Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 8
378
LJÖSBERINN
ingalaus. En þessar sáru hugsanir hömr-
uðu á huga hans nótt og dag, svo að
við sjálft lá, að hann mistj vitið.
En þá bar það við einu sinni, að hann
heyrði einn fanganna segja við annan:
»Nú kemur hún Matthildur bráðum.«
Síðar heyrði hann þettá nafn nefnt
hvað eftir annað og það var eins og að
glaðnaði yfir föngunum í hvert sinn
sem það var nefnt. En svo sljór var
Apú orðinn, að hann hafði ekki rænu
á því að spyrjast fyrir um það frekar,
hver það væri, sem von væri á.
Svo var það einu sinni, er hann sat
við vinnu sína að vanda og var að brjóta
heilann um sömu spurningarnar, að
dyrnar á klefanum hans voru opnaðar
og hann heyrðl létt fótatak að baki sér:
Hönd var lögð á bakið á honum og við
hann var sagt blíðlega: »Góðan daginn,
Apú minn«.
Honum varð kynlega, hlýtt um hjarta-
ræturnar. Honum fannst hann verða
var við einhvern hlýjan straum frá
hendinni, sem lá á herðum hans, —
straum, sem lagði um hann allan og hon-
um fannst hann verða aftur ofurlítill
drengur og liggja hjá hreindýrskálfi og
kýrin sleikti þá á víxl, hann og kálfinn.
Apú leit upp og sá hávaxna konu, grá-
klædda, standa hjá sér. Hún horfði á
hann blíðum, brosandi augum.
Pá var eins og þiðnaði ísskánin, sem
níst hafði hjarta hans undanfarið. Hann
fór að gráta. Og orðin komu viðstöðu-
la.ust frá vörum hans. Hann sagði kon-
unni alla harmasögu sína, og Matthild-
ur, — því að þetta var einmitt hún, —
hlustaði á hann hljóð.
Þegar Apú hafði lokið frásögn sinni,
sagði hún:
»Pér er óhætt að vera alveg rólegur
og ókvíðinn. Guð hefir sent mig hingað
til þess að hjálpa þér og flytja þér góð-
ar fréttir. Þú þarft ekki að vera kvíðinn
um Alí. Hún er frísk og hress og bað
mig að bera þér hjartanlega kveðju.
Stórlappinn sá eftir því, hvað hann
hafði verið harðbrjósta við þig og tók
hana til sín. Hún er í vinnumennsku hjá
honum og þegar þú ert orðinn frjáls
maður aftur, færð þú líka atvinnu hjá
honum, ef þú vilt. En Stjörnuauga litla
er nú guðsengill í Himnaríki og þar líð-
ur henni margfalt betur, en henni hefði
liðið hér á jörðunni. — Nei, — en sjáum
til! Eg held bara að þú sért farinn að
brosa?------Eg er viss um. að við verð-
um góðir vinir«.
Apú varð sem annar maður eftir þetta.
Þegar honum var slept úr fangelsinu,
var bjartur sólskinsdagur, og hann teig-
aði í sig hreina loftið með áfergi og
þakkaði Guði, að mega nú komast heim
til sín.
Og nú byrjuu þau á nýjan leik, hjón-
in, að vinna að því, að geta aftur eign-
ast bú sjálf. Þeim efnaðist furðu vel og
að því kom, að þau eignuðust fáein
hreindýr og gátu farið að búa. Og að
þessu sinni lét hamingjan betur við
þeim en í fyrra skiftið. Hreindýrunum
fjölgaði óðum og einn góðan veðurdag
bættust þeim tvíbaurar í búið, — dreng-
ur og stúlka.
Þegar átti að skíra og presturinn
spurði, hvað börnin ættu að heita, svar-
aði Apú:
»Matthildur«.
»En hvað á drengurínn að heita?«
spurði presturinn.
»Þau eiga að heita MatthUdur, og ekk-
ert annað«, svaraði Apú. Og annað svar
fékk presturinn ekki hjá honum. En
presturinn var ekki óvanur því, að ráða
fram úr vandamálum, líkum þessum, og
Frh. á sídu 398.