Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 34
34 31. október 2009 LAUGARDAGUR Auðvitað er þetta samt eins og Kósóvó eftir loftárás á meðan er verið að byggja. Ég hef enga hugmynd um það hve- nær hverf- ið verður klárað. Þ að vantaði ekki framsýn- ina og dugnaðinn í góðær- inu. Alls staðar spruttu upp ný hverfi, meira af kappi af en forsjá, svona eftir á að hyggja. Hvaða fólk átti að búa í öllum þessum húsum í öllum þessum nýju hverfum? Afleiðingar hrunsins og kreppunn- ar eru hálfbyggð hverfi, sem af kald- hæðni mætti kalla draugahverfi. Tóm hús, hálfbyggð hús eða grunnar standa myrkvuð innan um vegi og ljósastaura, hugmynd sem var stöðvuð í miðri framkvæmd – „beinagrindur góðær- isins“ vilji maður vera ægilega dram- atískur. Úlfarsfellshverfi, á móti Grafarholti við rætur Úlfarsfellsins, er dæmi um hverfi þar sem mjög hefur hægst á uppbyggingunni. Í þeim hluta hverfis- ins sem fyrst átti að byggja upp, var gert ráð fyrir um það bil 780 íbúð- um í fjölbýli og sérbýli. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er áætlað að samtals muni hverfin í Úlfarsárdal fullbyggð rúma um tíu þúsund íbúa. Í upphafi var gert ráð fyrir fimmtán þúsund íbúum, en talan minnkaði eftir að núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við og fækkaði fjölbýlum á svæðinu á kostnað sérbýla. Eins og Þingholtin Raunveruleikinn er allt annar en háleitar góðærishugmyndirnar gerðu ráð fyrir. Nú búa í Úlfarsfellshverfi um 200 manns í 40-50 íbúðum. Einn þess- ara frumbyggja er Kristinn Steinn Traustason rafiðnfræðingur, sem býr að Gefjunarbrunni ásamt konu sinni og tveimur dætrum, fjögurra og átta ára.„Við bjuggum í Grafarvoginum og þurftum að stækka við okkur,“ segir hann. „Okkur langaði til að byggja og það var líka landhagstæðast á þessum tíma. Við keyptum lóðina árið 2006 og hófumst handa. Öll plön sem við gerð- um hafa staðist hundrað prósent, nema það bjóst auðvitað enginn við þessari rosalegu rýrnun krónunnar. Öll lán hafa hækkað upp úr öllu valdi vegna gengishrunsins. Það voru bara engin önnur lán í boði á þessum tíma önnur en myntkörfulán. Íbúðalánasjóður vildi ekki lána fyrir nýframkvæmdum.“ Kristinn segir að Úlfarsfellshverf- ið hafi litið mjög vel út á pappírunum. „Þetta var kynnt sem mjög spennandi svæði. Skipulagið minnti á Þingholtin. Það var þétt byggð og mikil nálægð, húsin byggð framarlega á göturnar svo það áttu að vera bakgarðar út um allt. Það var skemmtileg hönnun á þessu og þetta átti að verða sjálfbært hverfi. Í sumum fjölbýlishúsunum var gert ráð fyrir atvinnu- og þjónustuhúsnæði og það áttu að koma skólar og leikskól- ar. Nú er gert ráð fyrir að sambyggð- ur leikskóli og grunnskóli fyrir fyrstu bekkina opni á næsta ári. Núna keyrir skólabíll um hverfið og fer með krakk- ana í nærliggjandi skóla og foreldrar keyra yngri börn í leikskóla.“ Smábæjarstemning Þótt enginn hafi búist við þeim veru- leika sem nú blasir við segir Krist- inn fólk almennt jákvætt. Það sé ekki annað hægt en að taka orðnum hlut með jafnaðargeði og æðruleysi. „Það er bara kósí að búa hérna,“ segir hann. „Sumarið var frábært. Maður vakn- aði í fuglasöng og það er sólríkt hér og virkilega gott að vera í góðum veðr- um. Það er stutt í náttúruna inn í dal eða upp á Úlfarsfellið. Þetta er þannig séð paradís. Eins er stutt í þjónustu, til dæmis styttra en ég var vanur í Graf- arvogi. Maður er fljótur að komast úr hverfinu og hefur um að velja versl- anirnar í Grafarholtinu og Kreppu- torgið.“ Kristinn segir að aldrei hafi komið til greina að hætta við. „Við fluttum inn vikuna sem allt hrundi, 11. októb- er í fyrra. Það var ekki aftur snúið. Maður situr uppi með þá ákvörðun. Þeir sem eru fluttir ætla að búa hérna áfram. Fólk stendur saman og það er baráttuandi í fólki. Það er enginn að væla.“ Kristinn segist vera farinn að kann- ast við flesta í hverfinu. „Ég er alinn upp í Ólafsvík og veit hvernig smábæj- arstemningin er. Þetta er ekki ósvipað hérna, nema Ólafsvík var stærri bær. Í sumar þegar fólk flutti í eitt húsið hérna var mikil innflutningsveisla með rokktónleikum. Það mættu marg- ir í hverfinu þangað. Fólk er bara bratt og ákveðið í að halda þetta út.“ Kofar og kassabílar Kristinn segir að uppbyggingin í hverfinu potist áfram þótt hægt fari. „Auðvitað er þetta samt eins og Kós- óvó eftir loftárás á meðan er verið að byggja. Ég hef enga hugmynd um það hvenær hverfið verður klárað. Mér skilst að borgin sé að pressa á fólk að klára það sem það byrjaði á. Ég veit ekki hvað er að ske með verktakana sem standa fyrir kumböldunum, öllum hálfbyggðu fjölbýlishúsunum. Veit ekki hvort þeir eru farnir á hausinn eða hvað. En það er samt unnið. Það er ekki alveg dautt. Menn eru að pota þessu áfram þótt af minni krafti sé en áður. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem hægist á framkvæmdum í sögunni. Maður vonar bara að ástand- ið lagist sem fyrst.“ Þetta er spennandi umhverfi fyrir krakkana í hverfinu. Kristinn segir lítið um slysagildrur og að þokkalega sé gengið frá. „Það er stuð hjá krökk- unum. Þau bjarga sér þótt það sé ekki leikvöllur. Smíða kofa og kassabíla og leika sér á götunum og í görðunum. Krakkar geta alltaf bjargað sér þótt það sé ekki allt mulið undir þá.“ Kristni dettur ekki í hug að velta sér upp úr ástandinu eða eyða tímanum í ásakanir. „Nei, það er nóg af öðrum að spá í því,“ segir hann og hlær. „Ég er ekki reiður. Maður heldur bara sínu striki. Maður vinnur sig bara út úr sínu.“ Enginn bjóst við þeim veruleika sem nú blasir við Hvernig er að búa í nýju hverfi sem á að rúma tíu þúsund íbúa en tvö hundruð manns búa í núna? Dr. Gunni talaði við Kristin Stein Traustason sem býr í Úlfarsfellshverfi. Þetta er þannig séð paradís, segir hann. ÞAÐ ER BARA KÓSÍ HÉRNA Kristinn Steinn Traustason og húsið sem hann byggði. STUTT Í NÁTTÚRUNA Og frábært á sumrin. POTAST ÁFRAM Þó af minni krafti en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA Fáir búa við Urðarbrunn eins og er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.