Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.03.1941, Blaðsíða 23
LJÓSBERINN 43 Lést pú Biblíuna? Þ-að var einu sinni maður á gangi úti á götu. Hann sá dreng sem sat á hækjum sér og var að skrifa með krít á gangstétt- arflísarnar. Maöurinn gætti að hvað var, sem drengurinn skrifaði og sá þá, að það var þessi setning: »Orð þitt er lampi fóta minna«. Hann ávarpaði drenginn og spurði hann: »Hvað er lampi?« »Það er hjutur, sem gefur frá sér ljós«. »Og hvað er átt við með orðinu lampi hér?« »Þaö er átt við Biblíuna«. »Rétt. en hvernig er hægt að líkja henni við lampaljós?« »Það held ég að ég viti ékki«. »Ekki það. Jú, sjáðu til, það er ekkert gagn í lampa á götu, ef ekkert Ijós stafar af hanum, hann kemur fyrst að notum þegar búið er að kveikja ljós á honum. Þess vegna verður hver mað- ur að vera iðinn við að lesa í Biblíunni til þess að haía full not af henni. Tökum dæmi: Ef þú gengur eftir mér á götu og sæir mig missa peningaveskið mitt, án þess að ég yrði þess var, hvað myndir þú gera?« »Taka það, flýta mér eftir yður og afhenda það«, svaraði drengurinn. »Hvers; vegna myndir þú ekki halda því. sérstaklega ef þú sæir mikla peninga í því, sem þú gætir keypt fyrir það, sem þig langaði í?« Dreng- urinn þagði lítið eitt, en sagði síðan: »Það gæti verið, að mig myndi langa til að halda veskinu, en það væri ekki rétt af mér«. »Hvers vegna ekki?« »Af því að þér ættuð það og það stendur í Biblíunni, að maður eigi ekki að stela og ef ég gerði það, væri ég þjófur«. »Pað þýðir þá sama og að Biblí- an haíi kennt þér að vera heiðarlegur?« »Já, því að það var ég ekki fyrr en égr fór í s,unnudagaskólann«. »Áttu við, að þú værir nokkurskonar götustrákur, ef þú ekki þektir Biblíuna?« »Já, og nú skil égr að með þvi er Biblían orð'in »lampi fóta. minna«. »Og þú álítur, að þú getir stuðst við ljós. hennar allt þitt líf? »Já«.-------- Mér datt þessi smásaga í hug, þegar ég- fór að skrifa og mér finnst hún vera ágæt lýsing á því, hvað Biblían á að vera fj-rir öll íslenzk börn. En því miður held ég, að það séu allt of fá börn sem lesa hana og ég skal segja þér af hverju ég held það. Af því að' til dæmis hér í Reykjavík eru svo af ar margir drengir og telpur, sem ekk- ert hugsa um það, sem í Biblíunni stendur og breyta ekkert eftir henni, en ég held, að þau myndu gera það ef þau læsu hana. Eg þekki drengi, sem lesa Biblíuna oft, já, jafnvel á hverjum degi, og finnst líka, að þeir skari fram úr öðrum dreilgjum með framkomu sinni. Enda er það sagt í Biblí- unni sjálfri, að þannig hljóti það að vera. Lestu t. d. 9. versið í 119. sálmi Davíðs. Sumir þeirra drengja, sem ég hefi verið á meðal, hafa æft sig í að vera sem fljót- astir að fletta upp stöðum í Nýjatesta- mentinu og þeir eru afar fljótir að finna þá staði, sem þeim er bent á að lesa. Ef þú hefir ekki haft það fyrir venju að lesa Biblíuna á hverjum degi, þá skaltu nú taka upp á því. Eg er viss um, að það margborgar sig fyrir þig að eyða dálitlum tíma á hverjum degi til þess. Ef þú svo ekki skilur allt það sem þú lest, þá máttu gjarnari spyrja okkur. Við munum þá reyna til að hjálpa þér. Nú ætla ég að lokum að leggja fyrir þig þrjár spurning- ar viðvíkjandi Nýjatestamentinu. 1. Hvað ertu lengi að finna 12. kaflann í Jóhannesarguðspjalli. 2. Hvar í 11. kaflanum hjá Markúsi standa þessi orð: »Trúið á Guð«. 3. Við hvern sagði Jesús: »Þú ert ekki f jarri Guðsríkk. Svar í Markús 12. kap. Sendu mér svoi svörin, merkt til Ljós- berans, Pósthólf 304, Reykjavík. Og láttu standa orðið Biblíén á einhverju horni um- slagsins. Lestu nú! Fiddi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.