Ljósberinn - 01.03.1941, Side 28

Ljósberinn - 01.03.1941, Side 28
48 L JÓSBERINN snudra Elsu uppi! Jæja, beinlínis leiðin- (legt verður það nú ekki, hvorki fyrir mig eða hin«. Nú kom Maria og sagði, að vagninn væri tilbúinn. »)Það er gott, við skulum þá fara«, kall- aði' Stígur og ætlaði að þjóta af stað. »Bíddu ofurlítið«, kallao'i Gréta. »Þú getur ekki farið berhöfðaður. IJérna er fállegur hattur«. Hún rétti bróður sánum stóran, hvítan stráhatt með blómsveig um koillinn. Stígur glápti skelkaður á hattinn. »Ég á þó vonandi ekki að setja upp skoff- ínið það tarna, Gréta?« ppurði hann lúpu- lega. »Má ekki plokka blómin af hcnum?« »Elsa myndi nú víst biðja þig að gera svo vel og láta það ógert«, svaraði Gréta og var móð^uð bæði vegna systur sinnar og hattsins. »Þá yrði hann svei mér ekki merkilegur. Þetta er Ijómandi fallegur hattur — mikils til of fallegur handa þér«. Hun smellti hattinum á kollinn á Stíg og smeygði teygjubandinu undir hökuna á honum. »Hérna eru hanzkarnir«, sagði hún. En er hún sá, hve skelkaður Stígur varð, sagði hún í meðaumkvunarróm: »Þú getur kannske bara haldið á þeim í hendinni,, ef Júlía frænka skipar þér ekki að fara í þá«. Meðan þau voru að þessum bollalegg- ingum, kallaði Emma frænka hvast til þeirra neðan úr forstofudyrunum: »Elsa, Elsa, hvar ertu, telpa?« »Já, já, nú er ég að koma!« Etatsráðsfrúin va,r þegar komin upp í vagninn. Ferðataska Stígs lá í sætinu hjá ökumanninum, og nú var aðeins beoio eft- ir honum. Hann flýtti s,ér að kveðja Ernmu frænku og Grétu og stökk svo upp í vagn- inn. María; skellti aftur hurðinni, cg svo var ekið af stað. Stígur settist út í vagnhorn og sat grafkyrr, þángað til komið var á járn- brautarstöð’na, og etatsráðsfrúin varð enn sannfærðari en áður um það', að litla Gleymdu ei Jesú. Gleymdu ei Jesú. Hann gleymdi ei fér, gaf sig í dauðann og fórnaði sér, svo að þú yrðir ei Satan að bráð. Sjá þú, hvað Jesús er ríkur af náð. Gleymdu ei Jesú. Hann gleymir ei þér. Gefðu honum hjartai þitt strax, eins og er. Hann getur saurgun og synd af því máö. Sjá þú, hvað Jesús er ríkur af náð. Gleymdu ei Jesú. Hann gleymir ei þér, gleðst, ef hann trúna í hjarta. þér sér, gleðst, ef hann sér, að þú rækir hans ráð. Rikur er Jesús af eilífri náð. Gleymdu ei Jesú. Hann gleymir ei þér, gengur við hlið þér og hirðir þinn er, svo að þú verðir ei syndinni’ að bráð. Sjá þú, hvað Jesús er ríkur af náð. Gleymdu ei Jesú. Hann gleymir ei þér, gleymir ei bæn þinni, h,ver sem hún er, uppfyllir betur en önd þin fær tjáð. Ó, hvað minn Jesús er rikur af náð. r Osk dröttningarinnar. Viktoría, drottning yfir Englandi, hlýddi einu sinni á prédikun um endurkomu Jesú. Á eftir átti hún tai við einn af hirðmönn- um sínum um þessa prédikun og þá varð henni að orði: »0, hve ég óska, ao Jesús kæmi, meðan ég væri á lífi«. »Hvers vegna óskið þér þess, yðar há- tign?« spurði hirðm,aðurinn. »Það er af þvi, að mig langar að leggja kórónuna mína að fótum hins mikla kon- ungs«, sagði hún með alvörugefni. frænka hennar væri oröin stillt og prúð smátelpa. En Stígur var einmitt að brjóta heilann um, hvernig þau Elsa ættu að hafa fata- skifti annað kvöld, án þess að nokkur yrði þess var.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.