Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 18
18 31. október 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar
um Alþingi
Íslenskt samfélag stendur á margan hátt á tímamótum.
Hrun fjármálakerfisins hér
á landi og ein dýpsta kreppa í
íslensku efnahagslífi á síðari
tímum leiðir ekki aðeins hug-
ann að þeirri óráðsíu sem virðist
hafa einkennt rekstur bankanna
og margra fyrirtækja sem flugu
hátt á veikburða útrásarvængjum heldur einnig
að stjórnkerfinu í heild og þeim gildum sem það er
reist á. Hrunið hefur enda leitt til mjög mikillar
samfélagsumræðu um lýðræði og ríkisvald þar sem
hlutverk Alþingis og tengsl þess við framkvæmdar-
valdið hefur oft borið á góma.
Lýðræðislegur grundvöllur stjórnsýslunnar
Hér á landi liggur uppspretta opinbers valds hjá
þjóðinni. Hún velur sér fulltrúa til setu á Alþingi,
ekki aðeins til að ákveða hvaða lög eigi að gilda í
landinu og hvernig fjármunum ríkisins skuli ráð-
stafað, heldur ræður afstaða þingmanna einnig
skipun ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar, æðstu hand-
hafar framkvæmdarvalds, verða að hafa traust
meirihluta þingmanna og bera ábyrgð á embættis-
athöfnum sínum gagnvart Alþingi og á þennan hátt
fær starfsemi framkvæmdarvaldsins lýðræðislegan
grundvöll til að starfa á. Þetta eru allt atriði sem ég
tel að standa beri vörð um í okkar stjórnskipun.
Ákveðnar skyldur fylgja aftur á móti þessari
stöðu Alþingis. Það er hlutverk þess að fylgjast
með því að starfsemi ríkisstjórnar og stjórnsýsl-
unnar í heild samrýmist þeim áherslum sem þingið
vill að stjórnvöld hafi að leiðarljósi. Á hinn bóginn
verður ekki fram hjá því litið að mikil áhersla á
myndun meirihlutastjórna hér á landi og flokks-
hollusta þingmanna getur hamlað því að þingið
haldi uppi virku eftirliti með ríkisstjórninni. Því
er mikilvægt að Alþingi sé vakandi og hugi stöðugt
að því hvernig rækja megi þetta lýðræðislega hlut-
verk sitt.
Reglur um þingeftirlit – ábendingar um úrbætur
Til að varpa skýrara ljósi á eftirlitshlutverk þings-
ins ákvað forsætisnefnd á síðasta ári að frum-
kvæði forvera míns, Sturlu Böðvarssonar, að fela
vinnuhópi undir forystu Bryndísar Hlöðversdótt-
ur, aðstoðarrektors og forseta lagadeildar Háskól-
ans á Bifröst, að fara yfir lagareglur sem fjalla um
þing eftirlit, bera þær saman við reglur í nágranna-
ríkjunum og koma með ábendingar um úrbætur.
Umboð vinnuhópsins var víðtækt og átti hann
að skila forsætisnefnd skýrslu að ári liðnu. Þessi
skýrsla liggur núna fyrir og hafa niðurstöður vinnu-
hópsins verið kynntar fyrir forsætisnefnd. Skýrslan
er jafnframt birt á vef Alþingis og þannig aðgengi-
leg almenningi.
Í skýrslunni er bent á fjölmörg atriði sem hægt er
að bæta og ýmsar hugmyndir reifaðar. Sum atriðin
fela í sér tæknilegar lagfæringar en önnur miða að
róttækari endurskipulagningu á starfsemi þings-
ins. Athygli vekur t.d. hversu ófullkomnar reglur
um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra eru
hér á landi í samanburði við nágrannaríkin. Úr því
verður að bæta enda afar mikilvægt að tryggt sé að
ávallt séu lagðar réttar og nægilega greinargóðar
upplýsingar fyrir Alþingi til að það geti gegnt lýð-
ræðislegu hlutverki sínu.
Þá er vert að vekja athygli á þremur atriðum sem
koma fram í skýrslunni sem eiga að geta leitt til
virkara eftirlits af hálfu þingsins þrátt fyrir ríka
hefð fyrir meirihlutastjórnum og flokkshollustu
þingmanna.
Skýrari línur
Í fyrsta lagi kemur fram í skýrslunni að hér vant-
ar skýrari verkferla fyrir athugun mála þar sem
upp koma álitamál um ákvarðanir ráðherra og
vinnubrögð í stjórnsýslunni. Samkvæmt núgild-
andi reglum er óskýrt hver á að hafa frumkvæði í
málum af þessu tagi og hvernig þau eru meðhöndl-
uð innan þingsins. Af þessum sökum á þingið erfitt
með að komast að sameiginlegri niðurstöðu í slík-
um málum sem er í raun óviðunandi fyrir alla aðila.
Annars staðar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu
hefur meiri rækt verið lögð við þessi atriði og ljós-
ara hvernig þingin standa að athugun á störfum
ráðherra og stjórnsýslunnar. Mikilvægt er að skoða
reynslu þeirra á þessu sviði.
Auka þarf rétt minni hlutans
Í öðru lagi er í skýrslunni bent á að auka megi
möguleika stjórnarandstöðunnar til að hefja athug-
un mála og kalla eftir upplýsingum sérstaklega
innan þingnefnda, enda fellur það almennt í hlut
stjórnarandstöðunnar að halda uppi virku eftir-
liti og veita ríkisstjórninni aðhald. Aukin réttindi
minni hlutans hljóta að vera sérstaklega mikilvæg
hér á landi þar sem hefðin kennir okkur að leið-
togar stjórnmálaflokkanna leggja allt í sölurnar til
að mynda sem öflugasta meirihlutastjórn. Þá hafa
reglur víða í nágrannaríkjunum verið tekin til end-
urskoðunar með það að markmiði að tryggja betur
réttindi stjórnarandstöðunnar og Evrópuráðið sam-
þykkt tilmæli til aðildarríkjanna í þá veru.
Gula spjaldið
Í þriðja lagi er bent á að beita megi mildari úrræð-
um en vantrausti eða ákæru til að koma á fram-
færi athugasemdum eða gagnrýni þingsins á
vinnubrögð í stjórnsýslunni, með öðrum orðum að
hægt sé að grípa til gula spjaldsins í stað þess að
þingmeirihlutinn geti aðeins veifað því rauða. Ef
stjórnar þingmenn telja vinnubrögð sem ráðherra
ber ábyrgð á ámælisverð er líklegra að þeir geti
stutt slíka tillögu fremur en að lýsa yfir vantrausti
á ráðherrann. Eins og bent er á í skýrslunni er þó
ekki þörf á því að gera breytingar á reglum til að
fylgja þessari ábendingu eftir, einstakir þingmenn
og þingnefndir geta lagt fram þingsályktunartillög-
ur þar sem viðhorf þingsins til málefna stjórnsýsl-
unnar koma fram. Pólitískar hefðir og núgildandi
regluumhverfi ýta þó ekki undir það.
Eftirlitshlutverk Alþingis verður að styrkja
Hér á landi er of algengt að álitamál um vinnu-
brögð ráðherra og annarra stjórnvaldshafa, t.d. um
embættaveitingar, endi með pólitískum ásökunum í
þingsal án sanngjarnrar athugunar og yfirvegaðr-
ar umræðu. Stjórnarmeirihlutinn stendur þá jafn-
an með ríkisstjórninni og efnisleg niðurstaða fæst
ekki í málið. Með því að leggja við hlustir og huga
nánar að þeim atriðum sem hér hafa verið gerð að
umtalsefni má ef til vill færa umræðuna upp úr
farvegi flokkspólitískra átakastjórnmála af þessu
tagi.
Til að mæta sívaxandi kröfu um lýðræðisleg og
málefnaleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum er
mikilvægt að áfram verði unnið með þær ábending-
ar og tillögur sem koma fram í skýrslu vinnuhóps-
ins. Hefur forsætisnefnd þegar samþykkt að bregð-
ast við ábendingum vinnuhópsins með jákvæðum
hætti og er vinna þegar hafin við undirbúning að
breytingum á löggjöf sem miða að því að styrkja
eftirlitshlutverk Alþingis.
Hér er mikilvægt mál á ferðinni sem hefur sér-
staka skírskotun til okkar nú. Bæta þarf lagaramm-
ann um eftirlit Alþingis með störfum ráðherra og
stjórnsýslunnar og styrkja þannig lýðræðislegan
grundvöll stjórnskipunarinnar.
Höfundur er forseti Alþingis.
Eftirlitshlutverk Alþingis
UMRÆÐAN
Sigurður Magnússon
skrifar um sveitar-
stjórnamál
Mörg sveitarfélög búa við fjárhagsvanda
eftir efnahagshrunið sem
má rekja til mistaka við
einkavæðingu bankanna
og eftirlitsleysi með fjár-
málastarfi. Eignir sveit-
arfélaganna rýrnuðu milli áranna
2007 og 2008 um 44 milljarða. Mik-
ill viðsnúningur varð í tekjuafkomu
eða um 21 milljarð króna. Mestur
var hallinn hjá þeim sveitarfélög-
um sem voru skuldugust. Á Álfta-
nesi var 392 milljón króna hagnað-
ur árið 2007 en 832 milljón króna
tap árið 2008. Eigið fé sem hafði
vaxið frá 2006, síðasta ári D-list-
ans, úr 236 milljónum í 706 milljón-
ir, brann upp í hruninu. Ríkisvald
sem kemur bönkum og sparisjóð-
um til aðstoðar hlýtur að taka á
vanda sveitarfélaganna sem fara
með u.þ.b. 30% af hinni opinberu
stjórnsýslu í landinu og þurfa að
verja störf og grunnþjónustu.
Lán Álftaness voru um 1600
milljónir fyrir hrunið, þar af um
500 milljónir erlend lán. Miðað við
gengi í haust voru erlendu lánin
orðin um 1200 milljónir. Innlend
lán hafa líka hækkað mikið vegna
verðbólgu. Leiga íþróttamiðstöðv-
ar sem er í eigu Fasteignar hefur
hækkað en leigan er að hálfu geng-
istryggð. Gengishrunið hefur því
valdið miklu tjóni, sérstaklega þar
sem fjárhagstaðan var veik fyrir.
Með styrkingu krónunnar mun
þetta tjón vonandi að hluta til ganga
til baka. Í „Árbók sveitarfélaganna
2009“ greinir frá rekstri sveitar-
félaganna árið 2008. Í Árbókinni
eru upplýsingar um skuldir þeirra
með skuldbindingum eins og þær
voru í efnahag ársins 2008, í krón-
um á hvern íbúa. Álftanes er þar
með eina milljón króna og er í hópi
með átta öðrum sveitarfélögum þar
sem skuldir á íbúa eru yfir milljón,
í þessum hópi eru m.a. Kópavogur,
Hafnarfjörður, Fjarðarbyggð og
Grundarfjarðabær, svo dæmi séu
nefnd. Nítján sveitarfélög koma
svo skammt á eftir með milli 700
þúsund til eina milljón króna á
hvern íbúa.
Hér að framan eru ekki taldar
skuldir utan efnahags s.s. leigu-
skuldbindingar. Að sjálfsögðu þarf
að horfa til þeirra þegar greiðslu-
geta er metin. Nægilegt veltufé frá
rekstri þarf að vera til staðar til að
standa undir lánum. Ekkert sveit-
arfélag getur til lengdar fjármagn-
að rekstur með lánsfé. Jafnframt
þarf að horfa til langtímaáætlana
en aðstæður sveitarfélaganna eru
ólíkar. Hvað Álftanes varðar þarf
ríkisvald að verða við kröfum um
auknar jöfnunargreiðslur en til
lengri tíma litið munu tekjustofn-
ar styrkjast. Á Álftanesi er áætl-
að að íbúum fjölgi á næstu árum
úr 2500 í 3500 og munu skuldir
og skuldbindingar á hvern íbúa
lækka. Skattstofnar
munu eflast og breikka
með tilkomu atvinnulífs
en byggð fyrir atvinnu-
líf hefur verið skipulögð.
Núverandi eignir í lóðum
og byggingarlandi munu
mæta skuldum með frek-
ari uppbyggingu.
Fjárhagsvandi margra
sveitarfélaga hefur auk-
ist eftir hrunið. Á Álfta-
nesi varð röng stefna D-
listans um árabil til þess
að auka á vandann. D-listinn fylgdi
markaðshyggju í skipulagsmálum
og nýtti ekki hagvaxtarskeiðið
frá 2002-2006 til að styrkja eigið
fé bæjarsjóðs. Þetta er staðfest í
skýrslu endurskoðanda sveitar-
félagsins með ársreikningi 2006.
Á þessu tímabili fjölgaði íbúum
um 50 % og voru byggðar á fjórða
hundrað íbúðir og sérbýli. Þó var
ekki úthlutað einni einustu lóð,
heldur keyptu verktakar allt land
til skipulagningar og tóku til sín
hagnaðinn af lóðasölu. Áætla má
að verktakahagnaður hafi verið
1500 milljónir. Ef hagnaðurinn
hefði runnið í bæjarsjóð hefði bæj-
arsjóður verið skuldlítill þegar
hrunið skall á. Fyrir 1500 millj-
ónir hefði mátt byggja öll íþrótta-
mannvirki á Álftanesi. Álftanes-
ingar þurftu hins vegar að taka
lán fyrir öllum fjárfestingum sem
fjölguninni fylgdu, meðan aðrar
bæjarstjórnir á höfuðborgarsvæð-
inu skipulögðu lóðir til úthlutun-
ar og nýttu hagnað til að byggja
skóla- og íþróttamannvirki. D-list-
inn vanrækti líka að krefjast end-
urskoðunar á greiðslum frá Jöfn-
unarsjóði en rökstutt hefur verið
að greiðslur frá honum þyrftu að
tvöfaldast til að jafna þann aðstöð-
umun sem er á milli Álftaness
og höfuðborgarsvæðisins. Þessi
munur er tilkominn vegna þess að
hlutfall barna og unglinga er 40%
hærra á Álftanesi en á höfuðborg-
arsvæðinu. Ef aðstöðumunur væri
að fullu jafnaður ætti að greiða
til Álftaness um 100-200 milljón-
ir hærra framlag árlega. Ámælis-
vert er að þetta hafa viðgengist um
langt árabil og leitt til þess að bæj-
arsjóður hefur þurft að selja eignir
fyrir rekstri.
Framundan er mikið verkefni
að endurreisa atvinnulíf í land-
inu, bæta fjárhag sveitarfélaga
og heimila. Sveitarfélagið Álfta-
ness mun vinna sig frá núverandi
vanda með stuðningi ríkisvalds
sem hlýtur að leiðrétta jöfnunar-
greiðslur og aðstoða við að draga
úr tjóni vegna gengishruns. Álft-
nesingar hafa líka sýnt það á þessu
ári, að þrátt fyrir samdrátt hefur
verið seldur byggingaréttur fyrir
rúmar 400 milljónir í „grænum
miðbæ“. Hrunið hlýtur líka að
hvetja til aukinnar samvinnu milli
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu með það markmiði að hagræða,
samræma ákvarðanatöku og jafna
aðstöðu af ýmsu tagi.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
oddviti Á-lista.
Verkefni til úrlausnar
Bæta þarf lagarammann um eftirlit Alþingis
með störfum ráðherra og stjórnsýslunnar og
styrkja þannig lýðræðislegan grundvöll stjórn-
skipunarinnar.
ÁSTA RAGNHEIÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
SIGURÐUR
MAGNÚSSON