Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 4
4 31. október 2009 LAUGARDAGUR
Jóhann Ólafsson & Co
NÚNA!
SKIPTU
OSRAM SPARPERU
R
ALLT AÐ
80%
ORKU-
SPARNAÐ
UR
SPARAÐU með OSRAM
SPARPERUM.
Rangt var farið með frumsýning-
ardag leikverksins Hnykill í grein á
fimmtudaginn. Verkið er frumsýnt 6.
nóvember.
LEIÐRÉTT
STJÓRNSÝSLA Skipulagsstofnun
hefur, í annað sinn, úrskurðað að
ekki þurfi að fara fram sameigin-
legt mat umhverfisáhrifa Suðvest-
urlínu. Stofnunin hafði úrskurðað
þess efnis í mars, en Svandís Svav-
arsdóttir umhverfisráðherra felldi
þann úrskurð úr gildi og bað um
nýjan, sem nú er fallinn á sama
veg. Hægt er að kæra ákvörðun-
ina til umhverfisráðherra til 4.
desember.
Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra vísar í þann frest og
segir málið í eðlilegum farvegi.
„Skipulagsstofnun hefur leitað
eftir ítarlegri upplýsingum eins
og fyrir var lagt og byggt sinn
úrskurð á þeim
gögnum. Nú
taka við eðli-
legir ferlar og
frestir.“
Samkvæmt
úrskurðinum
uppfyllir fram-
kvæmdin ekki
þau ski lyrði
sem lög gera ráð
fyrir að þurfi til
sameiginlegs
mats. Stofnunin vísar sérstaklega
í úrskurð fyrrum umhverfisráð-
herra, Þórunnar Sveinbjarnardótt-
ur, vegna álversins í Helguvík, en
hann féll 3. apríl 2008. Þar kemur
fram sú túlkun að ákvörðun um
sameiginlegt mat skuli liggja fyrir
áður en tekin er ákvörðun um mat-
sáætlun. Svo var ekki í þessu til-
viki.
Þá kemur fram í úrskurðinum að
vafi leiki á hvað sé átt við í lögum
um „fyrirhugaðar framkvæmdir“.
Skipulagsstofnun metur svo að um
fastmótaða framkvæmd þurfi að
vera að ræða, sem komin sé á það
stig að geta hlotið málsmeðferð.
Framkvæmdir á hugmyndastigi
hafi ekki áhrif. Samkvæmt þessum
skilningi metur stofnunin eftirfar-
andi framkvæmdir á sama svæði
og línan, eða háð framkvæmdinni:
álver í Helguvík, Bitruvirkjun,
Hverahlíðarvirkjun, kísilmálm-
verksmiðju í Helguvík, stækkun
Reykjanesvirkjunar og jarðhita-
nýtingu við Gráuhnjúka.
Ágúst Hafberg hjá Norðuráli,
sem reisa mun álverið í Helguvík,
fagnar úrskurðinum og segir hann
í samræmi við væntingar. Hann
segir ákvörðun umhverfisráð-
herra um að fella fyrri ákvörðun
stofnunarinnar úr gildi hafa tafið
málið. Ekki hafi verið hægt að
ganga frá ákveðnum samningum
eða aflétta fyrirvörum á ýmsum
framkvæmdum.
Ágúst segir fjármögnun verk-
efnisins ganga vel, unnið sé að
henni í samráði við þrjá banka; tvo
franska og einn hollenskan.
kolbeinn@frettabladid.is
Ekki sameiginlegt
mat á Suðvesturlínu
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að ekki sé þörf á sameiginlegu mati á um-
hverfisáhrifum Suðvesturlínu. Málið í eðlilegu ferli, segir umhverfisráðherra og
kærufrestur enn í gildi. Úrskurður fyrri umhverfisráðherra hafði áhrif.
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
Sveitarfélagið Ölfus ítrekaði and-
stöðu sína við lagningu línunnar, þó
sveitarfélagið telji að ekki þurfi sam-
eiginlegt mat á línunni. Sveitarstjórn
telur línuna hafa verulega neikvæð
áhrif á núverandi ferðaþjónustu og
útivist og frekari uppbyggingu. „Þau
neikvæðu áhrif sé ekki hægt að
réttlæta þar sem fyrirhuguð fram-
kvæmd miði einkum að því að flytja
orku af Suðurlandi og standa því í
vegi fyrir uppbyggingu atvinnutæki-
færa m.a. í Sveitarfélaginu Ölfusi.“
Grindavíkurbær taldi að meta ætti
línuna með öðrum framkvæmdum.
ÖLFUS Á MÓTI
HELGUVÍK Álver í Helguvík mun nýta nýja Suðvesturlínu. Skipulagsstofnun hefur
nú úrskurðað að ekki þurfi sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum línunnar. Kæru-
frestur er þó ekki runninn út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
25°
16°
8°
8°
12°
10°
16°
8°
8°
25°
19°
20°
20°
31°
5°
16°
17°
6°
Á MORGUN
Hæg austlæg eða
breytileg átt.
MÁNUDAGUR
Vaxandi SA-átt S-til,
hægviðri NA-lands.
7
7 7
7
8
8 8
8
6
9
8
10
9
10
4
7
5
7
4
10
2 11
4
4 1
3
1
5
2 0
0
3
STUND MILLI
STRÍÐA Í morg-
unsárið verður
rigning sunnan- og
vestantil en það
lægir og dregur úr
úrkomu er líður á
daginn. Á morgun
lítur út fyrir ágæt-
isveður, hægviðri
og nokkuð bjart en
það kólnar heldur
á landinu, einkum
norðantil.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
VIÐSKIPTI Eik Banki tapaði hundr-
að milljónum danskra króna á
þriðja ársfjórðungi. Þetta jafn-
gildir tæpum 2,5 milljörðum
íslenskra króna. Á sama tíma í
fyrra nam tapið 33 milljónum
danskra króna.
Tekjur bankans námu 543
milljónum króna á fjórðungn-
um, sem er 24 prósenta aukning á
milli ára.
Í uppgjöri bankans segir að
hann hafi endurmetið vænting-
ar um afkomu ársins og búist við
að tapið aukist um fimmtíu millj-
ónir danskra króna til viðbótar.
Þá er haft eftir Marner Jacobsen
bankastjóra að búast megi við
afskriftum úr bókum bankans.
Bankinn fékk 327 milljónir
króna frá dönskum stjórnvöld-
um á fjórðungnum í samræmi við
aðstoð við dönsk fjármálafyrir-
tæki í kreppunni. - jab
Aukið tap hjá Eik Banka:
Tími afskrifta
fram undan
MARNER JACOBSEN Eik Bank fékk 327
milljónir danskra króna hjá dönskum
stjórnvöldum til að dempa áhrifin af
fjármálakreppunni á þriðja ársfjórðungi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Ökumenn tveggja
bíla sluppu án alvarlegra meiðsla
þegar bílar þeirra skullu saman á
Sæbraut í gær.
Áreksturinn varð ofan við
Holtagarða um klukkan níu í
gærmorgun. Málið er enn í rann-
sókn en samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglunni er ljóst að
öðrum bílnum hefur verið ekið
yfir á rauðu ljósi á gatnamótum
Sæbrautar og Holtavegar. Bílarn-
ir eru stórskemmdir. Ökumenn-
irnir voru fluttir á sjúkrahús með
meiðsl á hálsi og baki. - gar
Harður árekstur á Sæbraut:
Keyrt fyrir bíl
gegn rauðu ljósi
Á SÆBRAUT Tveir fólksbílar eru mikið
skemmdir eftir árekstur í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BANDARÍKIN Írakskur maður hefur
verið handtekinn í Arizona í
Bandaríkjunum fyrir að hafa vís-
vitandi ekið bíl á dóttur sína.
Maðurinn keyrði á dótturina
og vinkonu hennar á bílastæði í
síðustu viku. Að því loknu flúði
hann af vettvangi og fannst ekki
fyrr en í gær. Dóttirin, sem er
tvítug, slasaðist lífshættulega en
er á batavegi. Vinkona hennar
slasaðist minna.
Ástæður árásarinnar voru þær
að manninum þótti dóttirin vera
orðin of vestræn í háttum og lifði
ekki samkvæmt hefðbundnum
írökskum siðum. - þeb
Þótti dóttirin of vestræn:
Íraki keyrði
á dóttur sína
BELGÍA, AP Evrópusambandið telur
að 100 milljarða evra þurfi í sjóð
til hjálpar fátækum ríkjum vegna
loftslagsbreytinga. Allt að helm-
ingur þeirrar upphæðar eigi að
koma frá ríkjum víða um heim.
Leiðtogar ríkja sambandsins
segjast ætla að leggja sanngjarna
upphæð í sjóðinn en hafa þó ekki
komið sér saman um það hversu há
hún verður. Sjóðurinn á að hvetja
fátækari ríki til þess að nota minni
orku, vernda skóga og auka notkun
endurnýjanlegrar orku.
Umhverfisverndarsinnar hafa
gagnrýnt Evrópusambandið harð-
lega og segja samkomulagið ekki
gera nægilegt gagn. Þeir segja
að með víðtækari aðgerðum hefði
verið hægt að setja fordæmi fyrir
Bandaríkin og Kína. Þannig hefði
verið hægt að setja pressu á ríkin
og fá þau til að samþykkja að
draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda á loftslagsráðstefnunni í
Kaupmannahöfn í desember. Þar
verður þess freistað að gera nýtt
samkomulag um losun gróður-
húsalofttegunda og aðgerðir gegn
loftslagsbreytingum.
Gordon Brown forsætisráðherra
Bretlands er þvert á móti á þeirri
skoðun að aðgerðir Evrópusam-
bandsins séu skref í átt að slíku
samkomulagi.
- þeb
Aðgerðir til hjálpar fátækum ríkjum vegna loftslagsbreytinga:
Þurfa 100 milljarða evra í sjóð
Á FUNDI Guido Westerwelle, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, og Angela
Merkel, kanslari Þýskalands, spjölluðu
við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta á
fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRETLAND, AP David Nutt, yfir-
maður fíkniefnamála hjá breska
innanríkisráðuneytinu, var rek-
inn í gær. Ástæðan var sú að hann
sagði í fjölmiðlum að maríjúana,
e-töflur og LSD væru hættuminni
en áfengi.
Nutt gagnrýndi fyrr í vikunni
þann mun sem gerður er á áfengi
og tóbaki annars vegar og ólögleg-
um eiturlyfjum hins vegar. Hann
hefur áður gagnrýnt innanríkis-
ráðuneytið fyrir að herða reglur
um maríjúana. Undir þá gagnrýni
tóku margir vísindamenn.
Ráðuneytið hefur staðfest brott-
reksturinn og mun tilkynna um eft-
irmann hans á næstu dögum. - þeb
Breskur embættismaður:
Rekinn fyrir að
tala um eiturlyf
GENGIÐ 30.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
237,0451
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,01 124,61
205,02 206,02
184,03 185,05
24,722 24,866
22,015 22,145
17,737 17,841
1,3633 1,3713
197,35 198,53
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Rangt var farið með nafn Söru
Margrétar Nordahl á forsíðu Popps,
fylgirits Fréttablaðsins, í gær. Beðist er
velvirðingar á því.