Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 74

Fréttablaðið - 31.10.2009, Side 74
46 31. október 2009 LAUGARDAGUR Bókmenntir ★★★★ Vormenn Íslands Mikael Torfason Sögur Áhugaverður spegill Í samfélaginu ríkir ringulreið og upplausn eftir bankahrun, það sem áður var til fyrirmyndar og prýði þykir nú viðurstyggð. Fólk leitar svara við því hvað fór úrskeiðis og er fullt vanmáttar, sjálfs- vorkunnar og reiði. Í bókinni Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason er dregin upp mynd af þessu ástandi með eftirtektarverðum árangri. Þetta er fimmta bók Mikaels en sjö ár eru liðin frá útgáfu síðustu bókar hans. Reynslu síðustu sjö ára nýtir höfundurinn prýðilega í sögunni og leitar fanga í ýmsum fréttamálum síðari ára. Bókin verður fyrir vikið áhugaverður spegill á það sem hér hefur gerst þótt ekki sé hér um lykilsögu að ræða. Aðalpersóna bókarinnar, Birgir Thorlacius, er fyrrverandi snati útrásarvík- inga og varð vellauðugur af þeim starfa. Hann hefur gerst sekur um glæpi í fjármálaheiminum sem bitna á þeim sem síst skyldi, dæmdur maður og veikur snýr hann aftur til heimahaga sína í Fellunum í leit að svörum úr fortíð sinni. Um leið rifjast upp liðnir tímar þjóðarinnar og rakin er fjöl- skyldusaga venjulegra Íslendinga sem gengu í gegnum fullhraðar þjóðfé- lagsbreytingar. Sögumaðurinn er áhugaverður hluti sögunnar og náskyldur höfundinum sjálfum en báðir eru þeir fyrrverandi ritstjórar Dagblaðsins og síðar hjálparkokkar svokallaðra auðmanna. Fortíðarþráin, sinnuleysið og sjálfhverfa er gegnumgangandi stef eins og í fyrri bókum Mikaels en orðfærið hefur slípast talsvert til og krafturinn, sem einkennir stíl bóka hans, er mun markvissari. Mikael lætur sem fyrr neyslu- samfélagið sem svonefnd ´68 kynslóð byggði upp fá það óþvegið. Fulltrúum þeirra finnur hann flest til foráttu svo sem upplausn hefðbundinna fjöl- skyldna og ábyrgðarleysi gagnvart öldruðum, börnum og áfengisdrykkju auk blindu á eigin galla. Höfundurinn tekst á við tregafull og kaldranaleg málefni og en sagan er samt uppfull af húmor og hlýju. Áhugaverð samtímasaga. Karen Dröfn Kjartansdóttir Niðurstaða: Uppfull af húmor og hlýju með áhugaverðum sögumanni Í kvöld verður opnað nýtt netleik- hús á veraldarvefnum, Herbergi 408. Það er hið fyrsta sinnar teg- undar, stofn- að af Hrafn- hildi Hagalín og Steinunni Knútsdóttur sem eru höf- undar opnunar- verks leikhúss- ins. Verkið er farsakennd- ur þriller sem fjallar um hjón- in Önnu og Einar og dóttur þeirra Sonju sem virðast lifa hamingju- sömu lífi í smábæ úti á landi. Herbergi 408 er gagnvirkt hljóð- og netverk á www.her- bergi408.is. Þar geta leikhúsgest- ir sökkt sér niður í heim verks- ins. Herbergi 408 er ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og mið- stöð tilrauna fyrir hvers kyns list sem tengist netmiðlum. Handrit og leikstjórn eiga Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir og Steinunn Knútsdóttir, tónlist semur KIRA KIRA en nethönn- un annast Þorlákur Lúðvíksson. Upptökur og hljóðblöndun ann- ast Sigurður Ingvar Þorvaldsson en leikarar eru Aðalbjörg Árna- dóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Harpa Arnardóttir. - pbb Herbergi 408 LEIKLIST Hrafnhild- ur Hagalín. Á morgun opnar Listasafn Íslands sýningu á verkum Svavars Guðnasonar (1909- 1988). Það er ekki á neinn hallað þegar því er haldið fram að Svavar hafi verið brautryðjandi og risi á sviði sjálfsprottinnar abstrakt- listar og hróður hans hafi borist langt út fyrir strend- ur Íslands. Á sýningunni verða verk úr einkaeign og frá öðrum stofnun- um, ásamt fjölda verka úr fórum Listasafns Íslands. Að auki eru verk úr dánarbúi listamannsins, sem nýlega voru afhent Listasafni Íslands og Svavarssafninu á Höfn til eignar, og er að þeim mikill fengur. Aðeins eitt verk kemur að utan en það er Veðrið. Meginmarkmiðið með þessari yfir- litssýningu á list Svavars Guðna- sonar er að kynna hana fyrir þeim kynslóðum sem fóru á mis við lista- manninn í lifanda lífi en þekkja til hans af orðspori. Sýningarstjóri er Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Eitt verkanna á sýningunni er Veðrið, sem upphaflega var pant- að af Statens Kunstfond 1963, en eftir að þetta stærsta verk Svavars var sýnt 1964 var því komið fyrir í stúdentahúsi Háskólans í Árós- um. Veðrið er mikilúðleg mynd og margt í henni tengist fleiri verk- um sem Svavar vann 1963 sem eru að kljást við sama byggingarstig á ferli hans, sömu lita- og form átök sem ná hátindi í þessu stóra og mikilúðlega verki. Halldór Björn Runólfsson segir um Veðrið: „Það má að sumu leyti teljast synd að Svavar skyldi ekki fylgja þessu stórbrotna verki eftir með mörgum fleiri risamyndum því svo vel er Veðrið af hendi leyst að það mark- ar tímamót í ferli listamannsins. Í því má greina upplausn strang- flatarstílsins, eða geometríunnar, sem Svavar hafði ástundað í heilan áratug. Það er því snöggtum nær bandarískri „gestural“ abstrakt- list frá sama tíma en evrópskri, og gefur sterklega í skyn að nátt- úra veðurfarsins sé ólýsanleg og yfirþyrmandi – „sublimis“. Fram undan er útgáfa á stúd- íu Kristínar Guðnadóttur á ferli Svavars en það er fyrsta heild- stæða úttektin á hans merkilega ferli sem einn brautryðjendanna í CoBrA-hópnum og einn örfárra Íslendinga sem hafa skilið eftir sig spor í vestrænni myndlistarsögu. pbb@frettabladid.is Stórsýning á verkum Svavars MYNDLIST Veðrið tekið upp í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Greinasafn Þjóðarsátt, lýðræði,stóriðja og hagstjórn Jóhann Rúnar BjörgvinssonReykjavík, 2009 990,- Verð aðeins • • • • • Áhöfnin á Halastjörnunni Gylfi Ægisson, Hemmi Gunn og Ari Jónsson ásamt ARIZONA - um helgina. Meira fjör og fíflagangur finnst ekki Aftur vegna fjölda áskoranna verður 30. og 31. október. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.