Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 33

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 33
— Nei, mælti hann ákveðið. hér verð ég ekki. Ég er kristinn og það er betra en allt annað. Ef þú ert faðir minn, þá getur þú hjálpað okkur báðum til að komast undan á flótta. — Það er til of mikils mælzt. Það væri úti um m'ig, ef félagar mínir kæmust að því að ég hefði hjálpað ykkur. En ég get hjálp- að félaga þínum, verðir þú hér eftir hjá okkur. Steinn hafði hlustað á þá án þess að mæla orð frá vörum. Hann hafði orðið svo undr- andi, að hann gleymdi þeirri hættu, sem þeir voru staddir í. En nú þreif hann í handlegg- ' inn á Abebe. — Þú mátt ekki verða ræningi, sagði hann. Þú ert kristinn eins og ég. Þá verða þeir heldur að drepa okkur báða. — Nei, ég verð ekki ræningi, svaraði Abebe. Ég verð hér ekki. Guð hjálpar okkur áreiðanlega. — Þú getur beðið til Guðs þíns, þó að þú verðir hér hjá okkur, sagði faðir háns. Þú getur bjargað lífi félaga þíns. Það mundi gleðja föður hans. Eða villt þú ekki komast hjá að þér verði hrundið fyrir björg, ef mögu- legt er? — Það verður að hafa það. Hér verð ég ekki. Ræninginn sat um stund hreyfingarlaus. Steinn horfði á hann. Hann var ekki ill- mannlegur. Steinn .sá að hann var hryggur og fór að vorkenna honum. Líklega iðraði hann þéss að hafa orðið ræningi og viðskila við son sinn. Abebe vildi ekki vera sonur hans, líklega yrði hann ekki á lífi eftir fáar klukkustundir. Steinn horfði um stund út í myrkrið niður undan bjargbrúninni. Átti að hrinda honum og Abebe niður í þetta myrkur eftir skamma stund? Hann spennti greipar og bað til Guðs í hljóði: — Hjálaðu okkur, góði Guð, til þess að vera ekki hræddir þegar þeir hrinda okkur hér út fyrir! Amen. Ræninginn reis á fætur. Hann horfði stund- arkorn á þá Abebe og Stein, gekk nokkur skref frá þeim, en sneri aftur og sagði: — Þið skuluð láta þetta band hanga þarna aman Jólastjarnan hátt á himni ljómar, hennar berast kærleiks ríku hljómar, til vor manna trúar gleði veitir, túlka þessa blessun engla sveitir. Syngja þær um sigur máttinn hæða, sonur Guðs á lofgjörð þeirra kvæða, Dýrð sé Guði, djúpur hjarta friður dvelur með þeim, sem að Drottinn styður. Jólastjarnan, blíða, fagra, bjarta, blessun þín hún ljómar við mitt hjarta, undur heilags anda sigur gefur, ó, hve blítt þú leitt mig, Drottinn, hefur. Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli. út fyrir, þeir halda þá að þið hafið komizt niðu.r Komið niður í skarðið rétt fyrir sólar- uppkomu. Ég er þá á verði. Grænar gíirnur x myrkri. — Hvernig fer, ef pabbi þinn er ekki þarna á verði, heldur einhver annar? Við verðum þá skotnir. — Ég held þeir megi skjóta. Það er ekki verra en við hröpuðum. Við leggjum ekki af stað fyrr en birtir, eins og hann sagði. Framh. LJ O S B E R I N N 169

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.