Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 36
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Karen Kjartansdóttir, Gunnar Hjálmarsson, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Sigríður Tómasdóttir skrifar Það skemmtilegasta sem ég veit er að horfa á Star Wars, sagði tæplega fimm ára sonur minn við vinkonu mína á dögunum. Hún var efins, byrjar Star Wars-áhuginn virkilega svona snemma? Snemma fannst mér ekki rétta orðið þegar ég hef haft tilþrif tveggja ára dótturinnar fyrir augunum um skeið. Sú tekur prik í hönd og segir da va (Star Wars) og beinir að gestum og gangandi með tilheyr- andi hljóði – vúvú, sem á að minna á hljóð í geisla- sverði. Ég hef ekki haft lúmskt gaman af þessum vopna- burði smábarnsins, sem gjarnan fær að vera í hlutverki vélmennisins R2D2 (dídúdídú) í Star Wars-leikjum heimilisins, eða þá varnarkúlu sem drengurinn vill meina að leiki hlutverk í heimi Stjörnustríðs. Rétt er að taka fram að ég er lítið menntuð í fræðum nýju myndanna þriggja. Ég hélt sjálf ógurlega upp á „gömlu“ myndirnar. Þegar ég ákvað að rifja upp kynnin við þá fyrstu af gömlu myndunum síðastliðið vor fékk strák- urinn að sjá hluta hennar. Ekki þurfti meira til, honum fannst þetta brot alveg stórkostlegt og þá einkum Svarthöfði magnaður. Mér fannst hann nú í það yngsta fyrir myndina og við tókum ekki upp kvikmyndaþráðinn fyrr en með haustinu. Þess má þó geta að í millitíðinni fóru ógurlega margir Star Wars-leikir fram á heimilinu, prik urðu að geisla- sverðum og skikkjur að Svarthöfðabúningi. Einnig var gamalt legódót dregið fram með ýmsum hetj- um nýrri myndanna sem nágrannadrengur sá um útskýringar á. Í haust hófst svo það verkefni vetrarins að horfa á allar myndirnar sex – drengnum til mikillar ánægju. Hann situr límdur við sjónvarpið og hefur mesta ánægju af bardögum. Stúlkuna, sem fékk að horfa á nokkrar mínútur, þurfti að draga grátandi í burtu hrópandi „dava“ áður en hún var svæfð. Ég hef hins vegar ekki haldið meira út en áhorf með öðru auganu, svo langdregnar eru þessar myndir. Sögu- þráðurinn er líka frekar ruglingslegur og ég hef ekki lagt í miklar útskýring- ar á honum nema að hann snúist um baráttu þeirra vondu og góðu. Á því hafa börnin áhuga – hvort sem er í bók eða mynd. Sú litla heldur því reyndar fram stund- um að hún sé að horfa á Star Wars þegar barnatíminn er í sjónvarpinu. Og held- ur áfram að munda sverðið af miklum glæsileik. Da va dídúdídú Einn mesti frumkvöðull í tónlistar-kennslu og tónlistarstarfi Íslend-inga, Guðmundur H. Norðdahl, vinnur um þessar mundir hörðum höndum að því að útbúa nýtt kennsluefni fyrir börn. Efninu er ekki aðeins ætlað að opna augu þeirra fyrir heimi tón- listarinnar heldur stefnir Guðmundur einnig að því að styrkja hæfileika þeirra til að skilja stærðfræði og tungumál. Guðmundur er 81 árs og á að baki nærri 70 ára tónlistarferil. Hann hefur stofnað tónlistarskóla og starfað víða um land sem hljómsveitarstjóri, hljóðfæraleik- ari, kór- og lúðrasveitastjórnandi auk þess sem hann hefur ávallt verið við tónlistarkennslu eða í starfi skólastjóra tónlistarskóla. Mest yndi hefur hann þó haft af því að kenna ungum börnum töfra hljómanna. „Börnin er eina óspillta fólk- ið á Íslandi,“ segir Guðmundur og hlær góðlátlega þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi helst kosið að starfa með börnum sem ekki þykir eins fínt að kenna og fullorðnum. Um þessar mundir endursýnir Ríkissjónvarpið barnaefnið Flaut- an og litirnir sem fyrst var sýnt um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Efnið útbjó Guðmundur með hliðsjón af samnefndum kennslubókum sínum en fyrsta hefti þess hefur selst í þúsund- um eintaka og telst með sölu- hæstu bókum hér á landi. Guð- mundur segir efnið þó barn síns tíma. Það sem hann sé nú að útbúa ásamt fleiri fagmönnum sé ný tækni og nýjar aðferðir. „Með því vil ég kenna fimm til sex ára krökkum lestur og reikning með tónlist,“ segir hann og bendir á að sama grunn þurfi til að ná tökum á þessu námsefni. Teikni- myndafígúrur muni leið- beina barninu og metnaður lagður í að leiða barnið áreynslulaust á brautir áhuga og þekkingar. Í tónlistarskóla Hafralækjarskóla í Þingeyjarsýslu var hafið samstarf við grunnskóla og lögð áhersla á faglega samræmingu tónlistar við almennt skólastarf. Guðmundur kom að stofnun skólans, eins og svo margra annarra, og segir hann starf skólans ávallt hafa verið til fyrirmyndar í þessum efnum. „Krakkar eru svo móttækilegir og gleypa í sig allt,“ segir hann. Því sé mikilvægt að vanda til verka við fræðslu þeirra. Guðmundur sinnir nú tónlistarkennslu í Fossvogsskóla auk þess sem hann vinn- ur að því að útbúa tæki og kennsluefni til að auðvelda börnum námið. Spurður hvort hann hafi ekki áhuga á að fara að setjast í helgan stein skellir hann upp úr og svarar: „Ég vil kenna á meðan ég hef heilsu til. Annars myndi mér bara leiðast.“ kdk Miðlar stærðfræði og TUNGUMÁLI Í TÓNUM Guðmundur H. Norðdahl hefur á nærri sjötíu ára löngum tónlistarferli starfað víða um land og ávallt þótt hvalreki í menningarlífinu. Hvar sem hann kemur vaknar áhugi á hljómum meðal fólks, ekki síst ungra barna. Von er á nýju kennsluefni fyrir börn frá honum þar sem teiknimyndafígúrur sjá um kennsluna. BARNVÆNT Nýtur þess að miðla þekkingu til barna Þótt liðin séu um 20 ár frá því að Guðmundur lét útbúa barnaefnið Flautan og litirnir eru þættirnir enn á dagskrá RÚV. Von er á nýju efni frá Guðmundi í takt við breytta tíma. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N Draugagangur í Salnum Tíbri heitir draugur sem birtist alltaf í Salnum í Kópavogi 1. nóvember til að segja sögur af vinum sínum sem eru tónlistarmenn. Í ár ætlar Tíbri að segja sögur af Poulenc og Beethoven og hann verður ekki einn, því nornin Kírikí, sem er alltaf að hrekkja, kemur að hitta hann. Frá klukkan 12.30 verða fjöllistamenn frá Götuleikhúsinu og einnig tveir andlitsmálarar sem bjóða upp á ókeypis andlitsmálun. Börn eru beðin um að koma klædd í grímubún- inga á tónleikana ef þau geta. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan eitt, eru hluti af tónleikaröð fyrir börn sem boðið er upp á í Salnum í vetur fyrstu helgina í mánuðinum. Í desember verða það spaugararnir í Ljótu hálfvitunum sem ætla að skemmta börnunum þannig að segja má að tónleikarnir séu af fjölbreyttum toga. Miðaverð eru þúsund krónur. og enn betri fréttir Frábærar Til þeirra þúsunda Íslendinga sem nota Pro-Gastro8 við meltingarörðuleikum. 50% meira er af góðgerlum í hverju hylki sem þýðir að sumir þurfa bara að taka inn 1 hylki á dag. Pro-Gastro8 góðgerlanir vinna gegn erfiðri meltingu. Pro-gastro8 fæst í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.