Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 12
12 31. október 2009 LAUGARDAGUR RIO DE JANEIRO, AP Í fátækrahverf- um Rio de Janeiro í Brasilíu ráða stórtækir eiturlyfjabarónar lögum og lofum. Þeir kalla sig nöfnum á borð við ‚Scooby‘ og ‚Big Baby‘, eru búnir bestu vopnum sem völ er á, sæta ásökunum um að pynta lög- reglumenn og tókst fyrir viku að skjóta niður lögregluþyrlu. Átökin sem blossuðu upp í kjöl- far þess að þyrlunni var grand- að hafa vakið heimsathygli. Yfir fjörutíu liggja í valnum eftir stríð herlögreglu við glæpagengin og spurningar hafa vaknað um það hvort borgin er nægilega örugg til að hýsa heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 2014, sem fram fer í Rio og víðar í Brasilíu, og sumaról- ympíuleikana 2016. Undirbúningur fyrir báðar íþróttahátíðirnar er nú í fullum gangi. Rio de Janeiro er ekki stríðshrjáð borg í þriðja heiminum. Hún er þvert á móti gríðarvinsæll áfanga- staður ferðamanna og einkum þekkt fyrir glæsilegar baðstrend- ur, fjörugt næturlíf og miklar kjöt- kveðjuhátíðir. Það er því von að óöldin þar veki sérstakt umtal. Átökin hófust þegar um 150 liðs- menn Rauða valdsins, glæpageng- is úr norðurhluta borgarinnar, réð- ust til atlögu við keppinauta sína í fátækrahverfinu á Apahæð á laug- ardaginn var. Lögregla brást við eins og alltaf þegar slíkt kemur upp og sendi þyrlur á staðinn. Í fyrsta sinn var ein þessara þyrlna hins vegar skotin niður og þrír lögreglumenn létust. Þetta hleypti vitaskuld öllu í bál og brand. Lögregla vígbjóst og sendi 2.000 liðsmenn sína gráa fyrir járnum inn í tugi af þúsund fátækrahverf- um borgarinnar í leit að sökudólg- unum. Síðan hafa fjórir tugir látið lífið. Lögregla hefur heitið því að taka harðar á glæpamönnunum í borginni en nokkru sinni fyrr nú þegar þessir tveir stórviðburðir standa fyrir dyrum og borgaryfir- völd fullyrða að búið verði að taka á þessum vanda áður en að þeim kemur. Íbúar fátækrahverfanna – meðal annars leigubílstjórar, kaupsýslu- menn, húsmæður, rakarar og lög- reglumenn – segja yfirvöld hins vegar heyja vonlausa baráttu. Ómögulegt sé að sigrast á glæpa- gengjum fátækrahverfanna. Þeir vísa meðal annars í niðurstöður nýlegrar rannsóknar, sem sýnir að glæpamenn Brasilíu búa yfir þrefalt meira magni af vopnum en gjörvöll lögregla landsins. Árið 2008 voru 5.717 myrtir í fylkinu Rio, þar af langflestir í höf- uðborg þess Rio de Janeiro. Til sam- anburðar má nefna að í Vancouver, sem hýsir vetrarólympíuleikana á næsta ári, voru framin samtals 58 morð í fyrra. stigur@frettabladid.is Skipuleggja íþróttaveislur í skugga óaldar Ofbeldisalda sem nýlega reið yfir Rio de Janeiro hef- ur vakið upp spurningar um hvort borgin sé heppi- legur vettvangur fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2014 og Ólympíuleikana árið 2016. ÓHUGNAÐUR FYRIR ALLRA AUGUM Kona heldur á ungu barni sínu fram hjá einu af fórnarlömbum óaldarinnar, sem skilið hefur verið eftir í innkaupakerru í einu af fátækrahverfum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ / AP OFBELDINU MÓTMÆLT Óháðu samtökin Rio da Paz (Friðsöm Rio) stóðu fyrir mótmælum á hinni víðfrægu Copacabana-strönd þar sem ofbeldinu í borginni var mótmælt. NORDICPHOTOS / AFP KÚLNAHRÍÐ Sérsveitarmenn herlögreglunnar í Brasilíu sjást hér í skotbardaga við þungvopnaða liðsmenn glæpagengis í miðri Rio-borg. Yfir fjörutíu hafa látist í átökunum. NORDICPHOTOS / AFP Aukatónleikar Í S L E N S K A Ó P E R A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.