Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 9
Freisarinn er fœddur Er hirðarnir voru farnir frá hirð- unum til himins, sögðu þeir hver við annan „Vér skulum fara rakleitt itl Betlehem og sjá þennan atburð, sem orðinn er og Drottinn hefur kunn- gjört oss. Þeir fóru með skyndi og fundu bœði Maríu og Jósef og ung- barnið liggjandi í jotunni. En þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við þá um barn þetta. Allir, sem heyrðu það, undr- uðust það, sem hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi öll þessi orð og hug- leiddi þau með sjálfri sér. Hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu og lofuðu Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð, eins og sagt hafði ver- ið við þá. voru. Þá gat ég skriðið nokkurn spöl milli þúfnanna. Svo kom að því, að ég áræddi að líta upp og sá þá, að Hvít var komin til hinna kúnna og farin að bíta. Lét ég nú ekki lengi biða að standa upp og hlaupa heimleiðis. Þegar heim kom, sagði ég mínar farir ekki sléttar. Næsta dag þorði ég ekki að reka kýrn- ar einn. Mér var síðan ráðlagt að skipta mér sem minnst af Hvít, þegar ég væri að reka. Hún lagði ekki alvarlega til mín aftur, enda hafði ég alltaf lurkinn á lofti, ef ég sá hana líta til mín illu auga. Strandarnautio. Ekki alllangt frá æskuheimili mínu er bær, sem heitir að Strönd. Bóndinn þar hét Einar. Hann átti einu sinni naut, rauðskjöldótt að lit. Þessi skepna var einatt að flakka um nágrenrr- ið. Fáum þótti hún aufúsugestur, en m'ér fannst boli mjög ægilegur. Lét hann oft illa, baulaði hátt og illilega og rótaði upp mold og sandi. Um þessar mundir var ég nokkuð farinn að stækka. Stúlka var á bænum um 4 árum eldri en ég. Við vorum leiksystkini og alltaf saman, þegar við gátum því við komið. Einn sunnudag bjuggum við okkur til berja- tínslu. Ekki var langt að fara þangað, sem ber- in voru. Hugðum við gott til, því að veður var hið bezta. Við hlupum léttilega frá bænum. En fljótt gránaði gamanið. Strandarboli kom óvart í Ijós og veitti okkur eftirför með öskri miklu. Utast í túninu var lítill kofi með lágum dyrum. Þangað hlupum við í dauð- ans ofboði og inn í kofann. Brátt heyrðum við, að boli kemur að dyr- unum með óhljóðum og nasablæstri. Hann rak sinn ógurlega haus inn í dyrnar. En til allrar hamingju voru þær svo þröngar og umbúnaður svo traustur, að ekki lá nærri, að hann kæmist inn. Við stóðum þar, sem minnst bar á okkur og vorum nær dauða en lífi af hræðslu. Við þorðum ekki að tala eða láta neitt til okkar heyra. En í lágum hljóðum Iásum við þær UOSBERINN 145

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.