Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 17
Við færum höfuðstól erlendra bílalána
og bílasamninga niður um 23% að meðaltali
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 4000
Þú getur lækkað
höfuðstólinn
á bílaláninu
fj armognun@islandsbanki.is
/fj armognun
4
Nú geta viðskiptavinir Íslandsbanka gert skil-
mála breytingu á bílalánum og bílasamn ingum
sem lækkar höfuðstól og getur létt greiðslubyrði.
Hvað er Höfuðstólslækkun?
Höfuðstóll erlendra bílalána og bílasamninga er
lækkaður m.v. ákveðið gengi. Láninu er svo breytt í
íslenskar krónur með breytilega óverðtryggða vexti.
Hve mikil er lækkunin?
Miðað við gengi 20. október 2009 er lækkun
erlendra lána að meðaltali um 23%. Lækkun höfuð-
stólsins er breytileg eft ir myntum. Höfuðstóll
verðtryggðra lána lækkar u.þ.b. um 5%, miðað
við eft irstöðvar í október 2009.
Hvernig breytist greiðslubyrðin?
Greiðslubyrðin getur hækkað þar sem lánið verður
í íslenskum krónum með breytilega óverðtryggða
vexti. Til þess að lækka greiðslubyrðina má lengja
lánstímann um ¾ af þeim tíma sem eft ir er en þó
aldrei meira en 36 mánuði.
Hve lengi er hægt að sækja um Höfuðstólslækkun?
Frá 2. nóvember til og með 18. desember 2009.
Hverjir geta nýtt sér Höfuðstólslækkun?
Þeir einstaklingar sem tóku erlent/verðtryggt
bílalán eða bílasamning fyrir 15. október 2008
og eru með lánið í skilum.
Hver verða vaxtakjör eft ir Höfuðstólslækkun?
Vextir skv. gjaldskrá Íslandsbanka Fjármögnunar eru
nú 13,1%. Veittur verður afsláttur af þeim fyrsta árið,
sem nemur 2,6 prósentustigum. Miðað við óbreytt
vaxtastig þá verða vextir 10,5% fyrsta árið.
Dæmi um Höfuðstólslækkun
Á myndum A og B er sýnt raunverulegt dæmi um
bílasamning sem gerður var um mitt ár 2007 til 84
mánaða. Upprunaleg myntsamsetning var 50% JPY
og 50% CHF. Eft ir eru 65 mánaðarlegar greiðslur
sem yrðu 101 með hámarkslengingu lánstímans.
Hentar þessi lausn öllum?
Nei, hver og einn þarf að vega og meta kosti og
ókosti þess að breyta láni sínu. Þessi lausn hentar
sumum betur en öðrum og hugsanlega henta aðrar
lausnir betur, t.d. greiðslujöfnun ríkisins.
Skoðaðu lánið þitt
Á heimasíðu okkar er að fi nna nánari upplýsingar
og ítarlegri svör við spurningum sem gætu vaknað.
Frá og með mánudeginum 2. nóvember getur þú,
með innskráningu kennitölu og lykil orðs, skoðað
hvernig lánið þitt myndi breytast við ólíkar leiðir.
Þar getur þú einnig sótt um breyt ingar á láninu þínu.
Lykil orðið þitt verður sent í netbankann þinn.
Kynntu þér málið á islandsbanki.is/fj armognun eða
hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400
Höfuðstólslækkun
Greiðslubyrði
5.699.000
4.292.000
Fyrsta greiðsla
Fyrsta greiðsla
Greiðslubyrði nú
Með lækkun
höfuðstóls án
lengingar
Án lækkunar
Með lækkun
höfuðstóls
og hámarks
lengingu
Höfuðstóll 29.10.2009
Lækkaður höfuðstóll
83.560
61.325
91.200