Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 18

Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 18
388 LJÓSBERINN Þegar klukkan var fjögur, þá var gildu járnslánum skotið fyrir búðar- dyrnar. Sagði þá Georg, léttari í bragði: »Nú skulum við þó reglulega halda jól; hér hefir verið svo mikið að gera síð- ustu vikurnar. En það er ekki nema gott. Það er ekki tilætlun mín. að okkur leiðist annríkið«. »Já, það er gleðilegt, að allt gengur vel hjá ykkur«, sagði Hans gamli. »Blessun Guðs er ávöxturinn af bæn og starfi, það sér maður allsstaðar; blessun Guðs bregst hvergi þar sem beðið er og starfað; það getur verið að maður verði stundum að bíða eftir henni, en hún kemur að lokum«. »Já, Anna og eg tölum oft um það, að okkur gangi svona vel af því, að þið gömlu hjónin biðjið svo mikið fyrir okkur«. »Nú fer eg inn, þetta skal eg segja mömmu; hún hefir verið svo leið fram- an af deginum«, sagði Hans og flýtti sér inn í stofuna. »Heyrðu hérna, mamma, hvað Georg segir; hann segir að þeim líði svona vel, af því að við biðjum fyrir þeim, svo að nú getur þú séð, að enn höfum við starfi að gegna, þó að við séum gömul«. »Já, það er áreiðanlegt«, sagði Anna. »Hvernig skyldi fara fyrir okkur, þeg- ar við höfum ykkur ekki lengur til að biðja fyrir okkur«. »Og það gengur samt vel, dóttir góð, Guð er trúr; hann sleppir ekki hendi sinni af þeim, sem treysta honum, og það gerið þið bæði. En það er satt, að það er inndælt að eiga að marga fyrir- biðjendur; mestur þeirra er Jesús sjálf- ur; hann gengur fyrir föður sinn dag- lega og biður fyrir okkur. Bænin er stór- veldi, en því að eins á hún þó fyrirheiti, að beðið sje í trú«. — — Jólakvöldið leið í yndi og gleði; allt beimilisíolkið var samankomið í hinni rúmgóðu stofu. Anna hafði boðið þrem- ur einstæðingskonum að halda með þeim jólakveldið; öllum voru gefnar góðar og nytsamar jólagjafir; engum var gleymt og mikil var þakklátsemin. — Gamla konan var að velta fyrir sér, hvernig jólakvöldið væri nú haldið hjá þeim Andrési. Anna hafði líka búist við þeim; hún kenndi í brjósti um Andrés; hann sakri- aði vissulega foreldra sinna, sem hann bafði alltaf verið hjá, þangað til þessi leiðindi áttu sér stað. Hún vaknaði af þessum hugsunum sínum við það, að Katrín litla heimtaði hástöfum til móð- ur sinnar. Þegar klukkan var orðin níu, sagði Hans ‘gamli: »Jæja, mamma, eigum við nú ekki að halda heim?« »Heim? Viljið þið ekki vera hérna í nótt? Gestaherbergið er til reiðu ög kynt í ofninum«, sagði Anna. »Nei, við skulum heldur fara heim; eg vil helzt sofa í mínu eigin rúmi; þann spöl getum við vel gengið«, svaraði Hans. »Það er ófærð hin mesta«, sagði Georg »og þykkt er í lofti, getur hæglega far- ið að snjóa, áður en þið komist heim; mér sýnist að þið ættuð að vera kyrr hérna, hvað finnst þér, tengdamóðir?« »Og eg gæti svo ósköp vel sofið hérna, en vegna pabba vil eg heldur fara heim«. »Já, við skulum gera það. Við erum fullfær enn til ferðalags. Mamma er reyndar dálítið holdug, en hafi eg hana í eftirdragi, þá gengur það«. »Bara að það fari ekki að kyngja nið- ur. Það er líka dálítið farið að hvessa«, sagði Georg og leit út um gluggann. En Hans gamli var ákveðinn í að fara. Þau fóru í yfirhafnir sínar og' kvöddu

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.