Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 30

Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 30
400 LJÓSBERINN um munaði, og sögðu kon,unni frá öllu, sem þau mundu eftir, að fyrir þau hefði borið, smáu og stóru, gripu fram í hvort fyrir öðru, hlógu og léku við hvern sinn fingur, en krakkarnir gerðu skil sælgætinu, sem konan hafði fært þeim. Aldrei hafði verið svona kátt í kotinu, og öll minnfust þau þessa kvölds á meðan þau lifðu. Matthildur hlustaði með athygli á frá- sögn hjónanna. En þegar hlé varð á skrafi þeirra, spurði hún þau, hvort þa.u vissu það, að þetta væri helgikvöld. Einhverja óljósa hugmynd hafði Apú um, að svo væri og bað hann Matthildi nú, að segja þeim, hvernig því væri háttað. Matthildur sagði þeim nú, að þetta kvöld væri haldin hátíð um allan heim- inn og þessvegna hefði hún nú komið til þeirra einmitt þennan dag, til þess að reyna að gleðja þaui ofurlítið og halda kvöldið hátíðlegt með þeim. Hún sagði þeim, að hátíðin væri haldin til minn- ingar um jólabarnið, Jesúm Krist, sem fæðst hefði þetta kvöld fyrir mörgum öldum, — og las upp úr nýjatestament- inu frásögnina um fæðingu frelsarans og skýrði það síðan fyrir þeim, á svo einfaldan hátt, sem henni var a,uðið, að hann hefði komið í heiminn til þess að hjálpa smælingjunum og væri enn alls staðar nálægur til þess að liðsinna þeim, sem ættu bágt og til hans leituðu. Frásögn hennar var svo skýr og einföld, að kotbúun.um fannst þau skilja þetta allt svo undur vel. Þau fundu til þess ósjálfrátt, að Matthildur var að bera þeim skilaboð, þeim persónulega, sem jafnan mundi verða þeim fagnaðarefni að minnast og þeim varð öllum svo létt í skapi og fannst að í kotinu verða hlýrra og bjartara en þar hefði nokkru sinni verið áður. — Það var held;ur ekki lítið gleðiefni þetta, að vita það fyrir víst, — því að hún Matthildur hafði sagt það, að þau ættu vin. sem alltaf væri hjá þeim, þótt hann væri ósýnileg- ur, vin, sem elskaði þau og vildi hjálpa þeim. Matthildur ítrekaði það við þau að lokum, að hafa jafnan frelsarann í huga þegar þau mintust þessa kvölds, því að hún bjóst við því, að þeim yrði það minnisstætt. Það væri hann, sem hefði sent sig til þeirra, til þess að bjóða þeim gleðileg jól. — — Þetta varð minnisstæðasti atburður- inn í hversdagslegu lífi kotbúanna, og upp frá þessu voru allir atburðir, sem gerðust hjá þeim, miðaðir við »daginn, sem hún Matthildur kom!« Th. Á. þýddi lauslega. l Jólasveinninn. Kalli og Dísa voru að leika sér niðri i garðinum, sem lá í kring um stóra skemmtibústaðinn, þar sem þau áttu heima. Það gekk eitthvað dauflega með leikinn, því að þau þurftu um svo margt að masa. Það var sem sé aðfangadagur daginn eftir og þau hlökkuðu svo mikið ti) jólanna. Þá sáu þau Jens fara fram. hjá úti á göfunni. Jens var sonur fá- tæks verkamanns og langaði einatt til að koma til þeirra inn í fallega garðinn. Hann henti sér í einum svip yfir grind' verkið. Þau Kalli og Disa fóru óðara að segja, hvert ofan í annað, hvers þau óskuðu sér á jólunum og sögðu Jens í trúnaði, ao í nótt kæmi jólasveinninn með allar gjafirnar. »En það bull«, sagði Jens, »það er enginn lifandi Jólasveinn til í

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.