Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 82
54 31. október 2009 LAUGARDAGUR Gísli Rún ar og Lad di árita DVD diski nn í ELKO Lindum í dag milli 1 4 og 15. Fyrsta fræðslukvöld Útóns, Útflutningsskrifstofu íslenskr- ar tónlistar, verður haldið í Nor- ræna húsinu á þriðjudaginn. Þar verður farið yfir gagnsemi sam- félagssíðna á borð við Facebook, Myspace, Flickr og Youtube við kynningu á tónlist og menningar- verkefnum. Ariel Hyatt, fjölmiðlaplögg- ari hjá almannatengslafyrir- tækinu Cyber PR í New York, hefur umsjón með fræðslukvöld- inu. Hún hefur víðtæka reynslu af markaðssetningu á Netinu og hefur á síðustu þrettán árum verið fulltrúi yfir 1.400 tónlistar- manna. Námskeiðið hefst klukk- an 19.30 og kostar 4.000 krónur inn. Skráningar fara fram á greta@utflutningsrad.is. Plöggari á fræðslu- kvöldi Ljósmynd af hinni ungu söng- konu Taylor Swift hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjun- um. Myndin var tekin í afmæl- isveislu söngkonunnar Kate Perry og á henni má sjá Swift og ungan pilt brosa fallega framan í ljósmyndarann. Það sem vekur athygli er að pilturinn klæð- ist skyrtu og er búið að mála stærðarinnar hakakross á hana að framanverðu. Hakakross- inn hefur farið fyrir brjóstið á mörgum Bandaríkjamönnum af gyðingaættum. Talsmaður Swift sagði að söngkonan hefði ekki haft hugmynd um hakakrossinn á skyrtunni. „Það voru teknar yfir hundrað myndir af Taylor þetta kvöld. Hún þekkir ekki þennan pilt og áttaði sig ekki á tákninu sem búið var að mála á skyrtuna hans,“ sagði talsmaður söngkon- unnar. Sá ekki haka - krossinn ÓVART Taylor Swift vissi ekki af haka- krossinum á skyrtu veislugestsins. Ein af afleiðingum banka- hrunsins fyrir ári er að Ís- lendingar eru orðnir miklu þakklátari fyrir það sem hér er boðið upp á. Það er blússandi mæting á tónleika og listviðburði, enda fáir svo sem á leiðinni til er- lendra heimsborga að berja heimsfræg atriði augum á meðan gengið er eins og það er. En eru tónleika- og listviðburðahaldarar að standa sig? Hefur miðaverð hækkað úr hófi? Er íslenskt verð samkeppnishæft við erlent? „Ef eitthvað er hefur verð á minni tónleika lækkað,“ segir Ólafur Thorarensen hjá Miði.is. „Þá er ég að tala um á tónleika fyrir þús- und manns og minna. Miðaverð á stærri tónleika hefur svo stað- ið í stað, til dæmis er sama verð á Jólatónleika Björgvins og í fyrra.“ Ólafur staðfestir að miðasala á alla listviðburði hefur aukist. „Við sjáum aukningu í sölu bíómiða, leikhúsmiða og á smærri tónleika, en sala á stærri tónleika hefur dregist saman, fyrst og fremst vegna þess að það eru svo fáir stórir tónleikar í boði!“ „Það sýndi sig bæði á Airwaves og á Ragga Bjarna-tónleikunum að landann þyrstir í tónleika,“ segir Ingólfur Magnússon, fram- kvæmdastjóri tækjaleigunnar Exton. Hann segir fyrirtækið ekki hafa hækkað gjaldskrána eftir hrun. „Það halda allir að sér hönd- um, við jafnt sem tónleikahaldar- ar. Við erum því með sama góð- gerðadílinn og venjulega.“ Þyrfti að kosta miklu meira Eyjólfur Kristjánsson heldur Eagles-heiðurstónleika í Háskóla- bíói í kvöld. Miðinn kostar 6.900 krónur. „Ég hélt svona tónleika í Borgarleikhúsinu í mars í fyrra og þá minnir mig að miðinn hafi kostað 5.900 kr. Ég sé það að núna hefði miðinn átt að kosta miklu meira!“ segir hann og hlær. Honum finnst miðaverðið alls ekk- ert of hátt. „Nei, ekki fyrir þriggja tíma skemmtun með öllu þessu fólki. Það kostar rúmar sex millj- ónir að halda þessa tónleika og Háskólabíó tekur 970 manns. Svo þarf ég að rífa nokkur sæti í burtu til að koma fyrir mixer. Fólk sér því að ég er ekki að labba í burtu með margar milljónir í vasanum. Ég held án gríns að ég hafi reikn- að það út að ef ég sel alla miðana fái ég 150 þúsund krónur í minn hlut! En það er gaman að gera eitt- hvað af hugsjón líka. Fólk þarf á svona að halda í þessu árferði. Það er gospelkór, rosalegt band og allir helstu söngvarar þjóðarinnar. Ég held að Eagles sjálfir séu ekkert að koma. Ætli miðinn þyrfti ekki að kosta hundrað þúsund kall á þá!“ Meiri samkennd Öll tónlistarsenan nýtur góðs af breyttu viðhorfi landans til inn- lendrar skemmtunar, líka rokk- senan. „Það er frábær mæting og frábær stemming. Þetta sást til dæmis vel á Airwaves,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, trommuleikari rokksveitarinnar Reykjavík! „Sem tónlistarmað- ur finn ég fyrir meiri samkennd í bransanum en áður, menn eru klappandi hver öðrum á bakið út í eitt. Svo er eins og gestir séu mun tilbúnari en áður að borga sig inn. Í góðærinu þurfti að dekstra fólk á tónleika með bjór, plötu og sæng- urverasetti, en samt vældi fólk yfir því ef það þurfti að borga 500 kall inn. Nú borga gestir þúsund kall og segja ekki múkk, finnst það bara sjálfsagt. Það er eins og fólk sé búið að fá meiri tilfinningu fyrir peningunum sínum. Það er eitthvað heilbrigt og fallegt við stemminguna.“ drgunni@frettabladid.is Heilbrigð stemning í tónleikahaldi á Íslandi GERT AF HUGSJÓN Frá Eagles heiðurstónleikum Eyjólfs Kristjánssonar í fyrra. Hann heldur aðra í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.