Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Side 7

Ljósberinn - 19.12.1931, Side 7
LJ OSBERINN 377 hann með sér, að svona hlytu englarnir að vera í hátt. Englarnir hlytu einmitt að vera svona rjóðir í kinnum, með svona tinnusvart hár og leiftrandi angu. Það eitt sem Alí vantaði voru vængirnir. Þegar Apú komst höndunum undir, ieitaðist hann við að gera Alí greiða. Þau tötuðu fátt saman, því að yfirleitt eru Lapparnir fátalaðir, — en skamt leið frá því er þau sáust fyrst, að þeim varð það báðum Ijóst, að hugir þeirra féllu saman um það, að verða góðir vinir og félagar hvort öðriu, á meðan lífið entist þeim. Og þegar svo var kom- ið, var ekki beðið boðanna með það, að vinna af öllum mætti og spara alt sem hægt var, til þess að geta eignast ein- hverjar reitur, svo að þau gætu farið að búa og eiga með sig sjálf. Með frá- bærum dugnaði tókst þeim þetta. Þau g'iftust og fóru að búa. Fáein hreindýr áttu þau, og þeim þótti jafn vænt um þau og væru þau börnin þeirra. — Þeim farnaðist vel, og þegar þau eignuðust fyrsta, barnið, brúneygðan og broshýr- an stelpuhnokka, fanst Apú hann vera kominn í Himnaríki. En þessi dýrð stóð ekki lengi, því að raunir tóku brátt að steðja að, hver af annari. Úlfurinn hremdl hreindýrin þeirra. Kuldinn og koldimman virtust ætla að verða endalaus þennan vetur, en þaö var maturinn, sem ekk'i var endalaus, eða óþrjótandi. Og að því kom, að ekki var til ein einasta mjöllúka né kartafla í kotinu. Alí var mögur og kinnfiskasogin, Apú þvarr þrek og þróttur og Stjörnuauga litla, — en svo nefndu þau dóttirina, — - varð vesallegri með degi hverjum. Þá fór Apú á fund Stór-Lappans og bað hann auðmjúklega að hjálpa sér um ofurlítið af brauði handa svangri kon- u.nni og dauðvona barninu. Það stóð svo á, að það var veizla hjá Stór-Lapp- anum, þegar Apú bar þar að garði. Þar var á borðum kaffi og bollur, kjöt og brennivín, eins og hver vildi hafa. Allir voru saddir og kátir, en ekki fékk »Lappi-garmur« einn einasta brauðbita. »Þú getur farið út í skóg og grafið upp hreindýramosa«, sagði Stór-Lappinn hlæjandi, og hinir tóku undir með hon- um. Apú syrti fyrir augum. Og nú fanst honum það vera alveg sjálfsagður hlut- ur, að sá sem svangur væri, hlyti að mega taka það sjálfur, sem hann þarfn- aðist, frá þéim sem allsnægtir hefði. Og um nóttina, þegar Stór-Lappinn og gestirnir voru sofnaðir ölvímu-svefni, braust Apú inn til Stór-Lappans og tók það sem hann gat með sér haft af kræs- ingum og hraðaði sér með það heim til sín. Hann kom heim í sama mund, sem Stjörnuauga litla lokaði augunum í hinzta sinn og í tæka tíð tíl þess að geta aftrað því, að Alí fleygði sér í brunninn í örvílnan. Apú tókst um síð- ir að sefa konu sína, en matinn, sem liann hafði komið með, snerti hún ekki. Hún lá bara kyr, með lokuð augun. Og Apú féll loks líka í fastan svefn. Hann vaknaði við það, að löggæzlu- mennirnir komu til þess að sækja hann og setja í fangels'i. Hann fór með þeim hálfsofandi og skildi eftir konuna veika og barnið látið. Og nú byrjaði nýr og þungbær mæðu- tími fyrir Apú. Hann þjáðist af ótta og kvíða. Hvernig leið henni Alí? Skyldi hún vera lifandi, — eða var hún dáin? Skyldi hún þjázt af hungri og kulda? Hann virtist vera rólegur og tilfinn-

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.