Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 61

Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 61
FRAMHALD AF FORSÍÐU menntaður í fræðum Rudolfs Stein- er og vildi vinna að hugmyndum um fjölskylduhús út frá hugmynd- um Steiners um garð bernskunn- ar. „Hann vinnur þó út frá víðara sjónarhorni núna,“ segir Linda. „Við Patrick hittumst fyrir tveim- ur árum og fórum alveg á flug í hugmyndavinnunni,“ segir Linda Mjöll. Hún bætir við að fjölgað hafi í hópnum eftir að fyrstu skrefin voru stigin; ýmsir vilji vinna að fjölskylduvænum stað í miðborg- inni þar sem hægt sé að koma saman, ræða málin, leika sér og fræðast. „Við erum öll í krefjandi störfum annars staðar, en viljum jafnframt nota orkuna okkar í í þetta verk- efni. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá fólki sem er til í að halda fyrirlestra í Fjölskylduhús- inu og leggja okkur lið á einn eða annan hátt.“ Fjölskylduhúsið Memm Hugmyndin um fjölskylduhúsið komst á enn frekara flug þegar Linda Mjöll las auglýsingu um styrkveitingar Reykjavíkurborgar undir heitinu Enn betri Reykja- vík. Sá styrkur hefur að vísu ekki fengist enn því verið er að fara yfir umsóknina. Linda Mjöll segir hins vegar að verkefnið hafi pass- að svo fullkomlega að lýsingunni að aðstandendur fengu aukna trú á því þegar þeir sáu að það væri virkilega í takt við tímann. Nýlega var svo Facebook-síða hússins sett á laggirnar. Þar var meðal annars óskað eftir nafni á það og varð nafnið Memm fyrir valinu. „Það segir svo margt, meðal annars um andrúmsloftið sem við viljum ná, viltu vera memm, viltu vera með okkur?“ Te og kaffi í samstarf En hvernig verður svo Fjölskyldu- húsið Memm nákvæmlega og hvar verður það til húsa? „Við erum ekki komin með örugga staðsetningu, en viljum vera í miðbænum, í Þing- holtunum,“ segir Linda Mjöll. Í því verður kaffihús, sem rekið verður í samstarfi við Te og kaffi. Það verður hannað að innan af Lindu Mjöll, sem ætlar að nýta þekk- ingu sýna við leikmyndagerð, rétt eins og hún gerði í kjallara áður- nefndrar verslunar, Liggalá, en þar var aðstaða fyrir börn. Andrew Burgess arkitekt og Daníel Hjörtur Sigmundsson skúlptúristi vinna einnig að hönnun Fjölskylduhúss- ins. Draumurinn er svo að hafa skemmtilegt og frumlegt leiksvæði í kringum húsið. Starfsemin á svo að vera af ýmsum toga. Mömmu- morgnar verða við lýði og ýmiss konar námskeið. Einnig er staður- inn einfaldlega hugsaður fyrir for- eldra sem vilja slappa af í mjög barnvænu umhverfi, kíkja í blöð eða á netið en sjá börnin við leik á sama tíma. „Framtíðarsýnin er svo auðvitað að opna fleiri Fjölskyldu- hús um allan bæinn,“ segir Linda að lokum full af bjartsýni, enda tím- arnir góðir fyrir fjölskyldur. - sbt Hluti hópsins Á myndinni má sjá frá vinstri Patrick Immer ásamt dóttur sinni Arielle, Margréti Kristínu Sigurðardóttur ásamt syninum Ágústi Erni, Kristínu Sigurðardóttur ásamt Dagmar Völu og Stefáni, Lindu Mjöll Stefánsdóttur ásamt syninum Alexander og Lovísu Sigurðardóttur ásamt syninum Jökli. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N BYLGJAN Í FYRSTA SÆTI Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda komist áleiðis til mikilvægustu markhópanna.* * Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 40, 2009. Í viku 40 var hlustun á Bylgjuna, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna 52%. Auglýsing á Bylgjunni birtist samtímis á Létt Bylgjunni og Gull Bylgjunni. BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI Húsið mun gefa börnum og foreldrum frá unga aldri miðstöð fyrir lífsgleði og jákvæðan lifnaðarhátt. Miðstöð sem hefur að geyma ólíka lagskipta starfsemi sem er í grunninn öllum gjaldfrjáls, foreldrar geta sem sagt sótt stað með börnum sínum án þess að peningar þurfi að koma við sögu. Því verður ókeypis aðgangur að leikaðstöðu, leshorni, útileiksvæði og fleira. Sem liður í að skapa beinar tekjur væru einnig haldin þar námskeið. Eitt af markmiðum hússins er að gera Reykjavíkur- borg að fjölskylduvænni borg, þar sem meðvitund og virðing sé við umhverfi okkar og aðhlynning að fólkinu sem þar býr. Hægt er að hafa samband með tölvupósti í fjolskylduhus@ gmail.com eða í gegnum Facebook en síða hússins heitir Fjölskylduhúsið. Hugmyndafræði Memm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.