Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 38
4 fjölskyldan
minningar
...ylja okkur á síðkvöldum
Myndverkakonan Salbjörg Rita Jónsdóttir býður upp á barnamyndatök-ur á vettvangi en hún
vill helst mynda börn í umhverfi
sem þau þekkja og líður vel í. Ljós-
myndaþjónustan hefur fengið nafn-
ið Köttur úti í mýri og lýsir hún til-
urð hennar með eftirfarandi hætti
á heimasíðunni www.kottur-uti-i-
myri.com:
„Köttur úti í mýri kemur við
sögu í niðurlagi margra ævintýra.
Sem barn opnaðist mér marglitur
heimur þjóðsagna og ævintýra í
safni Jóns Árnasonar. Upp frá því
langaði mig að segja ævintýri. Ég
lærði hönnun og listir í sjónrænum
miðlum í Þýskalandi og nota því
frekar myndir en orð til að segja
frá.“
Salbjörg hefur lengi haft gaman
af því að mynda börn og hefur hug-
myndin blundað í henni um margra
ára skeið. Hún reynir oftast að láta
sem minnst fyrir sér fara til að ná
augnablikum þegar börnin eru
sem eðlilegust. „Það eykur líkurn-
ar á því að ég nái að festa á mynd
einhverja þá töfra sem þau upp-
lifa.“ Salbjörg er ekki ljósmynd-
ari í tæknilegum skilningi þess
orðs þótt hún noti myndavélina til
að draga upp portrett af fólki. „Ég
byggi á bakgrunni mínum í hönnun
og listum til að ljá ljósmyndunum
ákveðinn blæ.“
Salbjörg reynir að skapa ákveðna
stemningu með vali á sjónarhorn-
um og linsum. Þá eyðir hún dágóð-
um tíma í eftirvinnsluforritum til
að auka áhrif ljóss og skugga og
draga fram ákveðna liti. Í sumum
tilfellum færir hún hluti úr stað eða
margfaldar myndefnið svo dæmi
séu tekin. „Ég reyni að fanga raun-
veruleikann sem ég skerpi síðan
á með eftirvinnslu og oft verð-
ur útkoman eilítið ævintýraleg.
Umfram allt reyni ég þó að mynda
börnin við að gera eitthvað sem þau
hafa gaman af til að myndin verði
minning um það. Stundum hentar
þó betur að taka uppstilltar myndir
og tek ég þær vitanlega líka að mér
ásamt því að mynda börn við hin
ýmsu tækifæri.“ Nánari upplýsing-
ar er að finna á heimasíðunni. - ve
HVERSDAGSLEG
ævintýri fest á filmu
Salbjörg Rita Jónsdóttir fangar hversdagsleg ævintýri barna á filmu. Hún skerpir á þeim
með eilítið ævintýralegri útkomu en leggur þó höfuðáherslu á að myndirnar verði minn-
ing um það sem börnin hafa gaman af að gera.
Hefur lengi haft ánægju af því að mynda börn Hugmyndin að ljósmynda-
þjónustunni hefur blundað í Salbjörgu lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Í geimflaugaleik Ísar er hugfanginn
af geimnum og ef vel er að gáð má
sjá fljúgandi geimflaug á ferð.
Margföldun Í sumum tilfellum færir
Salbjörg hluti úr stað og margfaldar
myndefnið.
Prinsessa Dalía hefur gaman af
prinsessum en Salbjörg tók af
henni myndaseríu í prinsessuleik.
M
YN
D
/S
A
LB
JÖ
RG
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
S
FG
4
20
40
0
4.
20
08
www.lur.is
10:00 – 18:00mánfös
Opið:
lau 11:00 – 16:00
Frábært úrval sófa
og hvíldarstóla
Jól í október Jólasveinarnir í glugga Rammagerðarinnar
hafa fylgt aðdraganda jóla lengi. Þó að ekki séu allir sáttir við
jólaskreytingar í október er það skemmtileg tilbreyting fyrir börn
og fullorðna að rölta fram hjá glugganum og komast í snemm-
búið jólaskap.
Hugað að föndri Ekki er jólaföndurráð nema í
tíma sé tekið! Nú styttist í að það sé leyfilegt að fara
að huga að jólaföndri fjölskyldunnar. Upplagt er að
nota næstu vikur til þess að viða að sér efni í
föndrið, könglum, rúllum undan klósettpappír og því sem til fellur.
Hugmyndaflugið er eina hindrunin hér. Svo er tilvalið að hafa
notalega föndurstund við upphaf aðventunnar og gera jólagjafir
sem hitta örugglega í mark hjá stórfjölskyldunni, enda halda allir
mest upp á heimagerðar gjafir að því er rannsóknir herma.
INNRAMMAÐAR MINNINGAR Myndir af ættingjum og vinum eru fyrirtaks
skraut á hverju heimili. Nú er um að gera að nota haustkvöldin til að framkalla
nokkrar góðar myndir í stað þess að láta þær liggja í tölvunni um ókomna tíð.