Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 10
 31. október 2009 LAUGARDAGUR Fátt hefur verið meira rætt á Íslandi að undanförnu en tvö mansalsmál sem komið hafa upp nýlega. Fyrsta ákæran í slíku máli var þingfest nýlega og til rann- sóknar er mál sem verður umfangsmeira með hverj- um deginum. Málin tvö hafa dregið athygli að alþjóðlegu vandamáli sem Íslendingar hafa löngum gefið takmark- aðan gaum. Utanríkisráðuneytið í samvinnu við dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytið stóð fyrir opnum fundi um hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali í gær. Gestur fundarins var Ruth Pojman, varamansals- fulltrúi Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE), sem gerði grein fyrir starfi stofnun- arinnar. Áhersla fundarins var þó ekki síður staða mála hérlendis; til hvaða aðgerða hefur verið gripið og hvað er fram undan. Í byrjun erindis síns vék Ruth að þeirri staðreynd að mansal er skipulögð glæpastarfsemi sem virðir engin landamæri. Hún bætti við að „engin takmörk virð- ast vera fyrir hugkvæmni glæpa- mannanna“ í að finna nýjar leið- ir til að misnota fólk í gróðaskyni. Þess vegna sé svo flókið og tíma- frekt að rannsaka þessa glæpi. Íslendingar á réttri leið Aðgerðaáætlun Íslands gegn man- sali var hleypt af stokkunum í mars síðastliðnum og sérfræði- teymi um mansalsmál hefur tekið til starfa á vegum forsætisráðu- neytisins. Ruth hrósaði áætluninni og taldi íslensk stjórnvöld vel á veg komin á tiltölulega stuttum tíma. Í því sambandi sagði hún það senda skýr skilaboð að starfsemi nektar- staða hefði verið bönnuð. Ruth kom inn á hlutverk fjöl- miðla í erindi sínu. Hún sagði að á sama tíma og fjölmiðlar séu ómiss- andi hlekkur í baráttunni gegn mansali þá geti tilvist þeirra ýtt undir þessa glæpi beint og óbeint. Tók hún dæmi af því að fréttamiðl- ar í Evrópu hafa gífurlegar tekjur af auglýsingum sem tengjast kyn- lífsiðnaðinum, sem er svo nátengd- ur mansali. Fámennið dugar ekki til Margir gætu ályktað að Íslending- ar séu svo fámenn þjóð að man- sal ætti ekki að vera vandamál hér. Önnur smáríki í Evrópu hafa hingað til ekki leitað til ÖSE og því liggur beint við að spyrja: Af hverju Ísland? „Það var að frumkvæði íslenskra stjórnvalda að við heimsækjum Ísland. Við erum hér til að gefa góð ráð, eins og okkur er frekast unnt.“ Ruth telur stöðu Íslendinga til að uppræta vandamál eins og mansal betri en milljónaþjóðanna. „Mansal er gífurlegt vandamál í Bandaríkj- unum, svo dæmi sé tekið, en þrátt fyrir það er almenningur ómeðvit- aður um við hvað er að eiga. Þið hafið tækifæri til að mennta lög- reglu, starfsmenn í félags- og heil- brigðisþjónustu eins og einn mann, svo ekki sé talað um menntakerf- ið. Í því liggur styrkur ykkar. Hins vegar má segja að mannlegt eðli sé alls staðar eins. Ísland er ríkt land og mun þess vegna hafa aðdráttar- afl fyrir þá sem selja eiturlyf eða fólk.“ Ruth bendir jafnframt á að laun á Íslandi séu það há að straumur erlends vinnuafls verði áfram til landsins sem er tilbúið að vinna fyrir mun minna, og við mun verri skilyrði en Íslendingar. Hugarfarsbreyting Ruth segir að menning vestrænna ríkja hafi þróast með þeim hætti að litið sé á kynlífsiðnaðinn sem eðlilegan hlut. Ekki megi gera lítið úr þýðingu þessa. „Mansal í tengslum við kynlífsiðnaðinn er staðreynd og því er það mikilvægt að fræða ungt fólk ef það á að tak- ast að snúa þessu við. Breytingar verða oft án fyrirvara og alls stað- ar eru þeir sem eru fljótir til að notfæra sér neyð annarra, en sem betur fer eru aðrir sem vilja berj- ast á móti.“ Hrunið Ruth telur að hrunið á Íslandi hafi þýðingu í umræðunni um mansal hér á landi. „Sú staða er komin upp að fólk óttast fátt meira en að missa vinnuna. Margir vinna fyrir minna en samt lengri vinnu- dag. Vinnumarkaðurinn er ekki sanngjarn má segja og það hvet- ur til mansals. Mansal snýst um misnotkun, hvort sem það er inn- anlands eða á milli landa. Man- sal snýst um vald til að misnota aðstæður á kostnað annarra.“ „Ég held að á endanum snú- ist þetta um samfélagið, mennt- un og síðast en ekki síst fjölskyld- una“, segir Ruth. „Það eru þessar grunnstoðir sem skipta mestu og lítið samfélag á í þeim skilningi meiri sóknarfæri. Þið hafið tæki- færi til að veita hvert öðru meiri stuðning en gerist víða annars staðar. Eins skiptir miklu máli að stjórnvöld séu góð fyrirmynd og að almenningur trúi að vald sé ekki misnotað.“ Ísland er ríkt land og mun þess vegna hafa aðdrátt- arafl fyrir þá sem selja eiturlyf eða fólk. Af þrælahaldi nútímans Samtökin The Global Alliance against trafficking in women hafa skilgreint mansal á eftirfarandi hátt: Mansal felur í sér allar tilraunir eða aðgerðir sem fela í sér að þvinga fólk í vinnu, flytja fólkið innan lands eða yfir landamæri. Að kaupa eða selja fólk, flytja, taka á móti eða hýsa einhvern sem notar blekkingar, kúgun eða ofbeldi í þeim tilgangi að koma einstaklingi fyrir eða halda gegn vilja, gegn gjaldi eður ei, í kúgandi aðstæðum með ofbeldi eða hótunum, eða í eins konar þrælabúðum, í öðru samfélagi en manneskjan bjó í þegar hún var blekkt, kúguð eða þvinguð til að flytja í nýtt umhverfi. SKILGREINING Á MANSALI FRÉTTASKÝRING: Mansal RUTH POJMAN Varamansalsfulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Hún telur aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda innihalda þá þætti sem nauðsynlegir eru. Hins vegar væri mikilvægast af öllu að framfylgja henni af fullum þunga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ VÖLVA Völva er framsækið samrunaverk sem byggir á Völuspá, endurortri af Þórarni Eldjárn. Pálína Jónsdóttir og Walid Breidi eru höfundar. Tónlist er eftir Skúla Sverrisson. SINDRI SILFURFISKUR Nýtt ævintýri eftir Áslaugu Jónsdóttur fyrir yngstu börnin um heillandi sjávarverur. Sýningar alla laugardaga og sunnudaga. Frumsýning í Kúlunni í kvöld Magnað verk um hugleysi og græðgi - fullt af eldfimum húmor eftir Max Frisch Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is Spennandi sýningar í Kassanum og Kúlunni „Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir ... eru gamanleikarar af Guðs náð og hér fara þau á kostum.“ Ingibjörg Þórisdóttir, Mbl. 19. okt. „Spennandi, skemmtileg og athyglisverð sýning.“ Elísabet Brekkan, Fbl. 23. okt. 1. Fullgilding alþjóðasáttmála og aðlögun íslenskrar löggjafar. Markmið: Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi frá 2000 og bókunin við hann um mansal, samningur Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali frá 2005 og samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneyt- ingu og kynferðislegri misnotkun frá 2007 verði fullgiltir. 2. Sérfræði- og samhæfingar- teymi og yfirumsjón mansalsmála. Markmið: Innlent samstarf gegn mansali verði samhæft og formlegri yfirumsjón með málaflokknum komið á fót. 3. Fræðsla fagstétta og opinberra starfsmanna. Markmið: Viðeigandi fagstéttir og starfsfólk stjórnvalda fái fræðslu um mansal, einkenni þess, greiningar- aðferðir og aðstoð við fórnarlömb. 4. Vernd fórnarlamba og aðstoð. Markmið: Þolendum mansals verði veitt nauðsynleg heilbrigðis- þjónusta, viðeigandi stuðningur og vernd sem og aðstoð til að tryggja örugga endurkomu til heimalands. 5. Viðbúnaður lögreglu og rann- sókn ætlaðra mansalsmála. Markmið: Gerendur í mansals- málum verði sóttir til saka. 6. Aðgerðir gegn eftirspurn á vændis- og klámmarkaði. 7. Alþjóðlegt samstarf. Markmið: Íslensk stjórnvöld vinni markvisst að því á alþjóðavettvangi að koma í veg fyrir að fórnarlömb ánetjist manseljendum. AÐGERÐAÁÆTLUN GEGN MANSALI FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.