Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 12
12 31. október 2009 LAUGARDAGUR
RIO DE JANEIRO, AP Í fátækrahverf-
um Rio de Janeiro í Brasilíu ráða
stórtækir eiturlyfjabarónar lögum
og lofum. Þeir kalla sig nöfnum á
borð við ‚Scooby‘ og ‚Big Baby‘, eru
búnir bestu vopnum sem völ er á,
sæta ásökunum um að pynta lög-
reglumenn og tókst fyrir viku að
skjóta niður lögregluþyrlu.
Átökin sem blossuðu upp í kjöl-
far þess að þyrlunni var grand-
að hafa vakið heimsathygli. Yfir
fjörutíu liggja í valnum eftir stríð
herlögreglu við glæpagengin og
spurningar hafa vaknað um það
hvort borgin er nægilega örugg til
að hýsa heimsmeistarakeppnina í
knattspyrnu 2014, sem fram fer í
Rio og víðar í Brasilíu, og sumaról-
ympíuleikana 2016. Undirbúningur
fyrir báðar íþróttahátíðirnar er nú
í fullum gangi.
Rio de Janeiro er ekki stríðshrjáð
borg í þriðja heiminum. Hún er
þvert á móti gríðarvinsæll áfanga-
staður ferðamanna og einkum
þekkt fyrir glæsilegar baðstrend-
ur, fjörugt næturlíf og miklar kjöt-
kveðjuhátíðir. Það er því von að
óöldin þar veki sérstakt umtal.
Átökin hófust þegar um 150 liðs-
menn Rauða valdsins, glæpageng-
is úr norðurhluta borgarinnar, réð-
ust til atlögu við keppinauta sína í
fátækrahverfinu á Apahæð á laug-
ardaginn var. Lögregla brást við
eins og alltaf þegar slíkt kemur
upp og sendi þyrlur á staðinn. Í
fyrsta sinn var ein þessara þyrlna
hins vegar skotin niður og þrír
lögreglumenn létust. Þetta hleypti
vitaskuld öllu í bál og brand.
Lögregla vígbjóst og sendi 2.000
liðsmenn sína gráa fyrir járnum
inn í tugi af þúsund fátækrahverf-
um borgarinnar í leit að sökudólg-
unum. Síðan hafa fjórir tugir látið
lífið. Lögregla hefur heitið því að
taka harðar á glæpamönnunum í
borginni en nokkru sinni fyrr nú
þegar þessir tveir stórviðburðir
standa fyrir dyrum og borgaryfir-
völd fullyrða að búið verði að taka
á þessum vanda áður en að þeim
kemur.
Íbúar fátækrahverfanna – meðal
annars leigubílstjórar, kaupsýslu-
menn, húsmæður, rakarar og lög-
reglumenn – segja yfirvöld hins
vegar heyja vonlausa baráttu.
Ómögulegt sé að sigrast á glæpa-
gengjum fátækrahverfanna. Þeir
vísa meðal annars í niðurstöður
nýlegrar rannsóknar, sem sýnir
að glæpamenn Brasilíu búa yfir
þrefalt meira magni af vopnum en
gjörvöll lögregla landsins.
Árið 2008 voru 5.717 myrtir í
fylkinu Rio, þar af langflestir í höf-
uðborg þess Rio de Janeiro. Til sam-
anburðar má nefna að í Vancouver,
sem hýsir vetrarólympíuleikana á
næsta ári, voru framin samtals 58
morð í fyrra. stigur@frettabladid.is
Skipuleggja
íþróttaveislur í
skugga óaldar
Ofbeldisalda sem nýlega reið yfir Rio de Janeiro hef-
ur vakið upp spurningar um hvort borgin sé heppi-
legur vettvangur fyrir heimsmeistarakeppnina í
knattspyrnu árið 2014 og Ólympíuleikana árið 2016.
ÓHUGNAÐUR FYRIR ALLRA AUGUM Kona heldur á ungu barni sínu fram hjá einu af fórnarlömbum óaldarinnar, sem skilið hefur
verið eftir í innkaupakerru í einu af fátækrahverfum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ / AP
OFBELDINU MÓTMÆLT Óháðu samtökin Rio da Paz (Friðsöm Rio) stóðu fyrir
mótmælum á hinni víðfrægu Copacabana-strönd þar sem ofbeldinu í borginni var
mótmælt. NORDICPHOTOS / AFP
KÚLNAHRÍÐ Sérsveitarmenn herlögreglunnar í Brasilíu sjást hér í skotbardaga við þungvopnaða liðsmenn glæpagengis í miðri
Rio-borg. Yfir fjörutíu hafa látist í átökunum. NORDICPHOTOS / AFP
Aukatónleikar Í S L E N S K A Ó P E R A N