Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 13
hann skyndilega. Hann hafði komið auga á litla silfurfesti um háls drengsins. Hann tók gætilegá í huna og sá þá lítinn silfurkross, sem var hulinn á brjósti drengsins. — Nú vitum við að minnsta kosti, hvaðan hann er kominn, sagði Karlsson. Hólm leit spyrjandi á hann. — Líttu á krossinn! Hólm leysti festina varlega af hálsi drengs- ins, tók upp krossinn og las fíngerða stafi, sem greiptir voru í hann: DEI GRATIA — af Guðs náð. — Það er sams konar kross og frönsku munkarnir bera. — Einmitt, svaraði Karlsson. Drengurinn hefur sjálfsagt verið alinn upp meðal frönsku bræðranna í Alaganik og hefur nú verið á leiðinni til ættflokks síns. Með einhverjum hætti hefur hann svo orðið viðskila við sam- ferðafólk sitt. — Og afleiðingarnar af því verða þær ... bætti Karlsson við eftir andartak. — Hverjar? — Að við verðum að hafa hann hjá okk- ur í vetur. Við komumst ekki með hann til Alaganik fyrr en í vor, þegar ísa tekur að leysa. Nú rann upp nýr tími fyrir einmana félag- ana í litla kofanum. Það var dásamlegur tími, sem féll þeim aldrei úr minni. Karlsson hafði átt kollgátuna. Þegar No-bok var mjóg lítill, hafði verið farið með hann til frönsku kristniboðsstöðvarinnar í Alagan- ik. Nú var hann tólf ára, og nokkrir menn komu nú frá ættflokki hans til þess að sækja hann heim aftur. Faðir hans var dáinn, og móðirin þarfnaðist No-boks, því að nú var hann stór og sterkur drengur og allt að því, að hann gæti unnið verk fulltíða karlmanna. Hann hafði orðið viðskila við samferðamenn sína nótt eina, þegar stuttur, en harður hríð- arbylur hafði skyndilega dunið yfir þá. Um morguninn, þegar allt var orðið kyrrt aftur, komst hann að raun um, að hann var einn í snjónum. No-bok missti þó ekki kjarkinn. Hann gekk niður með ánni í von um að hitta menn. í fimm daga hafði hann þrammað í suðurátt, óþreytandi og einbeittur. Á næturn- ar gróf hann sig í fönnina. Matarögn hafði hann í tösku, en aftur á móti var hann vatns- laus, svo að hann varð að drekka bráðinn snjó. Á fimmta degi varð hann veikur. Hann fann, hvernig krafturinn þvarr, og undir kvöldið féll hann í snjóinn. No-bok hafði verið aðeins nokkra daga í kofanum. Það var morgun einn. Hólm og Karlsson höfðu verið niður við fljótið til þess að líta eftir gildrunum. Þegar þeir komu aftur til kofans, námu þeir undrandi staðar í dyrunum og störðu á óvænta sjón. í einu horni kofans lá No-bok á hnjánum og teygði spenntar greiparnar í áttina að litla silfurkrossinum, sem hann hafði hengt upp á smánagla í veggnum. Varir hans bærð- ust í þögulli bæn. Gleðibros lék um andlit hans, og augun ljómuðu. Mennirnir tveir stóðu kyrrir andartak og gátu ekki komið upp nokkru orði. Svo fóru þeir út aftur og lokuðu á eftir sér. Þeir horfðu hvor á annan, þögulir og hálf- vandræðalegir. Mörg ár voru liðin, síðan hendur þeirra höfðu verið spenntar til bænar. Báðir minntust ósjálfrátt bernsku sinnar. Báðir höfðu þeir átt móður, sem kenndi þeim að biðja kvöldbæn. En það voru nú svo mörg ár síðan .. . — Þetta — þetta hefur hann lært hjá bræðrunum í Alaganik, sagði Hólms. Hann fann, að þögnin var farin að vera þvingandi. — Já ... sagði Karlsson. Meira fór þeim ekki á milli, því að nú opnuðust dyrnar, og No-bok kom út. Þeir vöndust því bráðlega, að No-bok bað bænir sínar bæði kvölds og morgna. Aldrei spurði No-bok, hvers vegna þejr gerðu ekki slíkt hið sama. No-bok spurði yfirleitt aldrei neins. Aftur á móti sagði hann frá... Allt, sem hann hafði lært hjá hinum frönsku klausturbræðrum, áttu mennirnir tveir að fá að vita. Mest af því vissu þeir nú áður. Þeir höfðu gleymt því — að vísu, — en frá- sögur og persónur Biblíunnar urðu sem nýj- ar, þegar hann sagði frá á sinn barnslega hátt. Og hinir hrjúfu skinnaveiðimenn fóru að hugsa þær hugsanir, sem höfðu ekki feng- ið aðgang að huga þeirra árum saman. Eitt var það, sem olli þeim þungum á- hyggjum: Hóstinn í No-bok. Brjóst hans var ekki sterkt. Dagarnir fimm i snjónum höfðu LJDSBERINN 149

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.