Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 47

Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 47
LAUGARDAGUR 31. október 2009 7 Landsbankinn, f.h. dótturfélags síns, Regins ehf., auglýsir laust til umsóknar bókhaldsstarf hjá félaginu. Reginn ehf. annast umsýslu og rekstur fasteigna og fasteignafélaga, félagið er að fullu í eigu Landsbankans. Leitað er að skipu lögðum og talnaglöggum einstak- lingi sem hefur reynslu af bókhaldi. Helstu verkefni: • Ábyrgð á færslu fjárhagsbókhalds félagsins • Afstemmingar, uppgjör og önnur bókhaldstengd verkefni • Virðisaukaskattskil og önnur skil til opinberra aðila • Umsjón með samningakerfi, reikningaútgáfu og innheimtu • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu Hæfniskröfur og eiginleikar: • Haldgóð menntun sem nýtist í starfi, kostur ef viðkomandi er viður kenndur bókari • Starfsreynsla við bókhald er skilyrði • Reynsla af bókhaldi félaga í virðisaukarekstri er kostur og að viðkomandi hafi reynslu af virðisaukaskráningu fasteigna • Reynsla af DAX, Navision Financials eða sambærilegu bók haldskerfi, reynsla af þróun bókhaldskerfa er kostur • Góð kunnátta í Excel og haldgóð almenn tölvukunnátta • Samviskusemi, nákvæmni og öguð vinnubrögð • Frumkvæði og fagmennska í starfi • Færni í samskiptum og þægilegt viðmót Reginn ehf. auglýsir eftir starfsmanni í bókhald Nánari upplýsingar veita: Anna Sif Jónsdóttir fjármálastjóri hjá Reginn ehf. í síma 410 2705 og Ingibjörg Jónsdóttir á starfsmanna- sviði Landsbankans í síma 410 7902. Áhugasamir fylli út umsókn á vef bankans www.landsbankinn.is merkt Reginn – Bókhald. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2009. Nauthóll, nýr og glæsilegur bistro- veitingastaður, opnar innan skamms í Nauthólsvík. Glæsileg útiaðstaða er við Nauthól og veislusalur sem rúmar allt að 200 manns. Við leitum að framúr- skarandi einstaklingum í eftirfarandi stöður: YFIRÞJÓNN | REKSTRARSTJÓRI Menntunar- og hæfniskröfur • Sveinn eða meistari í framreiðslu • Reynsla af stjórnun • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Skipulögð vinnubrögð • Rík þjónustulund og samskiptahæfni • Góð almenn tölvukunnátta Ábyrgðasvið og helstu verkefni • Rekstur og starfsmannahald • Afgreiðsla og þjónusta • Vöruinnkaup og samskipti við birgja • Sölu- og markaðsmál MATREIÐSLUMAÐUR Menntunar- og hæfniskröfur • Sveinn eða meistari í matreiðslu • Reynsla í heilsusamlegri matargerð/grænmetisfæði • Skipulögð vinnubrögð • Reynsla af stjórnun æskileg • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Almenn tölvukunnátta Ábyrgðasvið og helstu verkefni • Mannaforráð • Vöruinnkaup og samskipti við birgja • Sölu- og markaðsmál Umsóknir og ferilskrá sendist á gudridur@mulakaffi.is fyrir 6. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Marc O’ Polo í Kringlunni óskar eftir að ráða 2 starfsmenn í hlutastarf. Starfshlutfall og vinnutími eftir nánara samkomulagi. Hæfniskröfur: Áhugi á tísku Söluhæfi leikar Rík þjónustulund Hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknir sendast á atvinna@mop.is fyrir 8. nóvember 2009. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD Forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Stjórn stofnunarinnar leitar að einstaklingi með meistarapróf eða hærri gráðu í stjórnmálafræði eða tengdum greinum (s.s. stjórnsýslufræðum eða alþjóðasamskiptum). Til greina kemur að ráða fólk með próf úr öðrum greinum félagsvísinda (t.d. sálfræði, félagsfræði eða hagfræði) sem hefur góða aðferðafræðilega þekkingu og reynslu af rannsóknar- eða þróunarstarfi. Æskileg hæfni önnur: Reynsla af rannsókna- og þróunarstarfi á fræðasviði stofnunarinnar Þekking og reynsla af stjórnkerfi Íslands og nágrannalanda Frumkvæðis- og forystuhæfni Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulags- og stjórnunarhæfni Reynsla af fjáröflun Við bjóðum upp á krefjandi og áhugaverð verkefni sem unnin eru í samstarfi við fræðimenn stjórn- málafræðideildar, fagfólk og stjórnendur í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, nemendur í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu og alþjóðasamskiptum og marga fleiri. Sjá nánar á www.stjornsyslustofnun.hi.is Nánari upplýsingar veitir Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður í síma 525 4254 eða tölvupósti; msb@hi.is Sjá nánar á www.starfatorg.is og www.hi.is/skolinn/laus_storf STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.