Ljósberinn - 19.12.1931, Side 14
384
LJÖSBERINN
ir sig girðingu, sem einhverntíma hef-
ir verlð aldingarður, því að þar standa
svo mörg gömul, kræklótt ávaxtatré og
í kringum allt saman er hlaðinn torf-
garður.
Pað er vís næst sanni að kalla þaö
korngarð, því að þar standa þrjár eða
fjórar korndysjar og fast upp við hús-
ið liggur eldiviðarhlaði og afkvisti innan
um verkfæri og annað skran. Það er svo
að sjá, sem þetta sé allt sjálfu sér sund-
urþykkt og er næsta andkanalegt að sjá
það hjá þessum reisulega bóndabæ; það
lítur næstum út fyrir, að það sé að biðja
afsökunar á því, að það liggi nú þarna.
En inni í húsinu er hlýtt og notalegt.
Þar býr Hans gamli með Kristínu
konu sinni.
Þó að þau séu sjötug að aldri, þá eru
þau bæði ern og fylgjast með tímanum;
allt er sópað hjá þeim og fágað. Frá
ofninum gamla og stóra leggur þægileg-
an yl.
Þau Hans og Kristín eru flutt í þetta
hús eins og hver önnur próventuhjón.
Mikil höfðu skiftin verið á högum þeirra.
Þau höfðu tekið þennan ágæta búgarð
að erfðum eftir foreldra hans; þá var
hann öðruvísi útlítandi en nú; hann var
orðinn gamall og hrörlegur, og í skulda-
basli höfðu þau átt árum saman. En lán-
ið var með þeim og þau höfðu efnast vel,
þó að Kristín hefði komið til búgarðs-
ins eins og hver önnur fátæk vinnu-
stúlka, er ekkert vissi af foreldrum né
ættingjum að segja; en hún var verkum
vön og notinvirk og fingur hafði hún
liðugri en flestir aðrir. Hans var því
vanur að segja, að viðgang.ur þeirra
væri konunni sinni að þakka, næst
blessun Guðs.
Þau höfðu látið búgarðinn af hendi
við Andrés son sinn fyrir fimm árum;
hann var kvæntur stúlku úr næsta
þorpi. Og ákveðið var, að foreldrarnir
skyldu búa hjá þeim. Þetta gekk nú eins
og i sögu fyrstu árin. En það fer nú oft
svo, að ungur og gamall eiga ekki sam-
an. Og endirinn varð svo sá, að þau sett-
ust að í húsi innan í korngarðinum. Það
er oft mæðusamt að vera gamall og geta
eigi lengur tekið þátt í öllu því, sem
maður hafði áður yndi af og gleði — öllu
því iðjustjái, sem gert er á stórum bú-
garði. Maður er nú einu sinni orðinn
gamall og útslitinn og settur afsíðis eins
og hvert annað verkfæri, sem ekki er
nothæft lengur.
Það var eitthvað á þessa leið, sem
þau hugsuðu, gömlu hjónin, 'því að þau
voru svo raunaleg á svipinn, og tár mátti
sjá á vöngum gömlu konunnar; en hún
þerraði þau bráðlega af sér og fór að
taka dálítið til í stqfunni. En Hans
gamli tók ekki eftir neinu, heldur sat
í legubekknum og reykti pípu sína.
»Jæja, mamma, ertu bráðum búin!«
' »Já, eg er búin, en það verður ekkert
úr bæjargöngu í þessu veðri«.
»0g ætli það sé svo slæmt?« Hann leit
út. »Það snjóar nú víst ekki svo f jarska-
mikið núna«.
»Nei, ekki nú sem stendur, máske, en
það hefir hlaðið niður nú síðustu stund-
irnar, svo að kafald er komið, og það
hefir verið svo þvast, að komnir eru
svo stórir skaflar að við getum ekki
gengið til bæjarins.
»Nei« — sagði hann ennfremur •—
»þau verða víst heldur daufleg hjá okk-
ur jólin í þetta skifti, og þó eru börn-
in okkar hér á næstu grösum. En hve
það er hörmulegt«. Og nú féllu henni
svo berlega tár af augum, og hún gerði
sér nú ekkert far um að leyna þeim.
»Jæja, mamma, við skulum nú ekki
sökkva okkur niður í það gamla —
gleymum heldur og fyrirgefum. »Friður