Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 83

Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 83
LAUGARDAGUR 31. október 2009 55 BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð er nú haldin í fjórða sinn. Ljósvakaljóð, stuttmyndahátíð ungs fólks, verður haldin í fjórða skiptið fimmtudaginn 5. nóvem- ber í Norræna húsinu. Keppt verð- ur um bestu stuttmyndina, besta frumsamda handritið og í annað skiptið verður keppt um bestu „pitch“-hugmyndina en sú keppni sló í gegn í fyrra. „Við höfum fengið vaxandi und- irtektir. Við erum að prófa okkur áfram með þessa handritakeppni í ár og nú þegar eru handritin farin að streyma inn. Maður finnur að fólk er að bíða eftir tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ segir Björg Magnúsdóttir skipuleggjandi. Leitað er eftir verkum fólks á aldrinum 15 til 25 ára og rennur umsóknarfresturinn út á mánu- daginn. Verðlaun fyrir bestu stutt- myndina eru 50 þúsund krónur og 15 þúsund fást fyrir besta stutt- myndahandritið. Dómnefnd handritakeppninnar er skipuð Friðriki Þór Friðrikssyni, Yrsu Sigurðardóttur og Bergi Ebba Benediktssyni. Í dómnefnd fyrir stuttmynda- og pitch-keppnina sitja Ragnar Bragason, Silja Hauksdótt- ir og Ottó Geir Borg. „Það var ótrú- lega jákvætt viðmót sem mætti okkur og það er stórkostlegt að fá þessa flottu leikstjóra, handrits og rithöfunda til liðs við okkur,“ segir Björg. „Það gerir þetta veglegra og eftirsóknarverðara.“ Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Ljosvakaljod.is. - fb Ljósvakaljóð haldin í fjórða sinn Söngkonan og X-factor-dómar- inn Dannii Minogue spjallaði við Piers Morgan um lífið og tilveruna í nýlegu sjónvarps- viðtali. Þar segist söngkonan ávallt hafa trúað því að systir hennar, Kylie, mundi ná sér eftir krabba- meinið. „Ég hugs- aði aldrei út í það að hún gæti dáið. Maður gerir það einfaldlega ekki. Í hjarta mínu vissi ég að hún myndi sigra og að hún myndi ekki grein- ast aftur með þennan sjúkdóm,“ sagði söngkonan gráti næst. Var gráti næst DANNII MINOGUE Var viss um að systir hennar myndi ná sér eftir veikindin. Joe Jackson, faðir poppgoðsins Michaels Jackson, sagði í við- tali við tímaritið Extra að sonur hans væri meira virði nú heldur en þegar hann var í lifanda lífi. „Hann er meira virði núna en þegar hann var á lífi. Ég mundi frekar vilja hafa hann hjá mér. Þegar hann var á lífi vildu fjöl- miðlar ekki sýna hans innri mann,“ sagði höfuð Jackson-fjöl- skyldunnar. Hann sagðist þar að auki gráta í hvert sinn sem hann heyrði lag eftir son sinn. „Enginn mun sjá mig gráta. En þegar ég er einn með sjálfum mér hugsa ég oft um allt það sem við höfum gengið í gegnum.“ Jackson græt- ur í einrúmi SAKNAÐ Faðir Michaels Jackson tárast þegar hann heyrir lag eftir son sinn. Lífið virðist leika við Britney Spears þessa dagana. Söng- konan lauk nýverið vel lukk- uðu tónleikaferðalagi og hefur fundið ástina á ný með umboðs- manni sínum, Jason Trawick. Móðir Spears er himinlifandi með piltinn, sem hefur víst verið stoð og stytta Spears síðustu ár. „Hann er yndislegur. Hann er traustur. Hann er maðurinn sem hver móðir mundi óska sér sem tengdason,“ sagði Lynne Spears, móðir Britney. Lífið leikur við Britney ÁNÆGÐ Móðir Britney er ánægð með kærasta dóttur sinnar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Skráðu þig í netklúbb Plúsferða og vertu fyrstur til að fá bestu tilboðin! Engin bókunargjöld ef bókað er á netinu. Bókaðu betur í vetur á www.plusferdir.is Fyrstur kemur, fyrstur fær! SÓLARLOTTÓ Tenerife - vika Verð frá:99.900 kr. m.v. tvo fullorðna og eitt barn í herbergi með hálfu fæði. Brottfarir 4., 11., 18., og 25. nóvember. HÁLFT FÆÐI 4 STJÖRNU SÓLARVEISLA Í NÓVEMBER!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.