Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Side 3

Ljósberinn - 19.12.1931, Side 3
L JOSBERÍNN 373 Júlli litli. Eftir P. Fleischer. Áin skiftir dalnum í tvent. Standir þú hátt og horfir yfir héraðið, þá er áin eins og blátt band, með borðalykkjum hér og þar. Neðarlega í dalnum er nið- andi fossinn, en síðan rennur áin róleg og lygn út í breiðan fjörðinn, fyrir neð- an brúna og Prestsnesið. Austan megin árinnar stendur gamalt íbúðarhús, með langrli röð af smárúðu- gluggum. Það er hvítmálað, og framan við það er garður, með stórum. gömlum trjám. Að húsabaki er þyrping af rauð- máluðum útihúsum, eins og ofurlítið þorp. Þetta er prestssetrið. Lítið eitt neðar og nær kirkjunni er gulmálaður bóndabær. Hjónin þar eiga fjóra ódæla stráka, og þar að auki lít- inn dreng, sem heitir Júlíus. Um hann er þessi saga. Misvirðið ekki, þótt hún sé fremur ömurleg. Eg get ekki að þvi gert. Eg segi hana eins og hún gerðist. Júlíus fæddist á jólanótt. Þess vegna var honum valið þetta nafn. Hann hafði stór augu blá og ljóst hár, svo ljóst, að það var nærri hvítt. Hann fór mest ein- föpum og dundaði sér. Hann var nú svona gerður. Eigi að síður var hann glaðvær — svona á sinn hátt. Hann hafði bæði mylnu og' báta á bæjarlækn- um. Stórir voru þeir að vísu ekkj, en þó ekki svo sársmáir heldur, því aö handfylli af hnetum gátu þeir borið, hver um sig. Og það fannst Júlla ekki neitt smáræði. Og veiðistöng átti hann og færi og fiski-öngla. Ekk5 þó svo að skilja, að hann væri alltaf við lækinn. f eldiviðarskýlinu átti hann ofurlitla Öxi. Hún var reyndar ekki hárbeitt, en þó svo, að hann gat kurlað með henni smákvisti, sem hann svo bar í fangánu inn í eldhús til mömmu sinnar, þegar hún var að baka lummur. Hann átti líka reku og ofurlitla garðholu, sem hann dútlaði við sjálfur. Og hvað haldið þið að hann hafi haft í vösunum? Auðvitað það sama sem aðrir drengir: blýants- stubba og nagla, snærisspotta og hnapphólf, skóreimar, öngla og vasa- hníf, og stundum 2—3 vasaklúta. Tár- hreSnir voru þeir ekki, en það fanst hon- um litlu skifta. — Og þó var hann nú ekki í öllu sem aðrir drengir. Hann vildi helst vera einn og bauka út af fyr- ir sig. En blíður var hann alltaf og glað- ur. Væri hann spurður að heiti, þá kvaðst hann heita Júlli. — Nú, heítirðu Júlli? — Jamm, það heiti eg, því að eg er fæddur á jólanótt, svaraði hann. Júlli átti sér góðan vin. En það var nú enginn smádrengur, með mylnu og báta á læknum og hundrað gersemar í vösunum. Nei, það var gamall og lotinn kirkjiuþjónn, sem hringdi klukkunum og bjó til graf'ir í kirkjugarðinum. Kirkj- an var rétt hjá bænum hans Júlla litla og kirkjugarðurinn aðeins örfá fótmál frá bæjarveggnum. Frá því er Júlli var pínu-lítill — svona 3—4 ára — hafði hann haft þann sið, að hlaupa út í kirkju þegar kringt var, bæði á sunnudögum og við jarðarfarir og kvöldin fyrir stór- hátíðir, þegar báðum klukkunum var hringt. I fyrstui hafði hann staðið niðri í anddyrinu; en hann komst fljótt upp á að klifra upp í turninn, þar sem Rasmus stóð og togaði í klukkustrengina og fekk báðar klukkiurnar til að sveiflast og senda kveðju sína út yfir dalinn. - - Júlli litli var fimur eins og héri að fikra sig upp þrepin í snarbröttum stiganum upp í turninn. Þar settist hann á kassa, krosslagði hendurnar og hallaði undir flatt. Hann starði á Rasmus, sem tog- aði og togaði í kaðlana. f fyrstu svimaði

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.