Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2009, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 31.10.2009, Qupperneq 88
60 31. október 2009 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Það vakti nokkra athygli, og reiði margra, að RÚV skyldi meina Sporttv.is að sýna frá leik landsliðsins gegn Pressulið- inu í Laugardalshöll á fimmtudag. RÚV var ekki að nýta rétt sinn til að sýna frá leiknum, sem þess utan var ekki sérstaklega merkilegur. Landsmenn sem komust ekki á leikinn en vildu gjarnan sjá leik- inn urðu að sætta sig við litla frétt í seinni fréttum Sjónvarpsins. „Ástæðan er sú að við höfum keypt réttinn af öllum leikjum HSÍ. Við höfum gefið Sporttv leyfi til að sýna frá handboltaleikj- um sem við erum ekki að sýna en þegar kemur að landsliðinu finnst okkur ekki forsvaranlegt að láta þá eða nokkra aðra hafa þau rétt- indi,“ sagði Kristín Hálfdánar- dóttir, rekstrarstjóri íþróttadeild- ar RÚV. Landsmenn greiða fyrir réttinn af landsliðinu og finnst Kristínu sanngjarnt að þeir fái ekkert fyrir sinn snúð þegar hægt var að sýna frá leik sem RÚV vildi einfaldlega ekki sýna? „Við erum að vernda okkar rétt. Það gátu allir séð myndir úr leikn- um í fréttum hjá okkur. Einhvers staðar verðum við að draga mörk- in. Fólkið í landinu hefur greitt fyrir þennan rétt og það eru ákveðin gæði sem við viljum hafa á útsendingum,“ sagði Kristín. En eru það einhver gæði að sýna ekk- ert frá leiknum? „Stundum er ekkert betra en eitthvað. Það finnst mér virkilega. Við sýndum þó frá leiknum í frétt- unum. Við viljum bara ekki að hver sem er sé að sýna frá landsliðinu. Sporttv uppfyllir ekki gæðakröfur okkar. Þegar við sýnum frá leikj- um erum við með fimm myndavél- ar gegn einni, við erum með pró- dúsent og lýsanda sem er vanur að lýsa. Þeir eru kannski umdeildir sem lýsa en það er ákveðin reynsla hjá þeim,“ sagði Kristín. - hbg RÚV meinaði Sporttv.is að sýna frá landsliðinu: Stundum er ekkert betra en eitthvað ÓLI EKKI Í BEINNI Landsmenn fengu ekki að sjá endurkomu Ólafs Stefánssonar í landsliðið þó svo netsjónvarpsstöðin Sporttv.is hafi verið til í að sýna leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Það er stór skemmd í brjóskinu undir hnéskelinni. Ef ég verð ekki orðinn betri á næstu 3-4 vikum þarf ég að fara í aðra aðgerð,“ sagði Einar um nýjustu sjúkdómsgreininguna sem hann fékk hér á landi. Einar hefur ekkert spilað hand- bolta síðan í byrjun maí á árinu. Hann lagðist undir hnífinn vegna þessara sömu meiðsla 5. maí og þurfti síðan að fara í aðra aðgerð hinn 26. júlí. Hann er ekki enn nálægt því að ná fullri heilsu. „Ég er betri en ekki góður. Ég ætla að láta reyna á þetta og vona það besta. Ég hef aðallega verið í endurhæfingu en er aðeins byrjaður að hlaupa. Vonandi slepp- ur þetta því ég vil helst ekki fara í aðra aðgerð. Ég er kominn með nóg af þeim í bili,“ sagði Einar, sem reynir að vera bjartsýnn þó svo að vissulega reyni þetta ástand á sálarlífið. „Brjóskmeiðsli eru erfið og mönnum gengur misvel að vinna með þau. Mín eru víst á sérstaklega vondum stað, sem hjálpar ekki til. Menn hafa verið afskrifaðir með brjóskmeiðsli áður en komið svo sterkir inn síðar. Ég reyni að hafa það í huga. Þetta er enginn dauða- dómur enn sem komið er en verð- ur erfiðara með hverri vikunni,“ sagði Einar. Samningur hans við Gross- wall stadt rennur út næsta sumar og miðað við óbreytt ástand fær hann ekki nýjan samning. Þá þyrfti hann að koma heim til þess að byggja sig upp á nýjan leik. Einar neitar því ekki að hann sé orðinn pínu hræddur við að meiðslin gætu bundið enda á ferilinn. „Það getur vel verið að ég þurfi að hætta, að minnsta kosti í ein- hvern tíma. Ég er aðeins byrjaður að hugsa um að það geti gerst að ég þurfi að koma heim. Ég reyni samt að vera úti eins lengi og ég get. Ef allt fer vel verð ég kominn á fullt í febrúar. Ef ég þarf að fara aftur undir hnífinn bætast svona 4-5 mánuðir við og þá er tímabilið farið,“ sagði Einar, sem er aðeins 27 ára gamall en hefur gengið í gegnum margt á stuttum ferli. „Mér líður eins og ég hafi verið atvinnumaður í tuttugu ár en hef bara verið úti í fimm ár. Ég hef vissulega verið einstaklega óhepp- inn með meiðsli og þetta er orðið gott. Ég hef samt aldurinn með mér og gefst ekkert upp þó svo að ég verði kannski að koma heim í eitt ár. Ég á mikið inni,“ sagði Einar Hólmgeirsson. henry@frettabladid.is Meiðsli ógna ferli Einars Óheppnin eltir Einar Hólmgeirsson á röndum. Hann glímir við erfið meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Þriðji uppskurðurinn gæti beðið hans. SÍÐASTI LANDSLEIKURINN Einar sést hér í landsleik gegn Belgum sem var síðasti leikur hans fyrir landsliðið í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Hafnarfjörður Dalshraun 5, sími 515 7190. Reykjavík Bíldshöfði 5a, Bíldshöfði 8, Jafnasel 6, Knarrarvogur 2, sími 515 7190. Akureyri Tryggvabraut 5, sími 462 2700. Skoðaðu max1.is Ný hraðþjónustaí HafnarfirðiMax1 Dalshrauni 5 Max1 hefur opnað nýja hraðþjónustu í Hafnarfirði FÓTBOLTI Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segist ekki vita hve- nær Steven Gerrard geti spilað með liðinu á nýjan leik en hann á við nárameiðsli að stríða. Það er þó ljóst að hann verður ekki með þegar Liverpool mætir Fulham í dag. „Ástand Gerrards er að skána en við þurfum að ákveða til hvaða ráða er hægt að grípa ef bati hans verður ekki eins og við gerðum ráð fyrir,“ sagði Benitez. Sögusagnir hafa verið á kreiki að meiðsli Gerrard séu það alvar- leg að hann þurfi að gangast undir aðgerð. Hann yrði þá frá í lengri tíma. Gerrard var síðast í byrjunar- liði Liverpool er liðið mætti Lyon í Meistaradeildinni þann 20. okt- óber. Þá var hann tekinn af velli í fyrri hálfleik. Liðin mætast aftur í næstu viku, þá í Frakklandi. „Ég veit ekki hvort Gerrard spilar í Frakklandi. En það er rétt að það eru ákveðin vandamál til staðar.“ - esá Rafael Benitez: Óvíst hvenær Gerrard spilar GERRARD Labbar meiddur af velli í leik Liverpool gegn Lyon. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson sagði í viðtali við spænska blaðið Marca í gær að hann sé vongóð- ur á að ná fyrr bata en áætlað var vegna meiðsla sinna. Jón Arnór meiddist illa á baki þegar hann féll í gólfið í leik á undirbúningstímabili spænska úrvalsdeildarfélagsins CB Gran- ada. Talið var í fyrstu að hann yrði frá í 3-4 mánuði en nú eru læknar félagsins vongóðir um að sá tími verði styttri. „Ég finn að ég er allur að koma til,“ sagði Jón Arnór. „Við erum á undan áætlun og er ég því bjart- sýnn.“ Hann byrjaði að hreyfa sig í vatni í vikunni en hann er reynd- ar á leið til Íslands þar sem hann mun dvelja í eina viku. „Ég vil þó byrja að æfa aftur eins fljótt og mögulegt er,“ bætti hann við. - esá Jón Arnór Stefánsson: Bjartsýnn á góðan bata JÓN ARNÓR Hér í leik með KR á síðast- liðnu keppnistímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.