Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 26
26 31. október 2009 LAUGARDAGUR Ísland varð 66. landið til að fá keðjuna þegar McDonald‘s hóf starfsemi sína hér í september 1993. Lyst ehf. hefur verið sérleyfishafi McDonald‘s á Íslandi frá upphafi. Jón Garðar Ögmundsson keypti fyrirtækið fyrir sex árum. Á morgun opnar svo veitingastaðurinn Metro á sömu kennitölunni á sömu stöðunum þremur, í Skeifunni, Kringlunni og á Smáratorgi. Jón sér ekki eftir McDonald‘s og segir þessar breytingar jákvæðar. „Það eru gríðarleg tækifæri í því að vinna í nánu samstarfi með innlendum framleiðendum. Mat- seðillinn verður stílfærður að íslenskum bragðlaukum. Stærstu „sellerarnir“ verða á sínum stað, undir nýju nafni og með öðru innihaldi, en við höldum í stílinn. Maður hleypur ekki frá því sem maður hefur verið að selja, þetta eina og hálfa milljón borgara á ári.“ Í nótt verður öllum ummerkjum um McDonald‘s rutt í burtu. „Mál- tíðirnar munu lækka í verði hjá Metro og það verður meira lagt upp úr salötunum en áður. Þetta verða svo girnileg salöt að fólk mun geta hugsað sér að bjóða fólki þau í mat,“ segir Jón. „Starfsfólk verð- ur komið í nýja búninga á morgun og við höldum áfram að bjóða upp á barnabox. Við kaupum dótið að utan og þetta verður svipað og áður.“ Í upphafi var íslenskt kjöt í borgurum McDonald‘s á Íslandi. Jón Garðar segir að þetta hafi breyst fyrir fimm árum í kjölfar kjötskorts á Íslandi. Síðustu árin hefur því kjötið sem og flest annað komið í gámum frá Þýskalandi – „McDonald‘s hefur ekki gefið leyfi til að breyta þessu síðan þá, sama hvað ég hef reynt,“ segir Jón. Tíu til fimmtán ný störf verða til hjá innlendum framleiðendum vegna breytinganna og þær hafa ýmis jákvæð hliðaráhrif eins og að framvegis verða allar umbúðir prentað- ar innanlands. „Það er eitthvað sem aðrir innlendir veitingastaðir njóta góðs af,“ segir Jón Garðar. Ísland verður eitt af sex löndum Evrópu án McDonald‘s. Hin eru Albanía, Armenía, Bosnía og Hersegóvína, Grænland og Vatíkanið. Önnur lönd sem McDonald‘s hefur yfirgefið eru meðal annars Jam- aíka, sem hefur verið án McDonald‘s síðan 2005 og Bermúda, sem losnaði við keðjuna 1995. 1940: Fyrsti McDonalds-stað- urinn opnar. 1954: Ray Kroc kemur inn í líf McDonald‘s bræðranna. 1959: Hundraðasti McDon- ald‘s staðurinn opnaður. 1961: McDonald‘s bræður selja Ray nafnið og reksturinn. Þeir reka þó áfram upphaflega stað- inn undir nýju nafni, The Big M. 1963: Lukkudýr McDonald‘s, Ronald McDonald, er kynntur til sögunnar. 1967: Fyrsti McDonald‘s utan Bandaríkjanna opnar í Kanada. 1968: Big Mac-borgarinn kynntur. 1968: Þúsundasti staðurinn opnar. 1971: Fyrsti McDonald‘s í Evr- ópu opnar í Hollandi. 1978: Fimm þúsundasti stað- urinn opnar í Japan. 1984: McDonald‘s, styrktar- aðili Ólympíuleikanna, tapar stórfé á tilboðinu „When the US wins, you win,“ eftir að Sovétríkin ákveða að sniðganga keppnina. 1990: Stærsti staðurinn til þessa opnar í Moskvu. Sama ár opnar McDon- ald‘s-staður í Kína. 1992: Fyrsti staðurinn í Afríku opnar í Marakkó. Þar með er McDonald‘s í öllum heimsálfum. 1996: Staðurinn kemur til hundraðasta landsins þegar Hvítarússland fær sinn McDonalds-stað. 2003: Auglýsingaherferðin „I‘m lovin‘ it“ kynnt til sögunnar. 2004: Kvikmyndin Super size me vekur mikla athygli. McDonald‘s bregðast við og gefur hollustunni meira gaum, hættir meðal annars að ota möguleikanum á að „stækka máltíðina“ að fólki. V eitingahús koma og fara, erlendar keðjur jafnt sem innlend veitingahús. McDon- ald‘s er ekki fyrsta erlenda skyndibitakeðjan sem yfirgef- ur skerið. Hér fengust á tíma- bili Burger King hamborgarar, kjúklingabit- ar frá Popeyes, ís frá Dairy Queen og Ben og Jerrys og pítsur frá Little Caesars. Þótt McDonald‘s hverfi á braut geta aðdáendur amerískra skyndibita eftir sem áður fengið sér Taco Bell, KFC, Subways, Quiznos, Pizza Hut og Dominos. Þetta er gott úrval miðað við norræna borg, enda hefur löngum verið talað um að Ísland sé ameríkaniserað land. Þessu til viðbótar eru hér Ruby Tuesdays og TGI Fridays, staðir sem eru hluti af amer- ískum veitingahúsakeðjum, en teljast ekki til skyndibita. Borgarabræður opna búllu Brotthvarf McDonald‘s er engu að síður stórtíðindi, enda er engin önnur keðja jafn þekkt. McDonald‘s er fyrirmynd annarra keðja og er á næsta bæ við Kók og Disney sem tákngervingur bandarískrar menning- ar og bandaríska heimsveldisins. Aðdáunar- vert og spennandi fyrirbæri að sumra mati, en táknmynd hins illa að mati annarra. Tákn um yfirgang auðhyggjunnar, ofurfram- leiðslunnar sem lítilsvirðir hið smáa fyrir hámarksgróða. Viðbrögðin við fréttinni um McDonald‘s sé að hverfa frá Íslandi segir sitt um vægi keðjunnar. Fáir létu það á sig fá þegar Burger King hætti hér í fyrra. Margar útgáfur af sögunni um uppfinn- ingu hamborgarans eru til og allar ger- ast þær í Bandaríkjunum í upphafi síð- ustu aldar. Nafnið er annaðhvort komið frá Hamborg í Þýskalandi eða bænum Hamb- urg í New York ríki þaðan sem greiðasölu- mennirnir Frank og Charles Menches komu. Þeir fóru að selja steikt hakkað nautakjöt í platta á milli brauðsneiða þegar skortur var á pulsum. McDonald‘s-hamborgarinn dregur nafn sitt af bræðrunum Richard og Maurice McDonald. Þeir byrjuðu með pylsu- vagn sem þeir kölluðu Airdrome í Arcadia í Kaliforníu 1937. Þremur árum síðar stækk- uðu þeir við sig, færðu greiðasöluna til San Bernardino og breyttu nafninu í McDon- ald’s Barbeque. Bræðurnir gerbreyttu búll- unni 1948 og kynntu til sögunnar einfald- ari matseðil og nýja framleiðsluaðferð. Nú var eldað á einskonar færibandi, sem bræð- urnir kölluðu „SpeeDee system“. Með kerf- inu gátu þeir annað sívaxandi eftirspurn. Á næstu sex árum voru opnaðir níu nýir stað- ir í Kaliforníu. 47 milljón viðskiptavinir Líklega hefði McDonald‘s-veldið aldrei náð þessum svimandi hæðum hefði Ray Kroc ekki komið inn í líf bræðranna. Hann seldi hrærivélar, meðal annars multimix- er-vél sem gat hrært marga mjólkurhrist- inga í einu. Bræðurnir í Kaliforníu pöntuðu svo margar slíkar vélar að Chicago-búinn Kroc gerði sér ferð til þeirra til að athuga hvað væri eigin- lega í gangi. Hann heill- aðist af fyrirbærinu og þá sérstaklega „SpeeDee systeminu“. Hann fékk þá hugmynd að framselja öðrum leyfi til að reka McDon- ald‘s-staði og sá um þessa „franchise“ þjónustu. Svona byrjuðu McDonald‘s-staðirn- ir að breiðast út um Bandarík- in og urðu smám saman að því veldi sem þeir eru í dag. Í dag eru meira en 31.000 McDonald‘s-staðir í heiminum í 122 lönd- um. Staðirnir þjónusta 47 milljónir kúnna á dag og starfsmenn eru um 400.000. Reyndar hefur keðjan munað fífil sinn fegri. Hún hefur tapað niður forystunni sem stærsta skyndibitakeðja heims. Sú stærsta í dag er Yum! Brands-keðjan, en þar innanborðs eru Taco Bell, KFC, Pizza Hut, Wingstreet, Long John Silver’s og A&W veit- ingahús. Subway-keðjan er næst-stærst en McDon- ald‘s er í þriðja sæti. Bæ bæ McDonald‘s! SÍÐASTA STJÖRNUMÁLTÍÐIN (Í BILI) Það á eftir að koma í ljós hvort McDonald‘s eigi afturkvæmt á skerið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÖGUFRÆGUR STAÐUR Fyrsti McDonald‘s-staðurinn, í San Bernardino. EKKI ÁRENNILEGUR Svona leit fyrsti Ronaldinn út. MCDONALDS DÓT Í HRÖNN- UM Margir safna McDonald‘s varningi. METRO FRANSKAR Það sem koma skal: Íslenskar franskar í íslenskum umbúðum. MCDONALD‘S Þessi heimsfræga hamborgarakeðja kom til Íslands í september 1993. McDonald‘s hefur lengi notað börnin til að draga foreldrana að stöðunum. Lukkudýrið Ronald kom til sögunnar 1963 en sérstök barnabox – Happy meals – byrjuðu að fást árið 1979. Í framhaldinu var lögð áhersla á að auglýsa staðinn upp sem veitingastað fyrir alla fjölskylduna. Leiksvæðum var komið fyrir og rúsínan í hamborgaraendanum var dótið sem fór að fylgja með barnaboxunum. Fljót- lega var byrjað að tengja dótið nýjum bíómyndum. Fyrsta myndin til að tengjast McDonald‘s var Star Trek: The Motion Picture árið 1979. Disney var löngum öflugur samstarfsaðili McDonald‘s en hætti samstarfinu árið 2006 því fyrirtækið vildi tengjast hollari fæði. McDonald‘s dót úr boxum og aðrir munir tengdir fyrirtækinu eru vinsælir hjá söfnurum. Í mars seldi ellefu ára strákur, Luke Underwood, safn með meira en fimm þúsund McDonald‘s leikföngum á 11.500 dollara (1,5 milljónir kr.). Ef einhver hefði verið svo fyrirhyggjusamur að geyma allt dótið sem hefur fylgt með McDonalds‘s barnaboxum á Íslandi frá byrjun – í óopnuðum umbúðum náttúrlega – væri hann væntanlega í góðum málum í dag. ➜ TÍMALÍNA MCDONALD‘S Í dag er síðasta tækifærið til að snæða McDonald‘s á Íslandi. Á morgun tekur alíslenska hamborgarakeðjan Metro. Engin frétt vikunnar hefur vakið eins mikla athygli og brotthvarf keðjunnar. Sumir fagna endalokunum á meðan aðrir gráta. Dr. Gunni kveður menningarfyrirbærið. McDonald‘s á Íslandi McDonald‘s, börnin og dótið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.