Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 23
LJÖSBERINN 393 sofandi börnin á kinnina, þrýsti hendur konu sinnar og sagði: »Verið þið sæl, öll þrjú. Nú verðurðu að biðja fyrir okkur Katrín — og svo lagði hann af stað með húskörlunum. Hún kraup á kné og bað af allri sinni sál fyrir elskuðum manni sínum, að hann mætti koma aftur heill á húfi til þeirra — bað Guð að stjórna göngu hans, svo að hann mætti líka hjálpa gömlu foreldrunum sínum. Ö, að hún hefði aldrei verið svona slæm við þau — þá hefði þetta aldrei komið fyrir. »Drottinn, fyrirgef mér það líka«, bað hún. Já, hún hafði verið reglu- lega vond við móður mannsins síns, sem þó var svo duglegt og heiðarlegt gamal- menni, er hafði hjálpað henni með allt. Já, það er ekki ástæðulaust, hugsaði hún, að eg fæ mína refsingu; það var rangt af mér. Ef tengdamóðir mín kem- ur nú fyrir hjálp Guðs heim aftur, þá vil eg auðmýkja mig fyrir henni og biðja hana að vera mér ekki reið fram- ar. Og vilji þau sjálf, þá skulu þau fá að vera hjá okkur; hér er nóg rúm fyr- ir þau; eg veit það svo vel, að þau beið- ast að vera þarna úti í stakkgerðinu, Hún bað þess, að henni mætti gefast nýtt og gott hugarfar, svo að Guð þyrfti ekki að taka hart á neinu þeirra til að fá vilja sínum framgengt með þau. Svo gekk hún út að ganghurðinni. storminn var farið að lægja og ofanfjúk miklu strjálla og hægara. »Er þetta þá þegar svar við bæn minni?« sagði hún, því að hún vissi, að Andrés bað líka, og væru tengdafor- eldrar hennar úti, þá bæðu þáu líka. Og hún hresstist í huga. »Biðjið og þér munuð öðlastk Andi’és og vinnumennirnir g'áðu að, hvort ljós vami í gluggum hjá afa og ömmu, en þar var alltaf sama myrkrið. Síðan gengu þeir svo hratt, sem þeim var unt, til bæjarins. Smám saman lægði veðrið og úrkoman minkaði og gengu þeir þá enn hraðara. Sumstaðar var alveg rifið af veginum, en djúpir skaflar aftur þar sem var dálítið hlé fyrir storminum. Náttmyrkrið var ekki eins dimmt. Stjörnurnar tindruðu og ljóma sló á hvita mjöllina, svo að þeir gátu séð ýms merki fram með veginum. Þeir urðu ásáttir um að kalla »Halló!« einum rómi með stuttu millibili; það gat heyrst spölkorn álengdar, og væru g'ömlu hjónin á ferðinni, þá væri þau sjálfsagt komin í hlé við einhvern lim- garðinn. En hrópi þeirr^ var lengi ekki svarað og Andrés hugsaði, að það væri ef til vill til einskis, þau sátu máske í hlýjunni inni hjá systur hans. »En eg verð að vita, hvort þau eru hér með vegi fram og á sama stendur um ómakið! Ilann hugsaði heim til Katrín- ar og barnanna. Veðrið var ekki orðið betra, svo að hún þurfti ekki að vera óróleg út af honum, og hann fór smám saman að halda, að foreldrar hans hefðu ekki farið af stað heimleiðis, meðan veðrið var gott, og hafi svo gist yfir nótt- ina; en nú vildi hann fara þangað og vita vissu sína. Allt í einu komu tveir menn upp úr kafinu fram undan þeim. Þeir buðu gott kvöld og Andrés heyrði fljótt, að ann- ar þeirra var Georg mágur hans. »Eru pabbi og mamma hjá þér, Georg?« spurði hann fljótlega. »Nei, eru þau þá ekki komin heim?« svaraði hann. »Þá hafði hún Anna rétt fyrir sér. Hún var svo óróleg út af þeim, svo að við komum okkur saman um það, Jens og eg', að við skyldum fara og vita vissu okkar um það, hvort þau hefðu komist heil heim. En hvar eigum við nú

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.