Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 14
356 LJOSBERINN jólagleði, eins og þið. Þá vinnið Jnð verk fyrir Jesú. Er það ekki dýrðlegt? Jú, sannarlega! Það er það sem mestu varðar, að allir fái að »sjá hann í bernsku.« Á. Jóli. • •..» ..........................................................................................................................., • o • ®/ • • • ; Ú Karl Gústaf Úlfur. N: i n ! Eftir Ninu Moe Leganger. \® 5;: : /® VAÐA glamm er það svo undarlegt, sem heyrist þarna úti í furuholtinu fyrir aust- an Langavatn? Nú heyri ég — Karl Gústaf hægði á sér, þar sem hann rann á hvass-skerptum skautunum og skaut stóru ölkeri fullu af byttum og trébölum, á undan sér á sleðanum. Þetta var harða veturinn 1860, sem þessi saga gerðist. Frostið var svo mikið, að loftið bókstaflega nísti alla í gegn. Pilturinn varð að draga sleðann á víxl með höndunum til þess að geta dregið sína köldu fingur inn í stóru ullarvetlingana hans pabba síns, sem hann hafði á höndunum, til að verma þær. — Það var í fyrsta sinn sem hann var utan heimilis á eigin spýtur á svo á- byrgðarmikilli ferð. Pabba hans hafði viljað það slys til að höggva sig í fót- inn og var búinn að liggja rúmfastur á aðra viku og læknirinn sagði að enn mundi líða langt um, áður en sárið greri. Þess vegna var eigi annar kostur fyrir hendi en að Karl Gústaf legði af stað. Sveitaverzlunarmaðurinn var þegar bú- inn að gera orð mörgum sinnum eftir ílátunum, hann vildi ólmur fá þau. Drengurinn var búinn svo vel út sem mögulegt var. Með þeim var svo látin >að aftur. fylgja skrá yfir það, sem hann átti að kaupa til hátíðarinnar út á smíðalaunin fyrir ílátin, og auðvitað afborga svo mik- ið af kaupstaðarskuldinni sem gerlegt væri. Ferðin gekk ekki í byrjuninni svo happalega, sem á varð kosið. Þegar hann hafði farið hálfa mílu vegar, þangað, sem Kleifar voru kallaðar, þá tóku ísa- lögin við, en þá hrukku böndin sundur, eða reyritaugarnar á sleðanum, sem áttu að halda áhöfninni fastri. Varð hann þá að koma við hjá Brittu' gömlu, sem bjó þar í grend, og fá hjá henni það, sem til þurfti að koma öllu í lag aftur. En Britta gamla var líka að búa sig undir jólin og þurfti í mörgu að snú- ast, svo að Gústaf varð að bíða stund- arkorn og fá bolla af heitu kaffi; henni þótti honum ekki veita af því í kuld- anum. Britta gamla settist líka að kaffi- drykkju og blés á það sjóðheitt í óða- kappi og bruddi með því brúnan sykur og á meðan hafði hún stöðugt augun á Gústa og drap titlinga í íð og 'gríð. »Þessi vetur er voða harður,« tók hún til máls. »Hafið þið, sem búið þarna uppi í Króknum, orðið nokkuð vör við úlfa- feril?« Ö, nei! ekki hafði Gústi heyrt neitt í þa att. »Það er nú sagt svo margt,« sagði hann, eins og fullorðinn væri. »Núna fyrir skemstu kom Gunnar bróðir pabba til að vitja hans, en ekki mintist hann einu orði á það og réð pabba meira að segja til að senda mig með ílátin hið allra fyrsta til kaupstaoarins.« »Það getur nú svo sem verið, að hann hafi ekki verið smeikur um hann Karl Gústaf,« sagði Britta og hló svo að skein í tannlausan góminn. Dagurinn var orðinn stuttur, komið fast að jólum; en, þess var skamt að bíða að tunglið kæmi upp og svo hafði hann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.