Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 25
LJÖSBERINN
395
komu á eftir. »Þegar við erum komin
heim til pabba, þá kem eg á móti ykk-
ur«, kallaði Andrés til þeirra til baka.
Það varð ekki mik'ið um samræður á
heimleiðinni. Og þegar komið var heim
að bænum, þá var ekki farið inn í stakk-
garðinn, heldur inn gegnum hliðið og
inn í forstofuna.
Katrín kom á móti þetim, og æpti upp
yfir sig af fögnuði er hún sá þau:
»Ö, hve það er gott, að þið komið, en
hefir þú meitt þig, afi?«
»Já, annar fóturinn á mér hefir gert
verkfall, en það er nú víst ekki mikið
að honum; eg kenni aðeins tál í honum,
ef eg stíg í hann«.
Katrín gekk á undan inn í stofuna.
»Sstjið þið afa í hvílubekkinn«, sag'ði
hún, »hann á að fá að vera í rúmi And-
résar. Eg er búin að leggja ábreiður og
rúmverma i bæði rúmin handa þeim. En
hvar er amma? Eg var nærri búin að
gleyma henni alveg«.
»Hún kemur með Jörgen, eg ætla að
fara út ámóti þe5m; það er erfitt fyrir
ömmu að kafa í öllum þessum snjó«.
Og. að svo mæltu stökk Andrés út.
Georg sagði nú Katrínu hvar þau
hefðu fundið þaju; þau hjálpuðust að
við að afklæða gamla manninn og leggja
hann í rúmið. Bundu þau svo um lasna
fótinn svo vel, sem þau höfðu vit á.
»Heldurðu að þú getir nú þolað við,
þangað til í fyrramálið, afi; þá sækjum
við læknirinn, eða máske þegar Andrés
kemur aftur«.
»Nei, nei, það megSð þið um fram alt
ekki gera nú í nótt, þess er engin þörf.
Nei, en hve nú fer vel um mig!« Það var
auðséð, að hann naut ljúfrar hvíldar í
hlýja rúminu. »En við hefðum átt að
vera heima hjá okkur«, sagði hann.
»Nei, afi, nú verðið þið hérna, það er
svo kalt helima hjá ykkur, og þið farið
ekki úr rúminu nokkra daga, ef mögu-
legt er, og þá megið þið ekki liggja þar
ein. En nú kem eg með bolla af heitu
kaffi handa þér, til þess að taka úr þér
mesta hrollinn«.
Andrés bar fljótt þangað, sem hann
mætti Jörgen og mömmu sinni.
»Nú, mamma, nú lagast allt aftur«.
»Já, eg get hæglega gengið, mér er
allrá orðið hlýtt af göngunni, en veslings
pabba var víst orðið óttalega kalt. áður
en þið komust heim með hann?«
»Það var víst ekki svo mjög, ekki
kvartaði hann um það«.
»Nei, hann er ekki einn af þeim, sem
kvartar út af engu; eg vildi óska, að
hann yrði ekki veikur mín vegna; en eg
má blygðast mín fyrir að kvarta; við
hefðum svo auðveldlega getað setið úti
í fönninni og frosið í hel. En hvað eg
þakka þér, elsku drengurinn minn, að
þú hugsaðir um að hjálpa okkur, ann-
ars hefðum við aldrei komist helim«.
»Georg var nú einnig úti að leita að
ykkur«.
»Já, Guð blessi ykkur«. Og hún fór
að gráta.
»Já, mamma, þú átt allt gott skilið af
börnunum þínum; en láttu þér nú ekki
leiðast, því að nú erum við komin heim«.
Hann dreif hana með sér inn um hlið-
iö og inn í ganginn. Þar kom Katrín svo
ástúðlega á móti þeim.
»Gleðileg jól, amma. Það var þó gott,
að þú komst heil á húfi til okkar aftur«.
Hún faðmaði að sér tengdamóður sína
með ástúð.
»En nú stend eg hér og masa; eg verð
að fara til pabba og hjálpa honum í rúm-
iö«, sagði Kristín gamla.
»Afí er hérna. Komdu nú inn með
mér, amma«, og svo dreif hún gömlu
konuna með sér inn í stofuna.