Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 2

Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 2
372 LJÓSBERINN Frelsarinn er fæddur. Jólin, hátíð ljóssins, sem vér höldum mitt í skammdegi vetrarins, flytja oss á hverju ári himneskan fagnaðarboð- skap; boðskapinn um fæðingu barnsins, sem engillinn sagði að ætti að heita Jesús, sem þýðir frelsari. Hann fæddist í heiminn til þess að frelsa synduga menn. Þegar Jesús fæddist, kom til jarðar- innar fjöldi himneskra hersveita. Guðs heilögu englar voru að fylg'ja konungi sínum og boða komu hans hér á jörð. Því að Jesús, sem fæddist í fjárhúsinu í Betlehem, og var af fátækri móður vafinn reifum og lagður í jötu, hann er: Kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. Jesús kom til þess að stofna G,uðs ríki hér á jörð. Iiann ljet sitt undursam- lega ljós skína; það ljómaði umhverfis hirðana á Betlehemsvöllum; það hefir lýst inn í hreysi og höll, ljómað fyrir fátækum og ríkum, yngri og eldri. Það hefir sýnt mönnunum 1 jótleik syndar- innar og bent á það eftirsóknarverðasta, sem er: að fylgja Jesú. Englarnir vor,u í fylgd með konungi sínum þegar hann kom hingað til jarð- arinnar. En hann er einnig konungur vor. Og nú kemur jólahátíðin með boð- skap til þín og mín og allra manna: Eylgið konunginum Kristi. Látið Jesúm leiða yður frá myrkrinu til síns undur- samlega ljóss. Fylgið honum til himins, til eilífs jólafagnðaar. Kæra barn! Hlustaðu á boðskap jól- anna. Láttu ekki jólaguðspjallið fara fram hjá þér. Láttu hina heilögu frá- sögn fá rúm í hjarta þínu. Láttu huga þinn dvelja hjá hinu heilaga barni. Minnstu þess, að hann er frelsari þinn. Þú skalt kalla nafn hans Jesús. Jólatrésversin hennar mömmu. Komið þið, börn mín, kát og blíð, kveikið þið smáljós björt og frið; við skidum öll með Ijúfn hind leiðast á jólat-barnsins fund. 1 fjárhúsjótu finnum við fátœkrar •jnóður smábarnið; augnaráð hans er bjart og blitt, blikandi skœrt og ástar-hlýtt. Saklaus og hrein er sálin hans; syndirnar hverfa vesœls manns, er liann við jóla-barnsins beð biðjandi í auðmýkt falla réð. Hann lítur og til okkar lúýtt, augu lians Ijóma skært og blítt. Hann vill sem bróðir búa hjá börnum, þótt lireysin séu smá. Hann vill með okkur vera i dag, vill að þið syngið jólafag, vill að þið séuð systkin blið, saklaus og góð um allu tið. Geyynið þið, börn mín, glaða lund, gangið þið oft á Jesú fund; geymið þið Jesú jóla-mál jafnan í hreinni barnasál. M. R.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.