Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 60
10 fjölskyldan
lestur
er bestur...
Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni
Á morgun klukkan tvö verður boðið upp á barnaleiðsögn í
Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er að þessu sinni ætluð
börnum á aldrinum 9-12 ára. Ferðalagið hefst á slóðum land-
námsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og
1.200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Á Þjóðminjasafn-
inu er endalaus uppspretta skemmtilegra muna sem flestir hafa
áhugaverða sögu að baki. Leitað verður svara við ýmsum
spurningum er vakna frammi fyrir gripum fortíðarinnar. Af hverju
voru landnámsmenn oft grafnir með hestunum
sínum? Hvers vegna eru rúmin í baðstof-
unni svona lítil? Hvernig var fyrsti fáni
Íslands? Leiðsögnin tekur um 45
mínútur.
Adda litla var ekki nema fjögra ára. Samt mundi hún vel eftir þeim degi þegar
hún kom til Birnu gömlu.
Það voru tvö ár síðan, sagði
Birna henni. En Adda mundi
ekki hvar hún hafði átt heima
áður. Hún mundi samt óljóst
eftir ungri, ákaflega góðri
konu sem hún hafði kallað
mömmu.“
Svona byrjar sagan henn-
ar Öddu litlu sem íslensk börn
lásu sér til skemmtunar ára-
tugum saman. Hjónin Jenna
og Hreiðar skrifuðu um hana
sjö bækur og fylgdu henni frá
fjögurra ára aldri fram undir
tvítugt. Tvær fyrstu bækurnar
eru væntanlegar á markað eftir
nokkra daga með upprunalegum
myndum eftir Halldór Pétursson.
Þær heita Adda og Adda og litli
bróðir. Þar með gefst nýjum kyn-
slóðum kostur á að kynnast þess-
ari telpu sem jafnan hefur náð
að heilla lesendur með einlægni
sinni og uppátækjum.
„Adda hefur marga góða kosti
en er ekki gallalaus fremur en
önnur börn. Hún glímir við ýmsa
erfiðleika en fær leiðbeiningar og
hjálp frá vönduðu, fullorðnu fólki.“
Þannig farast höfundinum, Jennu
Jensdóttur, orð þegar hún er beðin
um örstutta lýsingu á Öddu. Spurð
um fyrirmynd að aðalpersónunni
svarar hún: „Ég hef aldrei skrif-
að orð sem ég hef ekki haft lífs-
reynslu fyrir. Sjálf var ég ungl-
ingur þegar móðir mín dó frá
sjö börnum, því yngsta í vöggu.
Þá fór ég að heiman. Síðar gift-
ist ég Hreiðari Stefánssyni sem
nú er látinn. Hann var með skóla
á Akureyri fyrir fimm og sex ára
börn í 21 ár og þá var ég með þeim
í gleði og sorg og foreldrum þeirra
líka. Maður lærir á því. Allir eru
lopanum sínum háðir.“
Það er Bókafélagið Ugla, útgáfu-
fyrirtæki Jakobs F. Ásgeirsson-
ar, sem gefur Öddubækurnar út.
Jakob segir þær klassískar barna-
bókmenntir, enda meðal þeirra
vinsælustu sem komið hafi út hér
á landi. „Þær hafa selst í yfir sex-
tíu þúsund eintökum þegar allt er
talið,“ upplýsir hann en segir þær
síðast hafa verið prentaðar fyrir
10-20 árum og þá með öðrum
teikningum.
Bækurnar um Öddu heita: Adda,
Adda og litli bróðir, Adda lærir að
synda, Adda í kaupavinnu, Adda
kemur heim, Adda í menntaskóla
og Adda trúlofast. „Þetta eru
frábærar sögur, skrifaðar á vönd-
uðu og góðu máli, og eiga við á
öllum tímum,“ segir
Jakob. „Ég gaf út
Pollýönnu í fyrra og
hef verið að horfa í
kringum mig eftir
sígildum verkum. Mér
finnst Öddubækurnar
vera í sérflokki hér á
Íslandi. Þær fjalla af
næmni um samskipti
barna innbyrðis og
barna og fullorðinna.
Adda litla átti erfitt upp-
dráttar og var breyskt
barn. Það var gömul og
geðvond kona sem ann-
aðist hana í upphafi en
hún fékk góða fósturfor-
eldra. Þetta er þroskasaga
ungrar stúlku.“
Jenna er komin yfir
nírætt og fæst enn við ritstörf.
Fer á fætur klukkan fimm, eins
og hún kveðst hafa vanist á þegar
hún skrifaði sem mest. „Ég gat
ekki skrifað nema frá fimm til
hálf átta og svo stundum á sumrin.
Ég var að kenna og ala upp börn.
En skriftirnar sækja á mann eins
og þorsti.“
Jenna hefur tekið tölvutæknina
í þjónustu sína enda kveðst hún
ekki lengur hafa sjón til að lesa á
bók og beita ritfangi. „Eitt af því
sem ég hlakkaði mest til var að fá
einhvern tíma frið til að lesa og
skrifa,“ segir hún. „Þetta er dálít-
ið hlægilegt. Maður miðar við
eitthvað í lífinu en ræður ekki för
sinni sjálfur. Þá er bara að velja
á næstu krossgötum og við tekur
eitthvað gott.“ - gun
Adda mætir á ný
til íslenskra barna
„Ég hef aldrei skrifað orð sem ég hef ekki haft lífsreynslu fyrir,“ segir rithöfundurinn
Jenna Jensdóttir sem enn situr við skriftir á degi hverjum komin á tíræðisaldur. Ugla
bókafélag gefur nú bækur hennar um Öddu út á nýjan leik, en þær hafa verið ófáanlegar.
Bókafólk Þau Jakob og Jenna hafa bæði taugar til Öddu litlu og telja sögurnar af henni standast vel tímans tönn.
60 ÞÚSUND EINTÖK Öddu-bækurnar hafa verið prent-
aðar margoft og selst í um 60 þúsund eintökum alls.
SÍUNGAR SÖGUHETJUR Klassískar barnabækur státa margar hverjar af ógleymanlegum söguhetj-
um sem hitta í mark hjá börnum í áratugi. Emil í Kattholti er ein þeirra, en strákurinn úr Smálöndum
hefur glatt börn síðan 1963, Lína langsokkur er frá árinu 1945. Íslensku bræðurnir Jón Oddur og Jón
Bjarni komu fram á sjónarsviðið á áttunda áratugnum og svo mætti lengi telja.
Adda og Adda og litli
bróðir Fyrstu bækurnar tvær eru nú
komnar út á ný.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/G
VA
BÓKIN
Gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn Í byrjun
nóvember kemur út barnabókin Glingló, Dabbi og Rex –
Ævintýri í Eyjum. Þetta er þriðja bókin í bókaflokknum Grallara-
sögur þar sem sögupersónur fræða unga lesendur um
raunverulega ævintýrastaði og gefa ímyndunaraflinu um leið
lausan tauminn. Grallararnir eru rammíslenskir og stoltir af
landinu sínu.
Selma Hrönn Maríudóttir, vefhönnuður og rafeindavirki, er
hugmyndasmiður verksins. Hún samdi vísur og texta í bókunum
og sá um hönnun og uppsetningu á vefnum www.grallarar.is
sem styður við bækurnar.
Sögupersónur eiga sér
lifandi fyrirmyndir og byggja
á gæludýrum höfundar.
Teikningar eru eftir Brynhildi
Jenný Bjarnadóttur en hún
hefur lokið mastersnámi í
teiknimyndagerð.
Bækurnar eru ætlaðar
börnum á aldrinum 2-6 ára.
Sögurnar eru í vísnaformi
og vel til þess fallnar að
auka orðaforða barna en
einnig sagðar á einföldu
máli fyrir yngstu lesend-
urna.
Útgáfan hlaut styrk frá
Menningarráði Suður-
nesja. -gun
– VERKIN TALA
Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200
www.velfang.is • velfang@velfang.is
Fr
um
Nýtt og traust umboð
fyrir á Íslandi
varahlutir
þjónusta
verkstæði
vélar