Ljósberinn - 19.12.1931, Side 22
392
LJÖSBERINN
um þetta og kafaði skaflana heim að
húsinu, drap á gluggana, en eng'inn svar-
aði. Þá varð hann fjarska órólegur. Ef
þau væru úti í þessu veðri, þá vilitust
þau. Hann fór aftur heim, og vindhviða
hafði nærri velt honum um koll. Hann
gleymdi að líta í hesthús sitt og fjós og
gekk inn til Katrínar.
»Hvað er að sjá þig, Andrés! Snjóar
svona mikið? Þú hefðir átt að bursta af
þér í ganginuim, sagði hún ávítandi.
»Pabbi og mamma eru ekki komin
heim, og það er voðabylur«.
»Heldurðu ekki, að þau séu hjá önnu;
annars væri það ekki gott!«
»Eg er hræddur um að þau séu þar
ekki. Eg- vildi óska, að þau hefðu ekki
verið komin á heimleið, þegar bylurinn
skall á. Eg- tók vel eftir því, að það er
ekki langt síðan; en eg hélt, að ekki
hefði snjóað þessi ósköp, eins og gert
hefir. Mér finnst, að eg geti ekki slegið
þessu frá mér, fyr en eg veit, hvar þau
eru«.
Þau gengu bæði fram í gangdyrnar.
»Já, þú getur ekki farið út í þetta
veður og leitaði að þeim«, sagði Katrín.
»Eg er til neyddur, eg gæti aldrei séð
glaðan dag framar, ef nokkuð yrði að
þeim, pabba og mömmu«.
»En, Andrés, þú getur ekki séð faðms-
lengd frá þér, og skaflarnar eru orðnir
alveg botnlausir«. Hún þreif í hönd hans
báðum höndum og leit á hann með ástúð
og hræðslu.
»Andrés, hugsaðu þó um mig og börn-
in; bíddu dálítið við og vittu, hvort ekki
rofar bráðum til; það er ef til vill ekki
nema él«.
»Katrín«, sagði Andrés alvarlega,
»við verðum eitthvað að gera. Ef þau
eru hjá önnu, þá er það gott, en eg held
að þau séu þar ekki. Þau eru alltaf vön
að fara snemma heim, og það er víst
ekki nema hálftími síðan að bylurinn
skall á. Eg hefi með mér húskarla mína,
ef þeir vilja fara, og þá hljótum við að
rata til bæjarins. Eg má til að vita hvar
pabbi og mamma eru«.
Þau litu hvort á annað og hugsuðu
hvort sína hugsun. Katrín gekk inn í
svefnherbergið til barna sinna, sem hún
hafði lagt til svefns, og þau sváfu. Hún
settist hjá rúmi litlu stúlkunnar sinn-
ar og heyrði, hvað Andrés sagði við hús-
karla sína og þeir voru fúsir á að fara
með honum.
Svo fór Andrés og hún varð ein eftir
í stofunni.
»Já, hvað var það, sem kom upp í
huga hennar? Afbrýðissemi? Já, hún
var afbrýðissöm við tengdaforeldrana
sína gömlu; henni fannst þau ætla að
taka Andrés frá sér og börnunum. En ef
hann hefði nú setið heima kyr og
tengdaforeldrar hennar máske orðið úti
í bylnum, þá var það henni að kenna;
hún hafði skilið þau frá syni sínum og
hún gat svo glöggt fundið á Andrési, að
hann saknaði foreldranna sinna; máske
tækju þau liann líka frá henni. En samt
þorði hún ekki almennilega að hamla
honum frá að gera það, sem hann áleit
skyldu sína, og svo mundi Guð máske
snúa öllu þeim til heilla.
Andrés kom fram í dyrnar. Hánn leit
spyrjandi á konu sina og hún gekk til
hans.
»Andrés, þú verður að gera það, sem
þér virðist rétt«.
»Eg þakka þér fyrir, svo búum við
okkur til ferðar«.
Hún kom með yfirhöfnina og klæddi
hann hlýlega. Hún bar líka umhyggju
fyrir húskörlunum, að þeir væru vel
búnir, Þegar þeir voru ferðbúnir, gekk
Andrés inn í svefnherbergið og kyssti