Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 27
LJÖSBERINN 397 til himna, við, sem erum svo vanir langa stiganum í tiurninum. Líklega er hann þó enn hærri, stiginn til himna. Og nú get eg ekki gert gröfina þína þegar þú deyrð, eíns og eg var búinn ao lofa þér. En eg skal biðja pabba og' Ólaf, þeir eru vísir til að gera það. Og eg skal segja þeim hvernig hún á að vera. Og svo skal eg taka á móti þér, þegar þú kemur, Rasmus. Eg skal víst f.afa gætur á þér og sjá hvað þér líð- ur.------- Karlinn hafði setið og haldið á húfu sinni og vetlingunium. Nú var hvort- tveggja vott af heitum tárum, er hann fór. Og það kvöld gleymdi Rasmus ekki ao biðja kvöldbænina sína. Undir morgun dó Júlli litli. Hann kvaddi alla á heimilinu og þakkaði þeim. Svo andaðist hann — rólega. Og nú er ekki meira um Júlla að segja. Þegar Rasmus tók gröfina hans, mundi hann vel eftír því, sem hann hafði beðið um. Ósjálfrátt varð honum litið á leiðin í kring, hvort þar sæti ekki lítill bláeygður drengur með spelkahúfu og rauða vetlinga. En svo varð þetta seinasta gröfin, sem Easmus gróf. Því að veturinn var harð- ur og gigtin sömuleiðís. Nú máttu aðrir taka við starfinu í garðinum og turnin- um. Það er heldur ekkert við það að vera þarna uppi aleinn. Hann saknaði drengsins á kassanum, sem hjalað hafði við hann og spurt lum alla hluti. öll börnin í skólabekk Júlla fylgdu honum til grafar. Gamíi prófasturinn lagði út af orðunum: Sælir eru hjarta- hreinir, því að þeir munlui Guð sjá. Og' börnin sungu. Þau sungu og grétu — s,ungu og grétu. Svo var öllum boðið heim til foreldra Júlla litla, þeim er verið höfðu við jarð- arförina. Faðir hans þakkaði þeim. — Hann sagði, að Júlli litli væri bezta jóla- gjöfin, sem þeim hefði gefin verið, önn ur en barnið Jesús. Og nú skyldu þau öll kappkosta að )ifa þannig, aö þau feng'ju að hittast heima hjá Guði og vera hjá honum. Því að þar eru haldin óend- anleg jól. Árni Jóhanmson Þýddi. -----•><=><«*-- Barnaljóð. Bráðum koma blessuð jólin min, bráðum loga kertaljósin fín, við Sigga litla systir munum þá sjálfsagt margar jólagjafir fá. Kannske liann pabbi kaupi hancla mér kemi; sem að hestur fyrir er, eða bíl, sem bnma um gólfið kann, eg býst við því eg lceri fljótt á hann. Ekki verður minna m'ómmu frá, ef »matrósaföt<< gefur hún mér blá; á Siggit litlu hún saumar nýjan kjól og sessu flosar hún í ömmu stól. Honum pabba eg held liún gefi mcst, hálslín nýtt og sagnaljóðin bezt; og fína peysu fcer hann afi minn og fullan nýja tóbaksbaukinn sinv. Nú fer eg að hugsa um haginn minn og hvað eg gef um jólin þetta sinn; mig langar til að gefa öllum allt, og allt úr minni sparibyssu er falt. Þar eg fjölda af fimmeyringum á, cg fæ víst nokkuð mikið fyrir þá, og svo á eg úr silfri krónur tvcer, síðan Jónas frœndi gaf mér þcer.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.