Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 28
398
LJÖSBERINN
Eg cetla að gefa mömmu minni kjól
og mynd í ramma, en ])abba skrifborðs-
stól,
en inniskó eg ömmu gefa skal,
og afa mínum fallegt dagatal.
Sigga litla systir mín skal þá
saumakassa og nyja brúðu. fá,
og silkiband fœr kisa fri og frjáls
í fína »slaufu« hnýtt um mjúkan háls.
Eg ætla að gefa öllum börnum gott
og öllu fólki sýna kærleiksvott,
og muna að hafa hreinan huga minn
og lijarta tengt við jólaboðskapinn.
Við Sigga verðum bæði glöð og góð
og getum sungið falleg bænaljóð,
og litla tréð með Ijóssins dýrð og skraut
lokar úti vetrarmyrkri og þraut.
Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti.
Tíu pund (sterling).
Frá því er sagt ,um Andreas Fuller,
enska kristniboðsleiðtogann, að hann
hélt einu sinni kristniboðssamkomu
í fæðingarborg sinni. Þá sagði einn af
fornvinum hans:
»Jæja, Andreas, eg skal gefa 5 puncl
(90 kr.) til kristniboðsins, fyrst það ert
þú, sem hefir talað«.
»Nei«, svaraði Fuller, »ef þú ætlar að
gefa mín vegna, þá tek eg ekki við pen-
iug,unum«.
Vini hans sárnaði dálítið við hann í
svipinn, en eftir litla stund sagði hann:
»Þú hefir rétt fyrir þér, Andreas.
Hér eru tíu pund, fyrst það er Drottinn
Jesús Kristur, sem á að þiggja gjöfina«.
Kotbúarnir.
Frh. af síðu 378.
skírði drenginn Matt og stúlkuna Hild-
ur, — og þar með var það í lagi.
Apú varð ekk'i málugri með aldrin-
um. — Þó sagði hann börnuuum það
sem hann vissi um Guð og Jesú og —
Matthildi þá, sem þau hétu í höfuðið á.
Ilann reyndi að skýra það fyrir þeim,
að hann hefði gefið þeim hennar nafn„
til þess að þau skyldiu: líkjast henni. En
í huga hans var Matthildur persónu-
gerfingur alls þess, sem gott var. Og í
hugum barnanna vahð Matthildur eins
konar æðri vera, — ljósengill.
I kotinu hjá Apú og Alí var hver dag-
urinn öðrum líkur. Allt voru það virkir
dagar. Þau vissu varla, hvenær jólin
voru, hvað þá heldur, að þá væri yfir-
leitt hafðpr nokkur sérstakur viðbúnað-
ur. Þau höfðu einhverjar óljósar hug'-
myndir um jólabarnið, og Apú reyndi að
segja börnunum það sem hann vissi um
Jesú, en það var harla lítið.
En svo kom fyrir merkisatburður í
kotinu. Voru börnin þá um það bil f jögra
ára. Og það var einmitt á aðfangadag'
jóla. En auðvitað vissu kotbúarnir ekk-
ert, hvaða dagur var.
Börnin heyrðu föður sinn kalla »Matt-
hildur« með allt öðruvísi hreim í rödd-
inni, en þau áttu að venjast. Þau flýttu
sér inna í kofann, og þar var þá komin
einkennileg vera, að þeirra viti, í grá-
um skóm og gráum feldi, með gráa húfu
og ákaflega stórt nef. Og þetta stóra
nef var blátt af kulda, alveg eins og nef-
broddarnir á þeim sjálfum.
Þa„u urðu bæði lafhrædd og skriðu inn
undir borðið. Hildur litla varð nú samt
fljótlega forvitin og gægðist undan
borðinu. Iiún sá þá, að pabbi hennar og
mamma voru í óða önn að hjálpa ókunnu