Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 13
LJÖSBERINN
383
Jón laut óðara niður að henni og
sagði:
— Eg ætlaði ekki að móðga þig, sagði
hann mjúkum rómi.
Hún leit upp og það tillit hennar var
svo fagurt og svo talandi, að Jón tók
hana skyndilega í arma sína.
— Já, nú trúi eg því, að við getum
losað jörðina úr böndum bankans, sagði
hann svo himinlifandi glaður. Því að
nú skildi hann, hvernig í öllu lá.
Síðar gengu þau yfir akrana og engin
og skoðuðu alla landeignina. Sagði Ingi-
ríður Jóni þá frá heimþrá sinni og ást-
arþrá sinni til hans.
— Því að þér hefi eg alltaf unnað,
mælti hún hljóðlega.
Og Jón varð að játa, að eins væri það
með sig, hann hefði alltaf unnað henni.
En — með þessu bjargaði Jón jörð
sinni undan hamrinum og fékk fríðustu
stúlku byggðarinnar í ofanálag að brúði.
Og þegar jólin komu, héldu þau brúð-
kaup sitt glöð í Drottni, frelsara sínum.
----------------
Friður á jörðu.
Jólasaga eftir J. P.
Það er nístingskalt! Allir eru á hlaup-
um, því að það er gkki gott að ganga
hægt í öðrum eins kulda. Snjórinn þyrl-
aðist allt í kring í óhemjulegum trölla-
dansi —• yfir ekrur og haga, yfir vel
hýsta bóndabæi og lítil hús og fátæk-
leg, sem leika á reiðiskjálfi í stormhryn-
unum. Og snjórinn á hvergi hvíldarstað;
máske svo sem augnablik á bersvæðinu,
eða undir húsi eða garði, þar sem var
hlé stöðvaðist hann, en á næsta augna-
bliki var vindurinn kominn þar aftur
og þeytti honum hátt í loft upp í óend-
anlegum heljarstökkum.
»Það er þá blindbylur«, sögðu menn
hver við annan, »það er ekki hægt að
ljúka upp augunum!« Og allir sitja inni
í hlýjunni, sem ekki þurfa bráðnauðsyn-
lega að fara út.
En það var aðíangadagur jóla, og þá
eru það alltaf einhverjir, sem eiga er-
indi inn í bæinn.
Það er sannmæli, sem margir hafa
reynt, að hversu langt sem árið er, þá
er aðfangadagurinn alltaf jafnstuttur.
- - Þess vegna voru ekki svo fáir á ferð-
inni úti; helzt voru það fótgangandi
menn, einkum þeir, sem voru að brjótast
til litla stöðvarbæjarins, sem lá í dal
milli hárra hliða til beggja handa.
Þar kvað ekki svo mikið að stormin-
um og snjónum; en jafnskjótt, sem menn
voru komnir úr bænum aftur upp á
hlíðarbrúnina, þá vissu þeir hvaðan á
sig stóð veðrið. Þá sveið í augu og beit
í eyru og það var eins og veðrið ætlaði
að gera alveg út af við veslings fólkið.
»Ö, sá leiði snjór«, sögðu menn, »en
hvað hann bítur og veldur sviða«. Og
svo létu menn reiðina bitna á snjónum,
sem var þó í sjálfu sér svo friðsamur ög
fagur, en hugsuðu ekki út í það, að það
er stormurinn, sem æðir og gerir allan
uslann.
Þegar þessi ósköp voru búin að ganga
framan af deginum, þá færðist dálítil
ró yfir náttúruna og roíaði þá til allt i
kring, svo sá til næstu bæja.
Við nemum staðar við myndarlegan
bóndabæ, hálfan annan fjórðung mílu
frá stöðinni, með stórum aldingarði út
að veginum. Bærinn allur er byggður
úr rauðum steini og tíglaður utan og
traustur að sjá. Stofan er nýbyggð og
háir gluggar á. Spölkorn út með vegin-
um fyrir austan hlöðuna liggur hús.
Það lítur út fyrir að vera hús ætlað
próventuhjónum. Það liggur. út af fyr-