Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 76
48 31. október 2009 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
OKKUR
LANGAR Í
…
Nýja Nutritious-meikið
frá Estée Lauder sem er
fullkomið fyrir vetrarhúð
sem á það til að þorna og
verða erfið viðfangs. Undur-
falleg áferð.
Geggjað eldrautt varagloss
frá Estée Lauder fyrir
hrekkjavökuna í kvöld.
Wonder-púðrið frá Make Up Store sem
er eitt það besta sem við höfum prófað,
verður aldrei matt heldur gæðir húðina
skínandi ljóma.
Nú er skammdegið að færast yfir og augljóst að allur snefill af frekn-
um sumarsins er á braut. Í dag er hrekkjavakan og upplagt að nota
fölt hörund haustsins í stíl við búninginn í kvöld. En undur og stór-
merki – það virðist enn sem helmingur þjóðarinnar sé nýkominn frá
Tenerife. Það hefur mikið
verið rætt um skinkurn-
ar svokölluðu undanfar-
ið, stúlkur sem tóku við
af hnökkunum í sólar-
bekkja- og „spray tan“-
aðdáun sinni en ég furða
mig enn þá á þeirri tísku
að reyna að dekkja hör-
undslit sem mest á sem
ónáttúrulegastan hátt. Ég
hreinlega skil ekki hvers
vegna sætar stúlkur vilja
virkilega taka konur eins
og Victoriu Beckham til
fyrirmyndar og verða
undarlega appelsínugular
(jú eða hreinlega kúka-
brúnar) á lit. Það er bara
ekkert aðlaðandi við lík-
ama sem er gæddur þeirri
gervibrúnku sem fæst af
ljósabekkjum eða enda-
lausum dollum af brúnku-
kremi. Nú er ég alls ekk-
ert að segja að sólarpúður
eða brúnkukrem eigi að
vera á einhverjum bann-
lista, það er að segja,
yfir sumartímann. Örlítil
dustun af slíku púðri á nef og kinnar er falleg til að gylla húðina en ég
skil ekki hvers vegna orðatiltækið „less is more“ virðist ekki hafa síast
inn hjá svo mörgum. Það er ekkert skinkulegt við að farða sig eða lita
á sér hárið svo lengi sem það er gert á náttúrulegan hátt. Útlitið sem
tröllríður „skinkunum“ svokölluðu með ofurbrúnu andliti, ofurlituð-
um augabrúnum og annaðhvort ofurstrípuðu eða blásvörtu og gervi-
legu hári er bara allt of algengt og gerir það að verkum að allar þessar
stúlkur líta út fyrir að vera nákvæmlega eins, klónaðar af hver ann-
arri. Hugtakið náttúruleg fegurð virðist vera allfjarri og útkoman lík-
ist frekar klámstjörnum en því sem birtist á síðum tískublaðanna. Ef
maður er ekki af suðrænum ættum þá skil ég ekki hvers vegna það á
að þykja ljótt að vera fölur á brún og brá. Slík húð hefur oft á tíðum
verið í hávegum höfð og það má líka taka fram að hún er þá iðulega
minna hrukkótt, fínlegri og fallegri heldur en sólbrún húð. Það er svo
auðvitað hægt að lífga upp á andlitið með dálitlum kinnalitaroða en í
guðanna bænum, sparið púðrið!
Föla árstíðin
Blúnda sem oft á tíðum er tengd við viktoríutímabilið var færð í
nútímalegan og kvenlegan búning hjá mörgum hönnuðum fyrir vet-
urinn. Stella McCartney notaði hana óspart í dásamlega fögrum
kjólum og toppum og Erin Fetherston notaði hana ásamt siffoni til
að framkalla kvenlegan „elegans“.
Sniðin voru jafnframt mjög kvenleg með áherslur á mitti og
mjaðmir. Litirnir voru klassískir – svart, hvítt og mjúkir bleikir
tónar. - amb
BLÚNDUR OG SIFFON Í VETUR
KVENLEGT OG
RÓMANTÍSKT
GEGNSÆTT Gullfalleg samsetning af
blúndutoppi og sokkabuxum með síðu
pilsi frá Stellu McCartney.
VÍTT Skemmtileg samsetning af siffon-
toppi, víðu ballerínupilsi og slaufu í
hárinu hjá Erin Fetherston.
LILLABLÁTT Ævintýralegur kjóll úr lilla-
bláu siffoni með silfurlitu víðu pilsi hjá
Erin Fetherston.
ELEGANT
Flottur
svartur
kjóll með
silfurbrydd-
ingum og
áherslu á
mjaðmir
hjá Erin
Fetherston.
PÚFFERMAR Blúndu-
skyrta við aðsniðið
hnésítt pils frá Stellu
McCartney.
> Í DAG VERÐUR GLÆSILEG
TÍSKUSÝNING Í FRÍKIRKJUNNI KLUKKAN 17.
Sýndir verða munúðarfullir kjólar frá skaparanum,
draumkennd höfuðföt frá Thelmu og dúnmjúkir
silkiklútar frá Go With Jan. Spennandi viðburður sem
enginn tískuunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.
Þau voru ljós á leiðum okkar
Tónlistardagskrá við kertaljós í Fossvogskirkju á Allra heilagra
messu sunnudaginn 1.nóvember á degi syrgjenda. kl. 14.00-16.00.
Dagskrá
14:00 Óskar Guðjónsson og Ómar Guðjónsson leika
saman á saxófón og gítar.
14.30 Sólveig Samúelsdóttir syngur við undirleik Lenku Mátéova
15.00 Ólöf Arnalds syngur við eigin undirleik.
15.30 Voces Masculorum syngja undir stjórn Kára Þormar.
Aðgangur er ókeypis og frjálst að koma og far að vild. Starfsfólk kirkju-
garðann er til leiðsagnar og friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar til sölu.
Reykjavíkurprófastsdæmin og Kirkjugarðar prófastsdæmanna.