Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.12.1957, Blaðsíða 21
BA5TE BREIM: föauiu Akíiin SAGA UM DULAR- FULLAN ATBURÐ — Hvernig gat þér dottið í hug að mála skíðin þín rauð? Það var ekki í fyrsta skipti, sem Kári heyrði þessi orð. Það hafði nær því verið plága á honum allan veturinn. En afi hans hafði gefið honum þessi fallegu, heimatilbúnu skíði í jólagjöf. Og úr því að afi, sem var svo góður og skynsamur, áleit, að þau ættu að vera rauð — og hafði sjálfur málað þau og lakkað — þá skyldu þau sannarlega fá að vera rauð, á meðan Kári ætti þau. Það yrði þá að hafa það, þótt hinir drengirnir spyrðu. Snjórinn lá þéttur og góður upp eftir öll- um Vörðuásnum. Það hafði verið mikil snjó- koma í ár, bæði hreppnum og járnbrautar- stjórninni til mikillar gremju, a<5 ekki sé minnzt á alla þá, sem bjuggu þannig, að þeir urðu sjálfir að halda vegunum opnum. En drengjunum og stúlkunum líkaði lífið. Nú fengu þau loksins reglulegan vetur. Nú þurfti fullorðna fólkið ekki að gorta lengur og koma með gömlu þuluna: Nei, í okkar ungdæmi voru reglulegir snjóavetur! Nú var eins og það hefði aldrei séð annað eins og þetta. Rauðu skíðin, já! Kári hafði reyndar fund- iS það á sér, að hann mundi fá skíði frá afa sínum í jólagjöf. Það var reyndar ekki í fyrsta sinn. Afi hafði smíðað skíði handa hon- um, þegar Kári var aðeins fjögurra ára. Þeg- ar hann varð sjö ára, fékk hann stærri skíði, cg nú var hann orðinn yfir tíu ára og þurfti að fá ný. Og það sá afi um. Hann gat líka gert það. Erfiðleikinn var bara sá, að geta gert það í leyni inni á verkstæðinu, svo að Kári kæmist ekki að því, því að allt slíkt átti auð- vitað að vera leyndarmál. Satt að segja fannst Kára það skrítið, að afi hans skyldi hafa málað þau rauð. En það er ekki svo að skilja, hann hafði í raun og veru séð eldrauð svig-skíði í íþróttavöru- verzlun, svo að það var ef til vill ekki mjög skrýtið, þegar öllu var á botninn hvolft. Og hví ekki. það? Einu sinni voru öll reiðhjól svört, en hvernig var það í dag? Ljómuðu þau ekki í öllum regnbogans litum? — Af hverju ég hef málað þau r.auð? sagði afi. Jú, það skal ég segja þér. í fyrsta lagi finnst mér það svo fallegur litur, þegar hann ber við hreinan, hvítan snjóinn, og í öðru lagi er hagkvæmt að hafa annan lit á skíðunum en allir aðrir, bæði í skólanum og við önnur tækifæri. Þú skalt sjá, að rauði liturinn kem- ur sér einhvern tíma vel, sagði afi hans að lokum og deplaði auganu. — Og í þriðja lagi, skaut amma inn í og hló innilega, hugsa ég, að þú hafir átt máln- ingar-afgang, sem þú hefur viljað nota, er það ekki? Þá varð afi líka að fara að hlæja, því að það var líka hluti af sannleikanum. Kári og Einar voru á leið upp Vörðuásinn. Þeir minntust þess ekki að hafa séð jafnmik- ið fannkyngi á honum og í dag. Jafnframt voru hinar venjulegu skíðaslóðir fastar og góðar alla leið upp. Það kom af hinni miklu umferð á sunnudögum. Þó að mikið snjóaði í vikunni varð hann alltaf fastur undir fæti. Stcru greni- og furutrén voru þung af snjó vpp eftir öllum ásnum. Þau mynduðu oft und- arlegar myndir í landslaginu, svo að bæði Kári og Einar skemmtu sér við að finna út, hverju þær líktust mest. Ný fótspor eftir dýr og fugla voru í nýföllnum snjónum. Vörðuás- ínn var meðal annars öruggt hæli fyrir lág- íótu. Héri var þarna einnig, og þessi skógar- héruð voru hrein paradís fyrir íkornann. í dag höfðu þeir ákveðið að fara alla leið upp. Þeir voru ekki einir á þessari leið. Það gátu þeir séð á slóðinni, sem þeir fóru eftir. Þeir stauluðust upp Bröttukleif, og er þeir stóðu loks báðir uppi á fyrsta útsýnishjallan- um á leiðinm upp, urðu þeir nær því að herða sig upp til þess að falla ekki fyrir freisting- unni að renna sér niður þessa fallegu brekku aftur. — Nei, Einar, sagði Kári, við verðum að stilla okkur, þangað til á heimleiðinni. UDSBERINN 157

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.