Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 43

Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 43
LAUGARDAGUR 31. október 2009 3 Tölum saman heitir verkið sem Vigdís Finnbogadóttir afhjúpar á morgun í tilefni af ársafmæli Söguhrings kvenna. Það er unnið undir handleiðslu listakvennanna Fitore Berisha og Helgu Arnalds. Helga hefur einnig gert vídeóverk um sköpunarferli verksins og það verður frumsýnt við sama tæki- færi. Fólk af erlendum og íslensk- um uppruna skemmtir með tón- list og dansi og boðið verður upp á veitingar. „Samkoman er öllum opin, líka körlum,“ segir Kristín R. Vil- hjálmsdóttir brosandi en hún er frumkvöðull Söguhringsins. Það er félagsskapur kvenna af erlend- um uppruna sem hittast í Borgar- bókasafni Reykjavíkur einu sinni í mánuði ásamt íslenskum stall- systrum til að njóta samveru, deila reynslu hver með annarri og æfa sig að tala íslensku. Kristín flutti til Íslands í fyrra eftir að hafa alist upp í Dan- mörku og var fljótlega ráðin verkefnisstjóri fjölmenningar- deildar Borgarbókasafnsins. „Ég sótti fyrirmynd starfseminn- ar til Danmerkur þar sem bóka- söfn eru mikil gátt inn í samfé- lagið í tengslum við fjölmenningu og innflytjendamál,“ segir hún. „Þaðan kemur hugmyndin um að hittast á bókasafninu og gera eitthvað skapandi saman, byggja brýr og hjálpa konum af erlend- um uppruna og íslenskum konum að tengjast.“ Kristín segir allar sem hafi áhuga á að hitta aðrar konur í fjölmenningarlegu umhverfi vel- komnar í söguhringinn fyrsta sunnudag hvers mánaðar. „Á hverjum fundi fáum við eina konu til að segja sögu sína og eftir það er óformlegt spjall um allt mögu- legt sem konunum liggur á hjarta. Auðvitað eru töluð önnur tungu- mál ef margar eru af sama þjóð- erni en þetta er líka góður vett- vangur til að miðla íslenskunni. Markmiðið er þó fyrst og fremst að eiga notalega samverustund.“ Kristín segir listaverkið Tölum saman ótvírætt hafa skapað tengsl milli kvennanna og veitt þeim sjálfstraust og gleði. gun@frettabladid.is Vigdís afhjúpar verk Söguhrings kvenna Söguhringur kvenna verður eins árs á morgun, sunnudag. Í tilefni af því er gestum af báðum kynjum boðið í Borgarbókasafnið við Tryggvagötu klukkan 14 til að fagna og vera viðstaddir afhjúpun listaverks. Hér er listaverkið Tölum saman að verða til í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Það var gert í tilefni eins árs afmælis Söguhrings kvenna. MYND/KRISTÍN R. Sýning á viðhafnarúgáfu af Fuzzy-kollinum verður í Aðal- stræti 10. Sigurður Már Helgason hefur framleitt þúsundasta Fuzzy-koll- inn. Sá er með rennda álfætur en hinn venjulegi gærukollur hefur fjóra ávala og sterka viðarfætur. Kollurinn með álfæturna er við- hafnarútgáfa af Fuzzy en hann er nú ásamt eldri útgáfum til sýnis á skörinni hjá Handverki og hönnun í Aðalstæti 10. Sigurður, sem er húsgagna- bólstrari, hannaði og smíðaði fyrsta Fuzzy-stólinn árið 1972. Þetta er lítill kollur með sútaðri lambsgæru. Sigurður notar gær- una óklippta eins og hún kemur af kindinni. Fæturnir eru renndir úr fjölbreyttum viðartegundum í líki vatnsdropa. Nánari upplýsingar um kollinn má nálgast á www.fuzzy.is Þúsundasti Fuzzy Upprunalegur Fuzzy-kollur. Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opnunartímar: mán.-föstud. 10-18 laugardaga 10-16 Auglýsingasími – Mest lesið Fyrirlesari: Benedikta Jónsdóttir - Heilsuráðgjafi Skráning: í síma 699-6416 benediktaj@hotmail.com—madurlifandi@madurlifandi.is Hugsaðu um heilsuna Lífið er ferðalag og þú getur stjórnað því hvort þú lendir í spennandi ævintýrum og lætur drauma þína rætast eða festist í gráum hversdagsleikanum. Ekki fresta því að koma á hnitmiðaðann fyrirlestur um hvernig hægt er að hafa ótrúleg áhrif á daglegt líf þitt. Þriðjudagurinn 03. nóv. kl: 17:30-19:30 í Borgartúni 24 Ævintýralíf Verð: 1.900.-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.