Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 30
30 31. október 2009 LAUGARDAGUR Þ að fylgir því sam- bland af gleði og létti að afrakstur tíu ára rannsóknarstarfs sé loksins komið út á bók, segir Óskar Guðmundsson um ævisögu Snorra. „En ég væri óærlegur ef ég viður- kenndi ekki að þessu fylgir líka viss eftirsjá. Þetta sköpunarstarf hefur verið dásamlegt, jákvæð lífsreynsla og gefandi lærdóms- ferli.“ Fyrir áratug var Óskar að taka saman bókaflokkinn um Aldirn- ar þegar sú hugmynd fæddist að skrifa ævisögu Snorra Sturlusonar. „Hvarvetna á fyrstu öldum Íslands- byggðar er heimildaarfurinn allt- af eitthvað tengdur Snorra og ég fékk þá hugmynd að reyna að gera honum skil í heildstæðri ævisögu. Ég er mjög upptekinn af töfrum tímans; það er eitthvað í hverjum tíma sem á sér engin fordæmi og er nýtt en líka alltaf eitthvað sem hefur hliðstæðu í sögunni. Ég er líka mikill áhugamaður um pólitík og bókmenntir og hvort tveggja var aðalviðfang Snorra Sturlu- sonar. Það hafa verið gerð ákveð- in drög að ævisögu Snorra, eins og Sigurður Nordal gerði, og ágrip af ævi hans en engar tilraunir til að skrifa heildstæða ævisögu. Þetta var kannski rannsóknarviðfang sem beið manns eins og mín með þessi áhugamál og bakgrunn. Það má því eiginlega segja að Snorri og þetta verkefni hafi kallað á mig.“ Óx með tímanum Óskar byrjaði strax á því að viða að sér efni og leita úrræða til að geta helgað sig bókinni. „Undanfarin þrjú ár hef ég getað haft þetta að aðalstarfi. Mér tókst það meðal annars vegna þess að það var stofn- að merkilegt félag, Snorrasam- bandið, sem hjálpaði mér til að geta lifað af. Svo fékk ég þokka á þess- um stað, Reykholti, fyrir nokkrum árum. Bjó fyrst um sinn í fræði- mannsíbúð en ákvað svo að flytja hingað. Fyrir mann í mínu starfi er líklega hvergi betra að vera.“ Óskar segir það vinna með bók- inni að hún er skrifuð á löngum tíma. „Verkið kallaði alltaf á stærri hluta af mér og það var margt sem hjálpaði til í tímanum, til dæmis hefur ýmislegt rannsóknarkyns á undanförnum áratug ýtt mjög undir vinnu af þessum toga.“ Talar til okkar tíma Að mati Óskars á saga Snorra Sturlusonar sérstaklega ríkt erindi við íslenskt samfélag nú á dögum. „Við höfum gengið í gegnum ofboðs- legt hrun; fall samfélags má segja. Það eru svo ótal margar hliðstæð- ur milli samtíma Snorra og þeirra tíma sem við lifum. Við sjáum hversu veik samfélög geta orðið þegar framkvæmdavald er veikt. Við reynum það að Íslendingar voru að ýmsu leyti á háu menningarstigi á Sturlungaöld, að minnsta kosti höfðingjastéttin. Allt fór það nú for- görðum. Það vill stundum gleym- ast að söguleg þróun er ekki alltaf upp og fram á við; það eru hæðir og dalir, stundum djúpir. Eins fjallar þetta verk um það sem við menn- irnir erum sífellt að berjast við í vanmætti okkar, græðgi, hégóma- skap, ofdirfð og dramb: þetta eru sígild viðfangsefni sem Snorri og hans samtími tókust á við rétt eins og við nú.“ Tengsl Snorra, og Íslands, við útlönd eru mikilvægur þáttur í sögu Snorra og kallast á við okkar tíma að dómi Óskars. „Það má segja að það komi upp alls konar Icesave-mál í sögu Snorra; það er útrás í gangi á þess- um tíma. Það voru alls kyns erlend tengsl og sambönd, sem voru vand- meðfarin en nauðsynleg. Íslenskir höfðingjar voru ævinlega að keppa um hylli konunga og valdamanna í Noregi. Þetta er á tímum þar sem við notum sama tungumálið og önnur norræn samfélög. Það er gíf- urlega mikilvægt þegar við reyn- um að skilja þetta samfélag og Snorra Sturluson. Hann var maður sem réð yfir menningarauðmagni, sem hvarvetna gat talað og notaði það greinilega til að koma ár sinni fyrir borð hjá hirðinni í Noregi. Og hann var náttúrulega auðkýfingur, hann var ævintýralega voldugur og auðugur. Það sem er líka sláandi er að hann er áhrifamikill og ríkur á tímum þar sem vopnin töluðu yfir- leitt. En það eru hins vegar engin dæmi þess að Snorri hafi nokkurn tímann beitt vopnum. Að því leyti til líktist hann fóstra sínum, Jóni Loftssyni, meira en föðurfjölskyldu sinni, Sturlungum, sem voru vopna- skakarar og rollukarlar á Vestur- landi.“ Kynntist upphefð og niðurlægingu Óskar segir ýmislegt úr ævi Snorra kallast á við samtímann; Snorri hafi til dæmis verið auðkýfingur sem kynntist bæði upphefð og niðurlæg- ingu. „Miðaldasamfélagið var mjög næmt gagnvart sæmdinni og kröf- unni um sæmd og virðingu. Mér finnst samfélagið sem við búum í í dag stundum ganga út á þetta; á tíðum geta peningar talað í þágu þessarar sæmdar og þeirrar virðing- ar en stundum hafa þeir bara ekkert að segja. Auðvitað var það þannig með Snorra að hann var á vissum tímum fyrirlitinn en á öðrum var hann hafinn til vegs og virðingar. Þegar kom að ævilokum hans var hann hvorki hátt skrifaður meðal valda- og áhrifamanna á Íslandi né meðal náinna venslamanna sinna, sem stóðu að vígi hans. Það sem einkennir Snorra er ákveðin tvíhyggja; hann er frelsis- sinni, en hann er líka konungssinni og aðdáandi konungsveldisins. En það er líka áberandi að hann er tækifærissinni. Hann skiptir oft um flokka, stundum að óvörum, í þeirri pólitík sem hann rak. Margir stjórn- málamenn ættu að geta skoðað sig í spegli í gegnum þetta.“ Myndin af Snorra Samtímaheimildir um Snorra Sturluson eru brotakenndar. Í bók sinni bregður Óskar því stundum á það ráð að sviðsetja atburði til að fylla í eyðurnar. Hann leikur sér líka með útlit Snorra og dregur upp af honum nýja mynd. „Það er auðvitað bara leikur, eins og menn hafa lengi stundað. Myndin sem var lengi ríkjandi útlitslega var mynd sem birtist í Noregskonunga- sögu Snorra Sturlusonar, sem kom út í Noregi laust fyrir aldamótin 1900. Síðar kom svo í ljós að þessi mynd, og eftirmyndir af henni, var í rauninni sjálfsmynd listamanns- ins. Eftir að Kristján Eldjárn, sem var mikill alþýðuforingi varð for- seti og menn sáu allt það fegursta í íslenskri menningu í honum, þá fóru listamenn hins vegar að sjá Snorra Sturluson meira sem bjart- an yfirlitum og sköllóttan mann. Ég geri ráð fyrir að Snorri hafi verið óhófsmaður í mat og drykk. Ég leiði líka líkur að því að hann hafi verið gigtarsjúklingur og þess vegna svona fanginn af heitu vatni og gufu. Það er þekkt úr mannkyns- sögunni að heitt vatn laðaði til sín volduga menn; Karlamagnús keis- ari valdi til dæmis Achen sem höf- uðaðsetur sitt vegna heitra linda af því að hann var gigtar sjúklingur. Í sjálfu sér gæti það átt við Snorra Sturluson og út frá því leik ég mér dálítið með hvernig hann hefur getað litið út.” Að mati Óskars hefur söguvitund Íslendinga farið hnignandi á und- anförnum árum. Hann hafi reynt að skrifa bók sem auðveldi aðgengi að menningararfinum. „Ég spyr: Hvaða framtíð á sögulaust samfé- lag? Miðaldasagan er auðvitað part- ur af þessari sögu þótt hún sé langt í burtu. Ég vona að mér hafi tekist að setja saman bók sem skiptir máli og auðveldi almenningi aðgengi að undursamlegu tímabili í Íslands- sögunni, gullöldinni.“ Snorri kallaði á mig Fáir hafa sett viðlíka mark á Íslandssöguna og menningarsögu Vestur-Evrópu en Snorri Sturluson. Í vikunni kom út ævisaga sagnaritarans úr Reykholti eftir Óskar Guðmundsson. Í samtali við Bergstein Sigurðsson bendir Óskar á líkindin milli okkar tíma og Sturlungaaldar og viðrar kenningu sína um að Snorri hafi verið digurvaxinn gigtarsjúklingur. VIÐ SNORRALAUG Í bókinni setur Óskar fram þá kenningu að Snorri Sturluson hafi verið gigtarsjúklingur og þess vegna sótt í heitt vatn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Óskar er fæddur í ágúst 1950. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1971 og nam sagnfræði við HÍ 1972-1974. Lærði stjórn- málafræði og sögu við Háskólann í Bremen í Þýskalandi 1974-1977 og í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1979-1980. Óskar ritstýrði Stúdentablaðinu 1978 og vikublaði Norðurlands á Akureyri 1979. Hann hefur starfað sem blaðamaður á Þjóðviljanum og Helgarpóst- inum og var ritstjóri Þjóðlífs 1988-1992. Óskar hefur starfað sjálfstætt að ritstörfum frá 1992. Kona Óskars er Kristín Ólafsdóttir. Þau eiga saman eina dóttur. Fyrir átti Óskar dóttur og Kristín son. ➜ Í STUTTU MÁLI Miðaldasamfélagið var mjög næmt gagnvart sæmdinni og kröfunni um sæmd og virðingu. Mér finnst samfélagið sem við búum í í dag stundum ganga út á þetta; á tíðum geta peningar talað í þágu þessarar sæmdar og þeirrar virðingar en stundum hafa þeir bara ekkert að segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.