Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 94
66 31. október 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. heilu, 6. skammstöfun, 8. sægur,
9. lærdómur, 11. skammstöfun, 12.
samstæður jakki og pils, 14. vand-
ræði, 16. á fæti, 17. heldur brott, 18.
kjáni, 20. drykkur, 21. lokka.
LÓÐRÉTT
1. bak, 3. 950, 4. sendir, 5. dýrahljóð,
7. sjampó, 10. gilding, 13. útdeildi,
15. myrði, 16. skrá, 19. stöðug
hreyfing.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. öllu, 6. eh, 8. mor, 9.
nám, 11. fr, 12. dragt, 14. stand, 16.
tá, 17. fer, 18. api, 20. te, 21. laða.
LÓÐRÉTT: 1. lend, 3. lm, 4. loftnet, 5.
urr, 7. hársápa, 10. mat, 13. gaf, 15.
drep, 16. tal, 19. ið.
Jón Garðar Ögmundsson
Aldur: 46 ára.
Starf: Framkvæmdastjóri.
Fjölskylda: Ég á tvær dætur.
Búseta: Bý á Seltjarnarnesi.
Stjörnumerki: Ég er vatnsberi.
Jón Garðar Ögmundsson er fram-
kvæmdastjóri Lystar ehf., rekstaraðila
McDonald‘s á Íslandi. Hamborgarakeðjan
hættir á Íslandi í dag og Metro tekur við
á morgun.
„Ég held að hann hafi verið mjög
ánægður. Kristján var ofsa góður
maður,“ segir tónlistarmaðurinn
og málarinn Gylfi Ægisson.
Eitt af síðustu embættisverkum
forsetans Kristjáns Eldjárns árið
1980 var að taka við tveimur mál-
verkum sem Gylfi málaði handa
honum og forsetafrúnni Halldóru
Eldjárn á síldartunnulok. Gylfi var
að sýna Kristjáni þakklætisvott
fyrir 5.000 króna lán sem hann sló
hjá honum nokkrum árum áður á
óregluárum sínum. „Þetta var segl-
skúta sem ég gaf Kristjáni og hús
í snjó sem ég gaf henni. Þetta var
málað bara spes fyrir þau áður en
ég fór til þeirra. Þau voru mjög
gestrisin og sýndu okkur bara stað-
inn og allt,“ segir Gylfi, sem mætti
á Bessastaði með þáverandi sam-
býliskonu sinni.
Sagt er frá fundinum í ævisögu
Gylfa sem er væntanleg um miðj-
an nóvember. Gylfi rekur söguna
þegar hann var blankur fylliraft-
ur, svangur og illa til reika í ónýt-
um skóm og datt í hug að leita ásjár
hjá sjálfum forsetanum, þótt hann
þekkti hann ekki neitt. Í bókinni
stendur orðrétt: „Nokkrum árum
áður, þegar ég var á Svani frá Vest-
mannaeyjum, hafði ég kynnst Þór-
arni Stefánssyni, Tóta, systursyni
Kristjáns Eldjárn forseta. Ég vissi
að eftir að bera fór á mínu nafni í
fjölmiðlum hafði Tóti sagt Kristj-
áni að hann þekkti mig. Af þeirri
ástæðu þótti mér rökrétt að hringja
niður í Stjórnarráð og spyrja um
forsetann. Svona nokkuð gat manni
dottið í hug í vitleysunni“.
Kristján vorkenndi Gylfa og gaf
honum 5.000 krónur. Síðan greip
forsetinn í hann og spurði hvenær
hann ætlaði að hætta þessari vit-
leysu. Þegar Gylfi hætti að drekka
nokkrum árum síðar borgaði hann
forsetanum peningana aftur og
gaf honum málverkin í kaupbæti.
„Þetta sat rosalega mikið í mér,“
segir hann um fyrsta fundinn með
forsetanum. „Ég hélt áfram að
drekka í einhvern tíma en samt
hefur þetta aldrei horfið úr mínu
minni. Mér fannst þetta frábærlega
gert hjá Kristjáni.“ Á þessum árum
voru 5.000 krónur töluverður pen-
ingur en hvað gerði Gylfi eiginlega
við hann? „Ég fór náttúrulega beint
í ríkið. Ég keypti mér ekki skó alla
vega,“ segir hann og hlær.
Þess má geta að Gylfi reyndi
eitt sinn að slá lán hjá fjármála-
ráðherra Íslands, sem hann vill
reyndar ekki nefna á nafn. Þá
vantaði hann peninga til að kom-
ast til Vestmannaeyja. „Ég var að
velta því fyrir mér hvernig ég ætti
að fara að þessu og þá datt mér í
hug fjármálaráðuneytið. Þegar ég
kom þar inn kom einn og ætlaði að
henda mér út. Mér tókst að kom-
ast að fjármálaráðherra og hann
laumaði að mér 5.000 kalli en ég
gleymdi reyndar að borga hann
aftur.“
freyr@frettabladid.is
GYLFI ÆGISSON: KRISTJÁN ELDJÁRN VAR OFSA GÓÐUR MAÐUR
ENDURGALT FORSETANUM
GREIÐANN MEÐ MÁLVERKUM
Á BESSASTÖÐUM Gylfi ásamt forsetahjónunum Kristjáni og Halldóru Eldjárn eftir að hafa afhent þeim 5.000 krónurnar og mál-
verkin.
„Mér finnst markmiðinu vera náð
með þessu. Að kynna íslensk lög
fyrir Færeyingum. Síðan er það
næsta verkefni að koma færeysk-
um lögum á toppinn hér,“ segir
Friðrik Ómar.
Félagarnir Friðrik og hinn fær-
eyski Jógvan eru í efsta sæti vin-
sældalista bæði á Íslandi og í Fær-
eyjum. Hér heima er plata þeirra
Vinalög í efsta sæti Tónlistans en
í Færeyjum er Tú nart við hjart-
að á mær (Þú komst við hjartað í
mér) í flutningi Jógvans í efsta sæti
„Hit listans“.
Söngfuglarnir tveir fóru til Fær-
eyja um síðustu helgi og fengu mjög
góðar viðtökur. „Það var alveg
rosalega gaman að koma þangað.
Við spiluðum í plötubúð í bænum
og plöturnar ruku alveg út.“
Fordómar gagnvart samkyn-
hneigðum hafi verið töluverðir í
Færeyjum í gengum árin og hafa
margir þurft að flytja úr landi eftir
að hafa komið út úr skápnum. Frið-
rik varð ekki var við neina fordóma
í heimsókn sinni. „Þetta er alltaf
blásið upp alveg eins og þegar ég
fór í Eurovision. Maður vonar að
þeim dögum fari að ljúka að þessu
sé stillt upp svona og að maður sé
réttdræpur fyrir að vera „gay“.
Sem betur fer hafa þessi mál þró-
ast alls staðar, sérstaklega í Skand-
inavíu, til betri vegar. Þvert á móti
voru Færeyingar höfðingjar heim
að sækja.“
Friðrik og Jógvan notuðu tæki-
færið og heimsóttu æskuslóðir hins
síðarnefnda í Klakksvík og lentu í
pönnukökuveislu hjá mömmu Jóg-
vans.
„Það var mjög skemmtilegt.
Kjötskrokkarnir héngu í skúr
fyrir aftan því þau voru að búa til
skerpukjöt fyrir jólin,“ segir Frið-
rik. - fb
Á toppnum í Færeyjum og á Íslandi
Á ÆSKUSLÓÐUM Friðrik Ómar og Jógvan lentu í pönnukökuveislu hjá foreldrum Jóg-
vans í Klakksvík. Þeir félagar árita plötu sína í Skífunni í Kringlunni klukkan 14 í dag.
Veðurverkefni Ólafs Elíassonar er meðal
þeirra hundrað fyrirbæra sem sett hafa
mark sitt á menningarsögu fyrsta áratugar
21. aldarinnar að mati menningarskríbenta
breska blaðsins The Telegraph. Listi yfir
þessi fyrirbæri var birtur á vefsíðu blaðs-
ins í gær og Ólafur settur í hóp með nokkuð
sögulegum atburðum. Í formála greinarinnar
kemur fram að þessi fyrsti áratugur ein-
kennist fyrst og fremst af því að
allir gátu sett fram skoðun sína.
„Þetta eru árin þar sem allir
urðu gagnrýnendur. Lag, mynd,
myndband, kvikmynd, hluti úr
bók, allir gátu séð þetta og sagt
sitt álit.“
Meðal þess sem kemst á blað
eru Guantanamo-fangabúðirn-
ar á Kúbu, árásirnar á World
Trade Center, endurkoma Kylie Minogue og
rassinn hennar, frumsýning Office-þáttanna og
iPod-æðið. Þá má einnig finna Da Vinci-lykil
Dan Brown, dúett Jay-Z og Beyonce í laginu
Crazy in Love og Little Britain, svo eitthvað sé
nefnt.
Af nýlegri atburðum má síðan telja upp andlát
Michaels Jackson, Slumdog Millionaire og sos-
skeyti breska gamanleikarans Stephen
Fry í gegnum Twitter-síðu sína.
Veðurverkefni Ólafs trekkti að í
kringum þrjú hundruð þúsund gesti
þegar sýningin var opnuð í Tate
Modern-safninu í október 2003. Í
rökstuðningi gagnrýnenda The
Telegraph kemur fram að þetta
sé eitt það eftirminnilegasta sem
gert hafi verið í samtímalist á
þessum áratug. - fgg
Ólafur setur mark sitt á söguna
Í FRÍÐUM FLOKKI Veðurverkefni Ólafs
Elíassonar er meðal þeirra hundrað fyrir-
bæra sem sett hafa mark sitt á menning-
arsögu 21. aldarinnar.
Guðlaug Jónsdótt-
ir, yfirhönnuður og
aðstoðarforstjóri
Dodd Mitchell-hönn-
unarstofunnar í Los
Angeles, hefur
sagt starfi sínu
lausu eftir níu
ár hjá fyrirtæk-
inu og ætlar
að stofna
eigið fyrirtæki.
Fréttablaðið
hefur sagt frá starfi Gullu, eins
og hún er jafnan kölluð, en hún
hlaut meðal annars fimm verðlaun
á hönnunarhátíðinni Boutique
Design 2008 í Miami. Fyrirtæki
Gullu heitir G+, eða Gulla Jónsdótt-
ir design Group. Hún verður áfram í
Los Angeles.
Lísa Kristjánsdóttir,
sem starfað hefur
sem viðburðastjóri
hjá bókaútgáfunni
Bjarti, hefur ákveðið
að söðla um og
gerast aðstoðar-
maður Álfheiðar
Ingadóttur heil-
brigðisráðherra.
Lísa er systir Ilmar
leikkonu og hefur
auk starfa sinna hjá Bjarti unnið
sem aðstoðarleikstjóri. Hún hefur
dvalist langdvölum í Flatey og þar
hefur hún eflaust rekist nokkrum
sinnum á verðandi yfirmann sinn,
en Álfheiður á sem kunnugt er
hótel í eynni.
Uppistand Mið-Íslands-flokksins
hefur slegið í gegn á öldurhúsum
Reykjavíkur undanfarnar vikur. Þar
koma fram ungu grínararnir Ari
Eldjárn, Dóri DNA, Bergur Ebbi,
Jóhann Alfreð og Árni Vilhjálms-
son. Á fimmtudaginn hljóp svo
Hugleikur Dagsson í skarðið
fyrir Árna. Fullt var út úr dyrum
það kvöld á Batteríinu og margir
þekktir gestir létu sjá sig. Af þeim
má nefna Hrafn Gunnlaugsson,
Þórarin Eldjárn, Gísla Örn Garðars-
son, Önnu Svövu Knútsdóttur og
Steinda Jr. Sjónvarps-
maðurinn Helgi Seljan
var kynnir kvöldsins og
stalst hann til að
reykja úti í horni
á meðan grínist-
arnir skemmtu
gestum.
- hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
Auglýsingasími
– Mest lesið
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1. 1,6 milljónir króna.
2. Helgi Hjörvar alþingismaður.
3. Metro.