Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 73

Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 73
LAUGARDAGUR 31. október 2009 Breytingarskeiðið er ekki sjúkdómur. Það er náttúrulegt ferli í ævi kvenna. Breytingarskeiðinu geta hins vegar fylgt óþægindi. í náttúrunni má finna mild en afar virk efni við óþægindum breytingarskeiðsins. KVENNABLÓMI er einstök samsetning náttúruefna sem reynslan hefur sýnt að gagnast konum einstaklega vel gegn óþægindum breytingarskeiðsins. KVENNABLÓMI inniheldur auk þess drottningarhunang og kvöldvorrósaolíu. Náttúrulegt bætiefni fyrir konur á breytingarskeiði Íslenskt bætiefni - framleitt samkvæmt ströngustu gæðastöðlum fyrir íslenskar aðstæður Við höfum breytt forminu en höldum sömu innihaldsefnum og áður. Í stað töflu notum við belgi með virku efnunum í vökvaformi sem auðveldar og flýtir upptöku - en það þýðir að líkaminn nýtir þau betur. Framleiðslan er samkvæmt ströngustu gæðakröfum og GMP framleiðslustaðli. K R A FT A V ER K HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 31. október 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Víkingur Heiðar píanóleikari og Martin Fröst klarinettuleikari verða með tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir C. Debussy, J. Francaix og J. Brahms. 22.00 Hljómsveitin Bróðir Svart- úlfs heldur útgáfutónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Einnig koma fram Múgsefjun og Agent Fresco. 22.00 Halloween-metalveisla verður á Grand Rokki við Smiðjustíg. Fram koma Moldun, Severed Crotch, Im Memoriam og Bastard. Húsið verður opnað kl. 22. 22.00 Hljómsveitin The Viking Giant Show verður með tónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Opnanir 16.00 Valgerður Guðlaugsdóttir opnar sýningu hjá Suðsuðvestur við Hafnar- götu 22 í Reykjanesbæ. Opið um helgar kl. 14-17. ➜ Sýningar Ómar Stefánsson hefur opnað mál- verkasýningu á veitingastaðnum 46 við Hverfisgötu 46. Opið alla daga kl. 16-01. Charlotta Sverrisdóttir sýnir málverk í Listasal Garðabæjar að Garðatorgi 7, sem hún tileinkar Sjálandshverfinu í Garðabæ. Opið þri.-fim. kl. 15-18 og fös.-sun. kl. 14-17. ➜ Hannyrðir Í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18, verður boðið upp á sýni- kennslu í ólíkum tegundum handverks. 13.00 Tréskurðarsmiðurinn Jón Adólf Steinsson sýnir útskurð. Ágústa Þóra Jónsdóttir sýnir uppskriftir og leiðbeinir með val á garni og prjónum. 14.00 Heimilisiðnaðarfélagið sýnir vefstól, íslenska þjóðbúninga og kynnir námskeið. Sunnudagur 01. nóvember 2009 ➜ Tónleikar 13.15 Margrét Árnadóttir sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari flytja verk eftir Mendelssohn og Beethoven á tónleikum í Gerðubergi (Gerðubergi 3-5). Enginn aðgangseyrir. 21.00 Hljómsveit Kristínar Bergsdótt- ur, Tropicalia verður með tónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Opnanir 11.00 Í Listasafni Íslands við Fríkirkju- veg verður opnuð sýning á verkum Svavars Guðnasonar. Opið alla daga nema mánudag kl. 11-17. ➜ Barnatónleikar 13.00 Í Salnum við Hamraborg í Kópavogi verða haldnir tónleikar fyrir börn og fjölskyldufólk undir yfirskriftinni „Töfrahurð“. Frá kl. 12.30 verður boðið upp á ókeypis andlitsmálun. Nánari upplýsingar á www.salurinn.is. ➜ Bækur Í verslun Máls og menningar við Laugaveg 18, er boðið upp á upplestur fyrir yngstu börnin alla sunnudaga kl. 11-11.45. ➜ Leiðsögn 14.00 Í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu verður boðið upp á barna- leiðsögn fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.