Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 8
8 31. október 2009 LAUGARDAGUR Námskeið við félagskvíða • Finnurðu fyrir kvíða og óöryggi innan um aðra? • Hefurðu áhyggjur af áliti annarra? • Er óöryggið að há þér í lífi nu? Tíu vikna námskeið við félagskvíða er að hefj ast við Kvíðameðferðarstöðina. Kenndar eru leiðir ti l að draga úr kvíða í samskiptum og auka öryggi innan um aðra. Skráning fer fram á kms@kms.is eða í síma 822-0043 og lýkur 10. nóvember n.k. Nánari upplýsingar á heimasíðu Kvíðameðferðarstöðvarinnar: www.kms.is. Auglýsingasími – Mest lesið ORKA HS Orka dælir nú niður vatni í jörðina til að vinna á móti þrýsti lækkun, lægra vatns- borði undir jörð, í Svartsengi og í Reykjanesvirkjun. Vatnsborðið í eftirlitsholum HS Orku í Svartsengi hefur lækkað um 320 metra frá því vinnsla hófst þar. Í miðju svæðisins á Reykja- nesi, þar sem vinnsluholurnar eru, hefur það einnig lækkað um 320 metra. En í jaðri svæðisins á Reykjanesi mælist lækkunin tvö hundruð metrar og er það meðal- þrýstilækkun svæðisins. Þessar þrýstingsmælingar eru metnar í börum: 32 bör og 20 bör. „Niðurdrátturinn hefur orðið sneggri í jarðhitakerfum á Reykjanesi en víðast í jarðhita- kerfum á Íslandi. En hann er minni en í Svartsengi og hann er meira en tvöfalt minni en þekkist í rekstri jarðhitakerfa erlendis,“ segir Albert Albertsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri HS Orku, en þessar tölur um þrýstilækkun eru fengnar þaðan. Albert segir að með niðurdæl- ingunni megi stýra þessari lækk- un, stöðva og jafnvel draga hana til baka. Spurður hvort til standi að draga lækkunina til baka, segir hann: „Við ætlum að stýra lækkun- inni og nýta svæðið á besta hugs- anlega máta og lengja líftíma þess eins og hægt er. Ég hef ekki heyrt neinn halda því fram að það sé ekki nægur varmaforði í berg- inu. Spurningin er um vökvann sem nemur varmann úr berginu og við tökum upp til yfirborðs, að það sé gengið á þennan vökva- forða. En með niðurdælingunni höldum við honum við.“ Albert segir að þegar rætt sé um lækkun á vatnsborði gleymist að taka með í reikninginn að eng- inn viti í raun um hversu mikið dýpi sé að ræða: „Við höfum ekki rannsóknir og þá fyrst og fremst rannsóknarboranir, sem segja okkur hversu stór þessi tunna er. Hún er allavega stærri en við gerum ráð fyrir. Ef unnt væri að svara þessari spurningu, þá væri hægt að gera sér grein fyrir hvort þessi vatnsborðslækk- un væri mikil eða lítil, miðað við dýpt tunnunnar.“ klemens@frettabladid.is Dæla vatni í jörðina til að lengja líftíma orkusvæðis Aðstoðarforstjóri HS Orku staðfestir að vatnsborð hafi lækkað hratt á svæðum fyrirtækisins eftir að vinnsla hófst. Með því að dæla niður vatni megi stöðva lækkunina. Fyrirtækið vilji lengja líftíma svæðisins. SVEITARFÉLÖG Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir að vegna veikrar eiginfjárstöðu sveitarfélagsins hafi hrunið á gengi krónunnar valdið meiri skaða á efna- hag Álftaness en flestra annarra sveitarfélaga. Álftanes hefur nú óskað eftir aðstoð Eftirlits- nefndar um fjármál sveitarfélaga við að greiða úr miklum fjárhagsvanda. Sigurður vísar því á bug að leigusamningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign vegna nýrrar sundlaugar í bænum sé að kaffæra sveitarfé- lagið, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sigurður segir að erlendar skuldir Álftaness hafi verið 500 milljónir króna fyrir hrun. Þær hækkuðu í 1.000 milljónir á síðasta ári og hafa aukist um 250 milljónir króna til viðbótar á þessu ári. Leigusamningurinn við Fasteign ehf. er með 55 prósenta gengistryggingu. Sigurður segir að vissulega sé það þung byrði á sveitarfélag- inu eins og mál hafi þróast en tap síðasta árs nam 832 milljónum og segir Sigurður ljóst að bygging sundlaugarinnar hafi ekki valdið því, heldur gengishrunið. Höfuðvandinn sé veik eiginfjárstaða fyrir hrun. Helmingur erlendu skuldanna sé vegna fjárfestinga á árunum 2002-2006 og hafi að mestu verið venjulegar lántökur sveitarfélags með milligöngu Lána- sjóðs sveitarfélaga. Lausn á vandanum segir Sigurður felast í því að ríkið axli ábyrgð gagnvart sveitarfélög- unum og þeim skaða sem þau hafi orðið fyrir vegna hrunsins. Einnig þurfi Jöfnunarsjóður að auka greiðslur til Álftaness. Þær hafi ekki verið í samræmi við það sem vera ber. Öll bæj- arstjórnin sé sammála um þessar áherslur. Hann segist ekki telja að nauðsynlegt verði að nýta neyðarheimildir í lögum til að hækka útsvar og fasteignaskatta vegna ástandsins á Álftanesi. - pg Fyrrverandi bæjarstjóri Álftaness segir byggingu nýrrar sundlaugar ekki vera ástæðu fjárhagserfiðleikanna: Eiginfjárstöðu og gengishruni að kenna GENGISHRUN Fyrrverandi bæjarstjóri vísar því á bug að leigusamningur við Fasteign ehf. skipti sköpum um stöðu sveitarfélagsins. 1. Hvað voru séra Sigríði Guðmarsdóttur dæmdar háar bætur frá kirkjunni? 2. Hver var í vikunni kjörinn nýr forseti Norðurlandaráðs? 3. Hvað á skyndibitastaðurinn sem kemur í stað McDonalds á Íslandi að heita? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 FRAKKLAND Franskur rannsóknar- dómari hefur skipað Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, að mæta fyrir dóm til að svara ásökunum um mis- notkun á almannafé meðan hann var borgarstjóri Parísar. Chirac er sakaður um að hafa haft flokksbræður sína og starfs- menn flokksins á launaskrá borg- arinnar, þótt þeir kæmu ekkert nálægt málefnum hennar. - ót Franskur rannsóknardómari: Jacques Chirac fyrir dóm SVEITARSTJÓRNIR „Þessi áætlun tekur ekkert á breyttri og verri stöðu bæjarsjóðs og virðist meiri- hlutinn ekki hafa kjark til taka á brýnum málum hvað varðar fjár- hag bæjarins,“ segir í bókun sem bæjarfulltrúar minnihluta Nes- listans lögðu fram á síðasta bæj- arstjórnarfundi á Seltjarnarnesi. Þar var kynnt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2010 til 2012. Fulltrúar minnihlutans sögðu stefna í mikinn halla hjá bænum þessu ári. Þriggja ára áætlunin væri stefnuyfirlýsing meirihluta sjálfstæðismanna til næstu ára og alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- manna. Þess vegna myndu full- trúar Neslistans sitja hjá við afgreiðslu áætlunarinnar. - gar Minnihlutinn á Seltjarnarnesi: Meirihlutann skortir kjark „Vegna þess að Reykjanessvæðið er mjög sérstakt og hefur svarað svolítið öðruvísi en var spáð fyrir í upphafi, höfum við verið með sérstaka skoðun á því hvernig þau líkön, sem notuð voru í upphafi, hafa svarað miðað við jarðhitakerfið og hvort hægt sé að draga ályktanir af því,“ segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Hann hafði verið spurður hvort rétt væri að Orkustofnun (OS) hefði sérstakar áhyggjur af vinnslu HS-Orku, en blaðinu hefur borist til eyrna að þó nokkur bréf hafi farið milli OS og HS um þetta. Guðni segir að slíkt líkan sé gert til að ákvarða vinnslu á hverju svæði. En þegar líkanið samsvari ekki kerfinu sé ekki óalgengt að athuga sérstaklega hvað valdi því. „Því menn eru að spá fyrir um eðli þessara jarðhitakerfa án þess að vita nákvæmlega hvað þar gerist. Eftir því sem þeir fá meiri upplýsing- ar þarf oft að endurskoða líkanið.“ LÍKANIÐ SAMSVARAR EKKI KERFINU VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.