Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 16
16 31. október 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ú ti í miðju Atlantshafi, nokkurn veginn miðja vegu milli Skotlands og hins umdeilda klettdrangs Rock- all, er St. Kildu-eyjaklasinn. Vestust þessara smá- eyja, sem Karl Einarsson Dunganon skipaði sig her- toga yfir af kunnu lítillæti, er Soyay. Fræðimenn telja að nafn hennar sé afbökun af gamla norræna heitinu „Sauða-ey“. Sauðaeyjan ber nafn með rentu. Þrátt fyrir að vera aðeins um ferkílómetri að flatarmáli og gnæfa tæpa fjögur hundruð metra upp í loftið var hún um aldir eða árþúsund heimkynni sérstæðs kindastofns sem gekk þar villtur. Álitið er að stofninn sé jafngamall elstu mannabyggð á St. Kildu eða fjögur þúsund ára. Steinaldarkyn þetta er enda í miklum metum hjá sauð- fjárræktendum og náttúruvísindamönnum. Saga villifjárins á Soyay ætti að vera okkur holl áminning um hversu harðger skepna sauðkindin er. Húsdýr okkar mannanna eru jú afkom- endur skepna sem lifðu frjálsar í náttúrunni. Svo virðist sem þessi einföldu sannindi hafi gleymst í tengsl- um við kindasmölunina miklu í Tálknafirði fyrr í vikunni. Þar höfðu vaskir embættismenn forgöngu um að fanga villikindur á fjallinu Tálkna, sem sagt er að hafi hafst þar við í hálfa öld. Aðgerðir þessar eru réttlættar með mannúðarrökum, þar sem vist dýranna á fjallinu er sögð svo ill að betra sé að slátra þeim snarlega. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessa ákvörðun og biðja fénu griða. Málflutningur þeirra er misgóður. Þannig ber tals- vert á fullyrðingum um að á fjallinu hafi þróast einstæður fjárstofn sem búi yfir sérstökum eiginleikum. Það er hreinasta firra. Nýir stofnar með óvenjulega erfðaeiginleika verða ekki til á fáeinum áratugum og kindurnar í Tálknafirði verða seint heillandi sýnidæmi um darwinískt náttúruval. En á sama hátt og sum rök þeirra sem vilja láta kindurnar óáreittar eru veik er erfitt að sjá rökin fyrir útrýmingu þeirra. Fátt bendir til að sauðfjárveikivarnir kalli á að skjáturnar séu fjarlægðar. Og þótt ljóst megi vera að rollur á Tálkna búi við kröpp kjör að vetrarlagi mætti segja sömu sögu um hreindýr á heiðum Austurlands. Varla teldist það brýnt dýraverndunarmál að útrýma hreindýrum í landinu eða gera þau að húsdýrum? Svo virðist sem rótin að kindadrápunum fyrir vestan sé ofur- trú á einkaeignarréttinum yfir náttúrunni. Á síðustu árum og áratugum hefur okkur orðið sífellt tamara að líta svo á að nátt- úran, í öllum sínum myndum, verði að teljast skilgreind eign einhvers. Þar skiptir ekki máli hvort um er að ræða landskika, rennandi vatn, hitauppsprettur eða kvik dýr. Land án þinglýsts eiganda eða fé án hirðis er því frávik: vandamál sem ber að uppræta. Að mörgu leyti er þessi heimssýn til marks um firringu. Drottnunartilburðir mannsins yfir náttúrunni taka á sig þá mynd að hann reynir að vernda náttúruna fyrir sjálfri sér. Slík mannúð er hins vegar byggð á misskilningi. Rollurnar á Tálkna hefðu alveg mátt fá að þrauka í friði – þótt þær séu bara sauð- svartar og nauðaómerkilegar almúgakindur. Dýradráp í mannúðarskyni: Fé án hirðis STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR Pólitískt uppgjör í kosning-um varð ekki umflúið eftir gjaldmiðils- og bankahrun-ið. Það er hins vegar rétt sem Geir Haarde, þáverandi for- sætisráðherra, benti á að þau pólit- ísku átök sem eðlilega fylgja slíku uppgjöri myndu seinka endurreisn- inni og dýpka kreppuna. Fyrsta endurskoðun á þeirri efnahagsáætlun sem ríkis- stjórn Geirs Haarde samdi með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum átti að fara fram í febrúar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ákvað að fylgja þessum grundvelli sem fyrri ríkisstjórn lagði. Henni tókst hins vegar ekki að ljúka fyrsta áfanga fyrr en nú. Ástæðan er fyrst og fremst pólit- ískt sundurlyndi. Afleiðingin snýr beint að fólkinu. Lífskjarabati þess dregst einfaldlega á langinn. Fróðlegt er að meta mismunandi viðbrögð forystumanna í stjórn- málum þegar þessum áfanga er loks náð svo löngu á eftir áætlun. Forsæt- isráðherra telur að björninn sé unninn. Þó að þetta sé skref í rétta átt er fögn- uður forsætis- ráðherra yfir- drifnari en efni standa til. Fjármálaráðherra hefur ekki barið sér á brjóst að sama skapi. Hver er skýringin á því? Sennileg- asta ástæðan er sú að hann veit að aðeins hluti af þingflokki hans styð- ur í raun þann grundvöll efnahags- stefnunnar sem felst í samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta þýðir að fjármálaráðherra hefur ærna ástæðu til að óttast að hann hafi ekki nógu sterkt bak- land til að geta staðið við þau fyr- irheit sem hann gaf Alþjóðagjald- eyrissjóðnum í bréfi frá því fyrr í þessum mánuði. Þar voru ársgömul loforð Sjálfstæðisflokksins í ríkis- fjármálum og peningamálum ítrek- uð og farið var fram á að lengja samstarfstímabilið. Hættan á því að endurreisnar- áætlunin dragist enn frekar á langinn felst einmitt í þessari hugmyndafræðilegu spennu innan stjórnarflokkanna. Að því leyti eiga efasemdir forystu stjórnar- andstöðunnar um áframhaldandi framkvæmd áætlunarinnar við rök að styðjast. Áherslur stjórnarandstöðuflokk- anna eru hins vegar ólíkar. Sjálf- stæðisflokkurinn virðist hafa svipuð viðhorf til samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Sam- fylkingin. Framsóknarflokkur- inn sýnist hins vegar standa nær vinstri armi VG af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Á eftir áætlun Hatrammar deilur standa nú um nokkurra vikna gamlan stöðugleikasátt-mála. Skýringin er sú sama og lýtur að seinkun á AGS- áætluninni. Eftir að vinstri armur VG lét undan síga við lausn á Icesa- ve-málinu verður flokksforystan að taka meira tillit til kröfugerðar frá þeirri hlið um skatta sem hamla atvinnuuppbyggingu og um hindr- anir gegn erlendri fjárfestingu í orkufrekum iðnaði. Fjármálaráðherrann, þingflokks- formaður VG og helsti talsmaður vinstri arms Samfylkingarinnar utan þings hafa allir gengið í skrokk á forseta ASÍ. Kjarninn í gagnrýni þeirra er sá að það sé pólitískt rétt- trúnaðarbrot af verkalýðsforingjum að eiga samstarf við stéttaóvininn. Hér læðist fram hugmyndafræði sem flestir töldu að liðið hefði undir lok fyrir áratugum. Sannleikurinn er sá að samvinna aðila vinnumarkaðarins hefur verið mikilvægasta stöðugleikakjölfest- an í þjóðarbúskapnum. Þekktastir eru þjóðarsáttarsamningarnir frá 1990. Slíkt samstarf byggir á mála- miðlunum. Nú sýnist hitt vera talið mikil- vægara að keyra stjórnarsamstarfið lengra til vinstri. Forystumennirnir virðast líta svo á að því verði ekki haldið saman með öðru móti. Stöð- ugleikasáttmálinn var í eðli sínu málamiðlun á miðjunni. Hún veldur greinilega of mikilli innri spennu í stjórnarsamstarfinu. Þar skilur á milli stöðunnar nú og 1990. Samtök atvinnulífsins sýndu afar ábyrga afstöðu með því að segja ekki upp kjarasamningum þó að málefnagrundvöllur sáttmálans væri í uppnámi. Þeir forystumenn stjórnarflokkanna sem ráðist hafa á forseta ASÍ fyrir stéttasamvinnu telja augljóslega að þetta skapi rík- isstjórninni svigrúm til að hafna þeim pólitísku miðjulausnum sem stöðugleikasáttmálinn gerir ráð fyrir. Það kann að reynast hættu- legt fyrir endurreisnina. Stéttastríðshugmyndafræði Kjarni málsins er sá að það er ekki nægjanlega breið pólitísk samstaða á Alþingi til þess að lík- legt sé að endurreisn efnahagslífs- ins takist á þeim tíma sem að var stefnt. Sú framlenging sem rík- isstjórnin fór fram á við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn gæti hæglega verið upphaf að enn frekara und- anhaldi. Mikilvægt er að finna leiðir til að koma í veg fyrir það undanhald. Það getur að vísu svalað þorsta víg- fimra stjórnmálamanna að dýpka gjána á milli manna. Það mettar hins vegar ekki hungur fólksins í landinu eftir festu og breiðri sam- stöðu um framgang mála. VG er að færa ríkisstjórnarsam- starfið lengra til vinstri en leit út fyrir í byrjun þess. Samfylkingin fylgir fast á eftir. Sú hreyfing Sam- fylkingarinnar opnar að vísu svig- rúm fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn á miðjunni. Hvort og þá hvernig þeir flokkar hyggjast nýta sér það svigrúm á eftir að koma í ljós. Á meðan skilin í pólitíkinni á Alþingi skerpast með þessum hætti bendir þjóðmálaumræðan fremur til þess að fólkið í landinu vilji sjá breiðari samstöðu á miðju stjórn- málanna. Að óbreyttum valdahlut- föllum verður núverandi staða ekki færð til eða brotin upp nema for- sætisráðherra hafi hug á því. Fátt bendir til að svo sé. Stjórnin til vinstri en þjóðin á miðjunni ÞORSTEINN PÁLSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.