Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 11
LJÖSBERINN 381 lægi bréf inni. Iionum brá við, þegar hann sá það, því að það var frá bank- anum. Hann opnaði það ógn þreytulega. Já, það var eins og hann hugsaði; ef skuldin yrði ekki greidd í tæka tíð, þá yrði jörðin boðin upp að ákveðnum tíma liðnum. Jóni lá við örvæntingu. Ilvaðan átti hann að fá allt það fé. Margir fylgdu hinni ungu og rösklegu hefðarmey með aðdáunaraugum, þar sem hún stóð við grindina og renndi augum út yfir hafið. Hún var í nokk- urskonar farmannabúningi, í hvítu pilsi, dökkri síðtreyju og húfu, sem fór henni svo ljómandi vel. Hún var eitthvað svo djarfleg og frjálsmannleg í bragði, svo ao það voru engin undur, þó að hún vekti aðdáun. Þetta var Ingiríður á leiðinni heim til sín. Nú var hún búin að vera sjö ár í Englandi; en lengur gat hún ekki hald- ist þar við; heimþráin varð henni um megn. Alltaf hafði landið staðið henni fyrir hugskotssjónum í vorblóma, með græn- um hlíðum og hraðstreymandi lækjum, bylgjandi ökrum og geislandi sól yfir öllu. Já, víst var England einnig dáfrítt, en ekkert í samanburði við það. Og' nú, er hún stóð þarna dreymandi við grindurnar, þá lék hið fegursta bros um varir hennar. Nú kom hún heim og mátti heita vel efnuð stúlka, því að fé hafði hún grætt í Englandi og hélt fast á því, eins og nyrflar gera, því að hún vildi komast heim aftur. Henni dreymdi draum í huga sínum, yndislegan draum; hún þóttist eiga heima á búgarði, sem liún ætti og vera gift kona; hún sat þar hjá manni sínum og börnum og störf og glaðværð fylg'dist að í kring’um hana. Og roðnandi varð hún að játa, að maðurinn hennar skyldi Jón verða og' enginn ann- ar. Hún hafði aldrei getað gleymt hon- um, og að svo miklu leyti, sem henni hafði skilist, þá var það hún, sem hann var ástfanginn af, er hún fór að heiman. Hún vissi, að hann var tryggur að eðlis- fari og að hann mundi geta beðið, þó að eitthvað drægist á langinn. Og nú átti hún fé og gat hjálpað hon- um, ef hann byggi að hörðum kosti. En hvað kom henni nú fyrir sjónir? Eiitthvað með gnípum og tindum með sólbirtu yfir sér, reis upp úr sjónum. Henni varð hlýtt um hjartarætur og það kom eins og kökkur í háls henni. Það var fyrsta sýnin af landinu henn- ar. Og það var eins og bylgja gengi yfir skipið stóra, sem hún var á; það kom hreyfing á alla. Landið lá þarna aust- ur undan í heiðis bláma. Aldrei hafði Ingiríður fundið það fyr, hve henni þótti vænt um fátæka landið sitt. Nú var komið í reglulega óvænt efni fyrir Jóni. Allt hafði mistekist fyrir honum; hann gat hvergi fengið peninga til að standa í skilum við bankann. Bú- garðurinn hans, heimilið hans hlaut inn- an skamms að komast undir hamarinn á nauðungaruppboði. Hann grét beisk- um tárum af því að hugsa um þetta. Og hann varð oft gripinn af sjóðandi gremju út af því, að sumir skyldu lifa við allsnægtir, en aðrir við fátæktina og beiskjuna eina. — Hann reikaði í kringum bæinn sinn í þungum hugsunum. Að fáum dögum liðnum var ef til vill kominn hingað nýr eigandi að jörðinni, en sjálfur yrði hann að ganga á brott eftir þjóðveginum og leita sér atvinnu; en tregt var nú um hana um þessar mundir, og svo kæmist hann að lokum í fullkomin gjaldþrot. Og jæja, fátæklings bændur gátu ekki við öðru búist.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.