Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN 29 enginn vissi hvar var. Voncli brúðirinn sagði nú konungi, að Jósep vissi um heim- kynni prinsessunnar og stæði í sambandi við hana. En er konungur heyrði það, ætl- aði hann af göfluinum að ganga, og sendi eftir Jósep, og skipaði honum að fara und- ir eins af stað og sækja prinsessuna Bella- Flor, og yrði hann hengdur, ef það brygðist. Hinn vesæli ógæfumaðuv fór nú út í hesthús, til að velja sér fararskjóta, og leggja svo á stað út í bláinn, án þess að hafa hugmynd um hvert hann ætti að stefna til að finna Bella-Floir. Þá rak hann augun í afgamlan, hvítan húðarjálk, sem s/agði: »Taktu mig og vertu ekki áhyggjufull- ur«. Pað undraði Jósep, að heyra hest ávarpa sig; en hann fór á bak honum og reið á stað, og hafði með sér þrjá brauðhleifa, sem hesturinn hafði sagt honum að ná í. Eftir að þeir höfðu farið langa lengi komu Þeir að mauraþúfu. Hesturinn sagði: »Myldu niður brauðhleifana þrjá, svo að maurarnir geti etið brauðiö«. »Hvers vegna?« spurði Jósep. »Við þurf- um ísjálfir á þeim að halda«. »Kastaðu þeim, fyrir maurana«, heimt- aði hesturinn. »Það borgar sig allt af að vera góður«. Þeir héldu nú áfram ferð jinni og komu þar, sem örn var fastur í veiðimanns gjldru. »Farðu af baki«, sagði hesturinn, »höggðu á möskvana og losaðu vesalíngs fuglinn«. »En tefjumst við ekki við það að stanza?« spurði Jósep. »Láttu það ekkert á þig fá. Gerðu eins og ég býð, og þreytsitu aldrei á því að gera gott«. Þeir héldu nú áfram, og komu, þegar stundir liðu» að á, þar sem þeir rákust á silung, sem hafði kastast upp á land, og komst ekki aftur út í strauminn, hvernig sem hann brauzt urai. »Farðu af baki«, sagði hvíti hesturinn við Jósep. »Taktu silunginn og kastaðu hon- um aftur út í vatnið«. »,Við megum engan tíma missa«, bar Jósep við. »Það er allt af tími til að gera gott!« svaraði hvíti hesturinn. »Þreytstu aldrei á að gera gott!« Skömmu s:ðar komu þeir að kastala, sem falinn var í myrkum skógi, og komu þar auga á prinsessuna Bella-Flor, sem var að fóðra kjúklingana sína á korni. »Bíddu«, skipaði hvíti hesturinn Jósep. »Nú ætla ég að stökkva cg dansa á tölt- inu og mun Bella-Flor hafa gaman af því. Þá mun hún láta það uppi, að hertni þætti gaman að ríða mér dálítinn spöl, og skalt þú bjóða henni það; þá mun ég fara að prjóna og ausa. Hún verður hrædd og skaltu þá segja henni, að þetta komi af því, að ég sé óvanur kvenfólki, og að ef að þú farir á bak á mig, muni ég verða rólegur. Þá ferð þú á bak á mig og ég hendist beint til hallar konungs,«. Allt fór nú þetta eins og ráð var fyrir gert, og það var fyrst þegar hesturinn tók á rás að Bella-Flior áttaði sig á því, að hún hafði fallið í gildru. Þá sleppti hún korninu, sem hún hélt á í hendinni, og bað reiðfélaga sinn að stanza, og vera svo góðan að taka það upp fyrir sig. »Þar sem við komum«, fullvissaði Jósep hana, »er nóg af korni«. Þegar þau svo koonu að tré einu, kast- aði hún vasaklútnum sínum upp í loftið, og festist hann í trjátpppinum. Bað hún Jósep að fara af baki og klifra upp í tréð og ná í klútinn: »Það er nóg af vasaklútum þar, sem við komum«, svaraði Jósep. Þá fóru þau yfir á, en hún lét hring falla í ána og bað Jósep að fara af baki og finna hringinn. En hann svaraði því til, að það væru margir þar, sem þau kæmu. Að síðustu komu þau til hallar konungs, og varð hann harla glaður við að sjá sína kæru Bella-Flor. En hún lokaði sig inni

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.