Ljósberinn - 01.03.1941, Page 14

Ljósberinn - 01.03.1941, Page 14
LJÖSBERINN 34 ur sinnar til þess. að sýna henni litlu kerr- una. Þegar Jesús stækkaði, fór hann oft með Jósep til vinnustofunnar. Og dagarnir, sem hann dvaldi þar, voru bæði ánægjulegir og lærdómsríkir, því hann var þarna hjá föður sínum, sem elskaði hann og vissi ætíð, hvers hann þarfnaðist, jafnvei áður en Jesús minntist á það, eða bað um þaö. SpÖrfugis*u\nginn. Það var helgidagur í Nazaret. Himininn var stafheiðríkur og blár og sóJin ljómaði og vermdi. Sumir af eldri drengjunum ætl- uðu að fara í gönguför eitthvað upp í sveit þennan dag, og komu snemma um morg- uninn að húsi Maríu. »Má Jestis koma með okkur?« spurðu þeir Maríu. Jesús varð ákaflega glaður þegar María leyfði honum þetta, hann langaði svo til að fara með hinum drengjunum. En áð- ur en lagt var af stað, hljóp hann upp um hálsinn á móður sinni og kvaddi hana meci kossi. Móðir hans stcð í dyrunum og horfoi á eftir drengjunum,, þegar þeir hófu góng- una. Þeir klöngruðust upp mjóa götuna, sem lá upp hæðirnar á bak við húsin og búðirnar. Á leiðinni námu þeir snöggvast staðar til þess að drekka úr niðandi og svalandi læk, sem rann niður brekkuna. ÞaÖ var heitt í veðri og þeir voru þyrstir. Svo héldu þeir áfram leiðar sinnar upp í sveit. Þeir gengu fram hjá bónda nokkrum, sem var að plægja akur sinn, og Jesús nam sjtaðUr til þess að horfa á hann. »Hvað hann gengur beint«, hugsaði Jesú, þar sem hann stóð og horfði á þetta. Hann snýr aldrei við höfðinu,, lítur hvorki til hægri eða vinstri, og aldrei til baka«. Svo héldu drengirnir áfram langt upp i sveit. En um hádegið var orðið mjög heitt. Drengirnir settust þá niður í skuggasæl- um stað — til að hvíla sig og borða nest- ið sitt, en það voru kringlóttar flatkökur úr byggmjöli cg ilmandi og sætt appelsínu- mauk. Þessu næst fóru þeir að leika sér hjá litlum læk og létu smáskip úr tré og flotholti í lækinn, cg vildu hver einn ao hans bátur yrði fljótastur — og svo óðu þeir út í lækinn til að bjarga skipunum. »Minn bátur er fyrstur«, hrópaði einn' af drengjunum, en á meðan hann var að segja þetta, rakst bátkrílið hans á stein í læknum og varð langt á eftir hinum. Skyndilega hætti Jesús að leika sér og fór að hlusta ákaft eftir einhverju. Og svo hljóp hann að trjárunna,, sem var þar skamt frá. Tveir fuglar voru að fljúga þ'arna og tístu svq aumkvunarlega, og þarna lá agnarlítill u.ngi bjargarlaus á jörðunni. Jesús, beygði sig niður og lyfti litla, hrædda unganum mjúklega upp með höndunum — en hinir drengirnir komu hlaupandi til að sjá þetta. Þessu næst fór Jesús að horfa gegnum skógarþykknið inn í runnann, til þess, að koma auga á hreiðr- ið. Og þarna var nú reyndar hreiðrið, í miðjum þyrnirunnanum. Það var mjög erf- itt aoi komast að því, en að lokum tókst Jesú að koma litla, hrædda unganum aft- ur í hreiðrið, þar sem honum var borgið þg gat verið óhultur. Hinir drengirnir fóru aftur að leika sér — en Jesús beið rólegur þangað til að hann sá þau ungapabba og ungamömmu fljúga aftur í hreiðrið og heyrði þau kvaka svo íagnandi og glöð, af því að þau fundu litla ungann, sem þau elskuðu, heilan á húfi. Nú fór að kvelda og sólin að lækka á

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.