Skipt var
um stjórn í félaginu nýverið og
settust tveir fulltrúar Kaupþings
þar inn. Rétt er að taka það fram
að hluti þeirra sem eiga 1998 eru
eigendur að Fréttablaðinu. - kóp
Eigendur móðurfélags Haga:
Þurfa að útvega
7,5 milljarða
FJÁRMÁL Búist er við að Seðlabank-
inn kynni í dag ákvörðun um að
stigið verði fyrsta skrefið í áætl-
un bankans um afnám gjaldeyris-
hafta. Með því yrðu afnumin höft
af innstreymi erlends gjaldeyris
sem ætlað er í nýjar fjárfestingar.
Áætlunin var samþykkt í byrjun
ágúst. Þar kom fram að enda þótt
gjaldeyrishöftin sem sett voru 28.
nóvember í fyrra hafi verið talin
nauðsynleg til að koma á stöðug-
leika eftir hrun fjármálakerfisins
sé mikilvægt að afnema höftin í
áföngum til að koma efnahagsað-
stæðum í eðlilegt horf. Var þá gert
ráð fyrir að fyrsta áfanganum yrði
náð „nokkuð fyrir 1. nóvember“
enda yrðu þá ýmis skilyrði að vera
orðin uppfyllt. Meðal þeirra er
hjöðnun verðbólgu og samstaða um
langtímaáætlun í fjármálum ríkis-
ins þannig að trú sé á því að ríkið
væri fyllilega fært um að standa
við skuldbindingar sínar.
Ekki fékkst staðfest í Seðlabank-
anum í gær að komið sé að því að
hrinda fyrsta áfanga áætlunarinn-
ar í framkvæmd. Hins vegar segir
í tilkynningu frá bankanum að í
dag verði kynntar „breytingar á
reglum um gjaldeyrismál í sam-
ræmi við áður kynnta áætlun um
afnám gjaldeyrishafta“.
Þann erlenda gjaldeyri sem
fluttur verður til landsins sam-
kvæmt nýju reglunum má skipta
aftur úr krónum og flytja úr landi
að nýju. „Innstreymið í byrjun ætti
að styrkja krónuna“, segir í fyrr-
nefndri áætlun Seðlabankans. - gar
Búist við að Seðlabankinn stígi fyrsta skrefið í áætlun um afnám gjaldeyrishafta:
Höftum létt af innstreymi gjaldeyris
STJÓRNENDUR SEÐLABANKANS Breyt-
ingar á reglum um gjaldeyrismál verða
kynntar í Seðlabankanum í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
DÓMSMÁL Lögmenn Árna M. Mathie-
sen og íslenska ríkisins kröfðust
þess fyrir dómi í gær að Sigríður
Ingvarsdóttir héraðsdómari viki
úr sæti í skaðabótamáli sem Guð-
mundur Kristjánsson hæstarétt-
arlögmaður hefur höfðað vegna
skipunar Þorsteins Davíðssonar í
embætti héraðsdómara.
Guðmundur sótti um dómaraemb-
ætti við Héraðsdóm Norðurlands
eystra árið 2007 og þótti mjög vel
hæfur, eins og tveir aðrir umsækj-
endur. Árni M. Mathiesen, þá settur
dómsmálaráðherra vegna vanhæf-
is Björns Bjarnasonar, skipaði hins
vegar Þorstein Davíðsson í embætt-
ið. Þorsteinn var metinn tveimur
hæfisflokkum neðar en hinir þrír.
Umboðsmaður Alþingis hefur gefið
það álit sitt á málinu að annmarkar
hafi verið á öllum þáttum skipunar-
innar og að hæfasti umsækjandinn
hafi ekki verið valinn.
Guðmundur fór í kjölfarið í
skaðabótamál, bæði gegn ríkinu
og Árna sjálfum. Hann krefst fimm
milljóna króna í bætur. Segir hann
í stefnu að Árni hafi með ráðning-
unni sýnt honum takmarkalausa lít-
ilsvirðingu, niðurlægt hann opin-
berlega, vegið að starfsheiðri hans
og með valdníðslu vegið að æru
hans og persónu.
Karl Axelsson og Skarphéð-
inn Þórisson, lögmenn ríkisins og
Árna, kröfðust þess í gær að Sig-
ríður Ingvarsdóttir héraðsdóm-
ari viki sæti við meðferð málsins
vegna viðtals sem hún veitti Ríkis-
útvarpinu þegar málið var í hámæli
í janúar 2008.
Í viðtalinu ræddi Sigríður á
almennum nótum um það að
almenningur þyrfti að geta treyst
því að staðið væri faglega að dóm-
araskipunum. Þótt ráðherra hefði
endanlegt skipunarvald þyrfti hann
að halda sig innan eðlilegra marka
og fara eftir faglegum sjónarmið-
um. Lögmenn stefndu telja að and-
inn í viðtalinu hafi verið slíkur að
hann gefi tilefni til að krefjast þess
að hún víki. Lögmaður Guðmundar
mótmælti kröfunni. - sh
Lögmenn Árna Mathiesen og ríkisins ósáttir við útvarpsviðtal sem dómari veitti:
Vilja að dómarinn víki úr sæti
ÁRNI M. MATHIESEN Sem settur
dómsmálaráðherra skipaði Árni Þorstein
Davíðsson í embætti héraðsdómara.
DÓMSMÁL Bóndi á Suðurlandi
hefur verið dæmdur til þess að
greiða 300 þúsund krónur í sekt
fyrir að vanrækja fóðrun tveggja
hrossa svo og flutning á heyrúll-
um yfir smitvarnalínu gegn dýra-
sjúkdómum. Bóndinn hafði áður
verið dæmdur fyrir illa meðferð
á hrossum árið 2006.
Maðurinn var ákærður fyrir
að vanrækja aðbúnað og umhirðu
á fimm hrossum. Fallið var
frá ákæru vegna brota á einni
hryssu. Hann var sýknaður af
illri meðferð á tveimur hestum til
viðbótar. Hins vegar þótti sannað
að hann hefði vanrækt aðbúnað
tveggja hrossa. - jss
Bóndi á Suðurlandi:
Sekt fyrir illa
meðferð hrossa
EFNAHAGSMÁL Árni Páll Árna-
son félagsmálaráðherra skrifar í
dag undir samkomulag við fjár-
málafyrirtæki,
lífeyrissjóði
og Íbúðalána-
sjóð um úrræði
vegna skulda-
vanda heimilis
og einstaklinga.
Þau taka strax
gildi.
Samning-
arnir taka til
greiðslujöfnun-
ar fasteignaveðlána, greiðslujöfn-
unar bílalána og bílasamninga
og samkomulags um sértæka
skuldaaðlögun. Með greiðslujöfn-
un fasteignaveðlána á greiðslu-
byrði reglulegra afborgana að
verða færð aftur til þess sem
hún var fyrir hrun. Eigi jöfnun-
in að taka gildi á gjalddaga láns
í desember þarf umsókn að ber-
ast viðkomandi fjármálafyrir-
tæki eigi síðar en tíu dögum fyrir
gjalddaga. - kóp
Félagsmálaráðherra:
Úrræði vegna
skuldavanda
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
Finnbogi, höfðu útgerðarmenn
ekki roð við þér?
„Nei, og skýringarnar sem ég fékk
voru ekki upp á marga fiska.“
Finnboga Vikari Guðmundssyni laganema
var vísað af aðalfundi LÍÚ. Hann telur
ástæðuna vera skrif hans um sjávarútveg.
VIÐSKIPTI Fjármálaráðuneytið og
skilanefnd Kaupþings hafa náð
samkomulagi um að framlengja
frest nefndarinnar til að taka
ákvörðun um aðkomu kröfuhafa
Kaupþings að Nýja Kaupþingi frá
31. október til 30 nóvember.
Þá verður tekin ákvörðun um
hvort Kaupþing eignast 87 pró-
sent hlut í nýja bankanum, eða
hvort hann verður áfram alfarið
í eigu ríkisins. Skortur á upplýs-
ingum er sögð ástæða frestsins,
en þær vantar fyrir fjárhagsárið
2008 og níu fyrstu mánuði ársins
2009. - kóp
Ákvörðun um Nýja Kaupþing:
Lengja frest um
einn mánuð
SPURNING DAGSINS